Hóf þjálfaraferilinn í efstu deild á lygilegum sigri: „Er í þessu fyrir þessar tilfinningar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2023 23:01 Ómar Ingi Guðmundsson hóf þjálfaraferilinn í efstu deild með látum. Vísir/Sigurjón Hann byrjaði þjálfaraferil sinn í efstu deild með lygilegum sigri gegn Íslandsmeisturunum og erkifjendunum. Ómar Ingi Guðmundsson fer af stað með látum í Bestu-deildinni. Nýliðar HK unnu ótrúlegan 4-3 sigur gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og varð allt vitlaust á Kópavogsvelli. Ómar Ingi tók við HK á síðasta tímabili og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili, en hann hefur þjálfað hjá félaginu frá því að hann var 14 ára gamall. „Maður er í þessu fyrir þessar tilfinningar og það er frábær upplifun að ekki bara vinna ríkjandi Íslandsmeistara, heldur að vinna Blikana í Kópavogsslag á þeirra velli. Það er bara frábært,“ sagði Ómar í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hefur fylgt mörgum frá barnsaldri Ómar hefur í raun þjálfað marga í HK-liðinu frá því að þeir voru lítil börn. „Alla þá stráka sem að eru okkar strákar og uppaldir hjá okkur og eru í meistaraflokk núna hef ég farið með á Skagamótið og Orkumótið í Eyjum og allan þann pakka. Í raun alla nema Leif [Andra Leifsson], hann er það litlu yngri en ég. En ég þjálfaði hann eitthvað örlítið þegar ég var yngri en svo spilaði ég aðeins með honum líka.“ Geta unnið öll lið Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart að HK hafi náð að vinna Blika í fyrsta leik á Íslandsmótinu. „Við fórum alltaf í þetta vitandi það að þetta eru bara allt öðruvísi leikir HK-Breiðablik heldur en bara venjulegir deildarleikir. Við vissum alveg að við gætum unnið,“ sagði Ómar. „Hvernig leikurinn síðan þróaðist og endaði er kannski ekki eins og við vorum búnir að teikna þetta upp.“ „Ég hef sagt það við þá sem hafa spurt að ég tel leikmannahópinn okkar alveg nógu sterkan til að fókusa ekki bara á það að reyna að enda í tíunda sæti. Við getum, eins og við sýndum í gær, ef að við mætum rétt innstilltir og menn leggja líf og sál í verkefnið þá getum við unnið öll þessi lið. En ef það er ekki til staðar þá getur það hins vegar farið í hina áttina líka. Þannig að þetta er rosalega mikið undir okkur komið hvernig við undirbúum okkur og hvernig við komum inn í leikina, en við getum unnið öll liðin í deildinni.“ „Það er mjög gott að ganga um Kópavoginn í dag. Auðvitað skiptir máli að fara að einbeita sér að næsta verkefni og vera bara svona temmilega montnir með okkur, en bera virðingu fyrir því að það eru fleiri verkefni framundan sem þarf að leggja mikla vinnu í.“ Besta deild karla HK Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Nýliðar HK unnu ótrúlegan 4-3 sigur gegn Breiðabliki í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í gærkvöldi. Sigurmarkið kom í uppbótartíma og varð allt vitlaust á Kópavogsvelli. Ómar Ingi tók við HK á síðasta tímabili og stýrði liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta tímabili, en hann hefur þjálfað hjá félaginu frá því að hann var 14 ára gamall. „Maður er í þessu fyrir þessar tilfinningar og það er frábær upplifun að ekki bara vinna ríkjandi Íslandsmeistara, heldur að vinna Blikana í Kópavogsslag á þeirra velli. Það er bara frábært,“ sagði Ómar í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 í dag. Hefur fylgt mörgum frá barnsaldri Ómar hefur í raun þjálfað marga í HK-liðinu frá því að þeir voru lítil börn. „Alla þá stráka sem að eru okkar strákar og uppaldir hjá okkur og eru í meistaraflokk núna hef ég farið með á Skagamótið og Orkumótið í Eyjum og allan þann pakka. Í raun alla nema Leif [Andra Leifsson], hann er það litlu yngri en ég. En ég þjálfaði hann eitthvað örlítið þegar ég var yngri en svo spilaði ég aðeins með honum líka.“ Geta unnið öll lið Hann segir að það hafi ekki endilega komið honum á óvart að HK hafi náð að vinna Blika í fyrsta leik á Íslandsmótinu. „Við fórum alltaf í þetta vitandi það að þetta eru bara allt öðruvísi leikir HK-Breiðablik heldur en bara venjulegir deildarleikir. Við vissum alveg að við gætum unnið,“ sagði Ómar. „Hvernig leikurinn síðan þróaðist og endaði er kannski ekki eins og við vorum búnir að teikna þetta upp.“ „Ég hef sagt það við þá sem hafa spurt að ég tel leikmannahópinn okkar alveg nógu sterkan til að fókusa ekki bara á það að reyna að enda í tíunda sæti. Við getum, eins og við sýndum í gær, ef að við mætum rétt innstilltir og menn leggja líf og sál í verkefnið þá getum við unnið öll þessi lið. En ef það er ekki til staðar þá getur það hins vegar farið í hina áttina líka. Þannig að þetta er rosalega mikið undir okkur komið hvernig við undirbúum okkur og hvernig við komum inn í leikina, en við getum unnið öll liðin í deildinni.“ „Það er mjög gott að ganga um Kópavoginn í dag. Auðvitað skiptir máli að fara að einbeita sér að næsta verkefni og vera bara svona temmilega montnir með okkur, en bera virðingu fyrir því að það eru fleiri verkefni framundan sem þarf að leggja mikla vinnu í.“
Besta deild karla HK Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann