Klopp biður stuðningsmenn Liverpool afsökunar Arnar Geir Halldórsson skrifar 9. apríl 2023 12:45 Jürgen Klopp hefur náð stórkostlegum árangri hjá Liverpool en yfirstandandi leiktíð hefur ekki gengið vel. Getty/James Gill Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist bera alla ábyrgð á lélegu gengi liðsins í vetur en er sannfærður um að liðið muni nýta reynsluna til góðs síðar meir. Klopp var heiðarlegur í viðtali við SkySports í aðdraganda stórleiksins gegn Arsenal í dag þar sem hann talaði um að frammistaða liðsins á yfirstandandi leiktíð væri ekki boðleg fyrir stuðningsmenn félagsins. „Ég finn til með fólkinu okkar sem hefur ekki fengið tímabilið sem þau óskuðu eftir. En ég vona að í stóra samhenginu munu þau gleyma þessu tímabili.“ „Mér er alveg sama hvað við gerðum í fyrra eða árin á undan. Ég ber 100% ábyrgð á þessu rugli í vetur og ég er ekki glaður með það.“ "I'm 100% responsible for this rubbish" Strong words from Jurgen Klopp pic.twitter.com/GgJFDDPGZm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Klopp útskýrði einnig hvað honum finnst hafa farið úrskeiðis. „Leikmönnum skortir sjálfstraust, það er augljóst. Heimsklassa leikmenn eru að skila skrýtnum frammistöðum. Það byrjaði með meiðslum og einhverjir leikmenn fóru of snemma af stað eftir meiðsli. Við höfum aldrei náð flugi á þessu tímabili,“ segir Klopp. Liverpool situr í 8.sæti deildarinnar þegar tíu leikir eru eftir og ljóst að allt þarf að ganga upp fyrir liðið í lokaumferðunum til að ná Meistaradeildarsæti. „Við þurfum að komast í gegnum það og mér finnst það ekkert mál. Eftir 10-15 ár verður þetta tímabil kannski ekki einn af hápunktum félagsins en vonandi getum við lært mikið af því og nýtt okkur þá reynslu á næstu leiktíð.“ „Við þurfum að berjast í gegnum þetta og það er erfitt. Ef það væri létt myndu þeir ekki borga mér svona há laun fyrir þetta starf. Þetta hefur verið ofurskrýtið tímabil. Við höfum unnið tvo af stærstu sigrum í sögu félagsins en svo tapað stigum viku síðar,“ segir Klopp. Leikur Liverpool og Arsenal hefst klukkan 15:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira
Klopp var heiðarlegur í viðtali við SkySports í aðdraganda stórleiksins gegn Arsenal í dag þar sem hann talaði um að frammistaða liðsins á yfirstandandi leiktíð væri ekki boðleg fyrir stuðningsmenn félagsins. „Ég finn til með fólkinu okkar sem hefur ekki fengið tímabilið sem þau óskuðu eftir. En ég vona að í stóra samhenginu munu þau gleyma þessu tímabili.“ „Mér er alveg sama hvað við gerðum í fyrra eða árin á undan. Ég ber 100% ábyrgð á þessu rugli í vetur og ég er ekki glaður með það.“ "I'm 100% responsible for this rubbish" Strong words from Jurgen Klopp pic.twitter.com/GgJFDDPGZm— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Klopp útskýrði einnig hvað honum finnst hafa farið úrskeiðis. „Leikmönnum skortir sjálfstraust, það er augljóst. Heimsklassa leikmenn eru að skila skrýtnum frammistöðum. Það byrjaði með meiðslum og einhverjir leikmenn fóru of snemma af stað eftir meiðsli. Við höfum aldrei náð flugi á þessu tímabili,“ segir Klopp. Liverpool situr í 8.sæti deildarinnar þegar tíu leikir eru eftir og ljóst að allt þarf að ganga upp fyrir liðið í lokaumferðunum til að ná Meistaradeildarsæti. „Við þurfum að komast í gegnum það og mér finnst það ekkert mál. Eftir 10-15 ár verður þetta tímabil kannski ekki einn af hápunktum félagsins en vonandi getum við lært mikið af því og nýtt okkur þá reynslu á næstu leiktíð.“ „Við þurfum að berjast í gegnum þetta og það er erfitt. Ef það væri létt myndu þeir ekki borga mér svona há laun fyrir þetta starf. Þetta hefur verið ofurskrýtið tímabil. Við höfum unnið tvo af stærstu sigrum í sögu félagsins en svo tapað stigum viku síðar,“ segir Klopp. Leikur Liverpool og Arsenal hefst klukkan 15:30 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira