Eiga ekki pening fyrir öllu skólaárinu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 11:30 Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorun til menntamálaráðherra að jafna stöðu listdansnáms. Arnar Halldórsson Félag íslenskra listdansara hefur sett á fót undirskriftalista til að skora á Ásmund Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra að veita fjármunum til listdansnáms til samræmis við aðrar greinar. Greininni sé mismunað. „Ég velti því fyrir mér hvort áhuga og metnaðarleysið sé af því að þetta eru aðallega stúlkur,“ segir Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi íslenskra listdansara. Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorunina. „Við undirrituð skorum á háttvirtan mennta- og barnamálaráðherra að koma á réttmætum stuðningi við starfsemi listdansskóla vegna kennslu grunnnáms í listdansi. Mikið misræmi og ójafnræði ríkir í fjárúthlutunum ríkis og sveitarfélaga til listnáms og er aðstöðumunur listgreina mjög mikill er kemur að starfsumhverfi og aðbúnaði,“ segir við áskorunina. Einum ríkisskóla lokað en annar opnaður Árið 2006 var Listdansskóli Íslands tekinn af fjárlögum og námið gefið frjálst. Markaðurinn átti að sjá um greinina en löggjöf um fjármögnun var aldrei kláruð. Til stóð að skrifuð yrði sams konar lagaumgjörð og við tónlist. Síðan eru liðin 17 ár og 6 menntamálaráðherrar hafa setið á stóli. „Það er ekki verið að sinna einni grein en annarri er sinnt mjög vel,“ segir Guðmundur. Augljóst sé að verið sé að mismuna nemendum eftir greinum. Ráðamenn setji tíma og fjármuni í að setja lög um tónlistarskóla. Eftir að ríkisskóli í listdansi var lagður niður hafi svo ríkisskóli í tónlist, það er MÍT, verið settur á fót. Vilja ekki elítunám „Við eigum ekki pening fyrir öllu skólaárinu,“ segir Guðmundur um stöðu Listdansskóla Íslands sem er í dag sjálfseignarstofnun. „Menntamálaráðuneytið segist ætla að draga okkur að landi núna en svo er óvissa með næsta vetur. Við erum enn þá að bíða. Við áttum að fá svör í lok mars en nú er kominn apríl,“ segir hann. Guðmundur segir að frá ráðuneytinu hafi komið athugasemdir um að hækka skólagjöldin til að mæta fjármögnunarþörfinni. „Þá værum við komin með eitthvað elítunám sem aðeins efnað fólk hefur efni á,“ segir hann. „Það er ekki það sem við viljum. Hæfileikar liggja víða og börn eiga að fá að rækta þá. Efnahagur foreldra á að ekki að spila stórt hlutverk þar.“ Dans Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
„Ég velti því fyrir mér hvort áhuga og metnaðarleysið sé af því að þetta eru aðallega stúlkur,“ segir Guðmundur Helgason, skólastjóri Listdansskóla Íslands og stjórnarmaður í Félagi íslenskra listdansara. Tæplega 1.400 manns hafa skrifað undir áskorunina. „Við undirrituð skorum á háttvirtan mennta- og barnamálaráðherra að koma á réttmætum stuðningi við starfsemi listdansskóla vegna kennslu grunnnáms í listdansi. Mikið misræmi og ójafnræði ríkir í fjárúthlutunum ríkis og sveitarfélaga til listnáms og er aðstöðumunur listgreina mjög mikill er kemur að starfsumhverfi og aðbúnaði,“ segir við áskorunina. Einum ríkisskóla lokað en annar opnaður Árið 2006 var Listdansskóli Íslands tekinn af fjárlögum og námið gefið frjálst. Markaðurinn átti að sjá um greinina en löggjöf um fjármögnun var aldrei kláruð. Til stóð að skrifuð yrði sams konar lagaumgjörð og við tónlist. Síðan eru liðin 17 ár og 6 menntamálaráðherrar hafa setið á stóli. „Það er ekki verið að sinna einni grein en annarri er sinnt mjög vel,“ segir Guðmundur. Augljóst sé að verið sé að mismuna nemendum eftir greinum. Ráðamenn setji tíma og fjármuni í að setja lög um tónlistarskóla. Eftir að ríkisskóli í listdansi var lagður niður hafi svo ríkisskóli í tónlist, það er MÍT, verið settur á fót. Vilja ekki elítunám „Við eigum ekki pening fyrir öllu skólaárinu,“ segir Guðmundur um stöðu Listdansskóla Íslands sem er í dag sjálfseignarstofnun. „Menntamálaráðuneytið segist ætla að draga okkur að landi núna en svo er óvissa með næsta vetur. Við erum enn þá að bíða. Við áttum að fá svör í lok mars en nú er kominn apríl,“ segir hann. Guðmundur segir að frá ráðuneytinu hafi komið athugasemdir um að hækka skólagjöldin til að mæta fjármögnunarþörfinni. „Þá værum við komin með eitthvað elítunám sem aðeins efnað fólk hefur efni á,“ segir hann. „Það er ekki það sem við viljum. Hæfileikar liggja víða og börn eiga að fá að rækta þá. Efnahagur foreldra á að ekki að spila stórt hlutverk þar.“
Dans Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30 Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41 Mest lesið Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Sjá meira
„Er þetta ekki styrkt af því að þetta eru aðallega stúlkur?“ Skólastjóri Listdansskólans sakar stjórnvöld um að mismuna börnum eftir vali á tómstundum en framtíð skólans er í algjörri óvissu vegna fjárhagsörðugleika. Þá spyr hann hvort áhugaleysi ráðamanna skrifist á það að námið stunda aðallega stúlkur. Nemendur vilja að skólanum verði bjargað. 9. mars 2023 19:30
Sex ráðherrar ekki leyst vandann Fráfarandi formaður Félags íslenskra listdansara (FÍLD) gagnrýnir það að listdans sé langt á eftir öðrum listgreinum innan styrkveitingakerfisins. Í sautján ár hefur listdansinn fengið litla sem enga fjárhagsaðstoð og hver ráðherrann á eftir öðrum nær ekki að afgreiða málið. 8. mars 2023 16:41