Hellarnir á Hellu njóta mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2023 20:05 Dóra Steinsdóttir er eina af þeim, sem tekur á móti hópum í hellana við Ægissíðu á Hellu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hellarnir á Ægissíðu á Hellu njóta alltaf mikilla vinsælda hjá íslenskum og erlendum ferðamönnum en fyrstu skráðu heimildir um þá er frá 1818. Hellarnir eru með þekktustu manngerðu hellum landsins en tólf hellar hafa fundist á Ægissíðu. Það er alltaf mikill áhugi á að fara í hellaferðir hjá ferðafólki, innlendu og erlendu í hellana á Ægissíðu með leiðsögn. Manngerðir hellar eru víða á Suðurlandi en vitað er um á annað hundrað slíka hella á svæðinu frá Ölfusi austur í Mýrdal. Hellarnir á Ægissíðu eru friðlýstir en nú er unnið að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við erum búin að hafa opið í allan vetur og keyra hérna ferðir alla daga í vetur og það er bara búið að ganga framar vonum myndi ég segja. Við erum að segja svolítið sögu, sem heyrist ekki annars staðar og erum að bjóða upp á umhverfi, sem við erum ekkert vön að skoða,“ segir Dóra Steinsdóttir leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Hellarnir þykja mjög merkilegir. “Já, það myndi ég segja. Þetta eru sennilega elstu hýbýli á Íslandi þessir hellar,“ segir Dóra. við Ægissíðu á Hellu. Víða má finna manngerða hella á Suðurlandi eins og í Ægissíðu þar sem 12 hellar eru skráðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í hellunum má til dæmis finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti svo eitthvað sé nefnt. Svo er búið að skrifa nokkur nöfn á veggi hellanna. “Við megum það ekki lengur, ekki inn á veggina en við megum skrifa hérna utan á húsið hjá okkur og fólk er búið að taka því svakalega vel frá því að við byrjuðum á því í maí í fyrra og það er eiginlega allt að verða fullt af nöfnum utan á húsinu,” segir Dóra. Dóra segir að ferðamenn verði agndofa þegar þeir skoða hellana. “Já, þeir verða það. Ég myndi segja að ferðirnar okkar séu fyrir ferðamenn almennt umfram væntingar. Fólk veit ekki alveg hverju það á von á þegar það kemur hingað en svo þegar þeir fara frá okkur, þá er þetta bara stórkostlegt og við fáum rosalega góða dóma á samfélagsmiðlum og þessum síðum, sem fólk er að skilja eftir umsagnir,” segir Dóra Steinsdóttir, leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Dóra að leiðsegja einum af fjölmörgum hópunum, sem hún hefur tekið á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það er alltaf mikill áhugi á að fara í hellaferðir hjá ferðafólki, innlendu og erlendu í hellana á Ægissíðu með leiðsögn. Manngerðir hellar eru víða á Suðurlandi en vitað er um á annað hundrað slíka hella á svæðinu frá Ölfusi austur í Mýrdal. Hellarnir á Ægissíðu eru friðlýstir en nú er unnið að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. „Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við erum búin að hafa opið í allan vetur og keyra hérna ferðir alla daga í vetur og það er bara búið að ganga framar vonum myndi ég segja. Við erum að segja svolítið sögu, sem heyrist ekki annars staðar og erum að bjóða upp á umhverfi, sem við erum ekkert vön að skoða,“ segir Dóra Steinsdóttir leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Hellarnir þykja mjög merkilegir. “Já, það myndi ég segja. Þetta eru sennilega elstu hýbýli á Íslandi þessir hellar,“ segir Dóra. við Ægissíðu á Hellu. Víða má finna manngerða hella á Suðurlandi eins og í Ægissíðu þar sem 12 hellar eru skráðir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Í hellunum má til dæmis finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti svo eitthvað sé nefnt. Svo er búið að skrifa nokkur nöfn á veggi hellanna. “Við megum það ekki lengur, ekki inn á veggina en við megum skrifa hérna utan á húsið hjá okkur og fólk er búið að taka því svakalega vel frá því að við byrjuðum á því í maí í fyrra og það er eiginlega allt að verða fullt af nöfnum utan á húsinu,” segir Dóra. Dóra segir að ferðamenn verði agndofa þegar þeir skoða hellana. “Já, þeir verða það. Ég myndi segja að ferðirnar okkar séu fyrir ferðamenn almennt umfram væntingar. Fólk veit ekki alveg hverju það á von á þegar það kemur hingað en svo þegar þeir fara frá okkur, þá er þetta bara stórkostlegt og við fáum rosalega góða dóma á samfélagsmiðlum og þessum síðum, sem fólk er að skilja eftir umsagnir,” segir Dóra Steinsdóttir, leiðsögumaður í hellana við Ægissíðu. Dóra að leiðsegja einum af fjölmörgum hópunum, sem hún hefur tekið á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða fyrirtækisins
Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira