Musk tilbúinn að selja Twitter „réttum“ aðila Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. apríl 2023 14:38 Musk fór um víðan völl í viðtalinu við BBC. Getty/Michael Gonzalez Elon Musk sagði að yfirtaka Twitter hafi verið „frekar sársaukafull“ og líkti rekstri miðilsins við „rússíbanareið“ í viðtali við BBC í morgun. Hann hafi einungis keypt Twitter af því dómari ætlaði að þvinga hann til þess og segist tilbúinn að selja hann ef réttur aðili hefur áhuga. Viðtalið sem var skipulagt með stuttum fyrirvara fór fram í höfuðstöðvum Twitter í San Francisco. Meðal umræðuefna voru yfirtaka Musk á Twitter, rekstur samfélagsmiðilsins, uppsagnir á starfsmönnum og vanhugsuð tíst milljarðamæringsins. Viðtalið kemur degi eftir fréttir af því að Twitter væri ekki lengur hlutafélag. Sér ekki eftir kaupunum Aðspurður út í kaupin á Twitter og hvort hann sæi eftir þeim sagði Musk að „sársaukastig Twitter hafi verið gífurlega hátt“ en hann sjái ekki eftir kaupunum. Hins vegar sagðist hann vera að tilbúinn að selja miðilinn ef „réttur“ aðili sem eru tilbúnir að „leita uppi sannleikann“ hafa áhuga á að kaupa hann. Þá viðurkenndi hann að ástæðan fyrir því að hann keypti miðilinn á endanum hafi verið að bandarískur dómari ætlaði að þvinga hann til þess eftir að hann var búinn að leggja fram 44 milljarða dala kauptilboðið. Það er í fyrsta skiptið sem hann gengst við því. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=SKSsnsAEcn8">watch on YouTube</a> Hann segir í viðtalinu að undanfarnir mánuðir hafi verið „heldur streituvaldandi“ og „ekki auðveldir“. Ferlið hafi allavega ekki verið leiðinlegt heldur „frekar mikil rússíbanareið“ og að vinnuálagið væri stundum það mikið að hann svæfi í skrifstofunni. Þá viðurkennir Musk að hafa gert fjölda mistaka en segir að „allt sé gott sem endi vel“. Notkun Twitter hafi aukist og félagið stefni í rétta átt. Enn fremur segir hann að það styttist í að lausafjárstaða félagsins verði jákvæð innan nokkurra mánaða og að margir auglýsendur hafi snúið aftur. Þegar hann var spurður út í misgáfuleg tíst viðurkenndi hann að hafa oft farið illa að ráði sínu. „Hef ég skotið sjálfan mig í fótinn með tístum mörgum sinnum? Já,“ sagði hann og bætti við „Ég held að ég ætti ekki að tísta eftir klukkan þrjú“ á næturnar. Betra að reka þúsundir manna en að allir missi vinnuna Musk var líka spurður út í hópuppsagnirnar sem Twitter réðist í eftir yfirtökuna. Hann viðurkenndi að það hafi verið krefjandi að fækka starfsmönnum úr tæplega 8.000 niður í um 1.500. Þá hafi þeim fylgt einhverjir tæknilegir örðugleikar en að síðan virkaði vel núna. Aðspurður hvort uppsagnirnar hafi ekki verið ósanngjarnar vildi hann ekki meina að svo væri og sagði „ef allt skipið sekkur þá er enginn með vinnu“. Þá viðurkenndi hann að hafa sagt upp fjöld fólks í gegnum skjáinn enda „ómögulegt að tala við svo marga í persónu.“ Fjölmiðillinn BBC var líka til umræðu en það vakti mikla athygli nýverið þegar Twitter bætti við merkingu við Twitter-aðgang miðilsins þar sem honum er lýst sem „ríkisreknum fjölmiðli“. Í kjölfar harðra viðbragða var merkingunni breytt í „ríkisfjármagnaðan fjölmiðil“ og sagði Musk að þau vildu auðvitað vera nákvæm. Þá sagðist hann bera mikla virðingu fyrir BBC og að viðtalið væri „gott tækifæri til að spyrja spurninga“ og fá viðbrögð við því sem mætti gera betur. Twitter Tengdar fréttir Twitter ekki lengur til sem hlutafélag Twitter er ekki lengur til sem sjálfstætt hlutafélag eftir samruna þess við skúffufyrirtækið X Corp. Breytingin hefur vakið vangaveltur um framtíð samfélagsmiðilsins og hvað Elon Musk ætlar sér með hann. 11. apríl 2023 14:20 Musk skiptir Twitter-fuglinum út fyrir Doge-hundinn Elon Musk hefur skipt Twitter-fuglinum Larry út fyrir Doge-hundinn Kabosu. Hundurinn er ein frægasta skopmynd heims og stendur Musk nú í málaferlum vegna rafmyntar sem notast við sömu mynd af hundinum, Dogecoin. 4. apríl 2023 10:11 Frumkóða Twitter lekið á netið Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf. 27. mars 2023 12:21 Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Sjá meira
Viðtalið sem var skipulagt með stuttum fyrirvara fór fram í höfuðstöðvum Twitter í San Francisco. Meðal umræðuefna voru yfirtaka Musk á Twitter, rekstur samfélagsmiðilsins, uppsagnir á starfsmönnum og vanhugsuð tíst milljarðamæringsins. Viðtalið kemur degi eftir fréttir af því að Twitter væri ekki lengur hlutafélag. Sér ekki eftir kaupunum Aðspurður út í kaupin á Twitter og hvort hann sæi eftir þeim sagði Musk að „sársaukastig Twitter hafi verið gífurlega hátt“ en hann sjái ekki eftir kaupunum. Hins vegar sagðist hann vera að tilbúinn að selja miðilinn ef „réttur“ aðili sem eru tilbúnir að „leita uppi sannleikann“ hafa áhuga á að kaupa hann. Þá viðurkenndi hann að ástæðan fyrir því að hann keypti miðilinn á endanum hafi verið að bandarískur dómari ætlaði að þvinga hann til þess eftir að hann var búinn að leggja fram 44 milljarða dala kauptilboðið. Það er í fyrsta skiptið sem hann gengst við því. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=SKSsnsAEcn8">watch on YouTube</a> Hann segir í viðtalinu að undanfarnir mánuðir hafi verið „heldur streituvaldandi“ og „ekki auðveldir“. Ferlið hafi allavega ekki verið leiðinlegt heldur „frekar mikil rússíbanareið“ og að vinnuálagið væri stundum það mikið að hann svæfi í skrifstofunni. Þá viðurkennir Musk að hafa gert fjölda mistaka en segir að „allt sé gott sem endi vel“. Notkun Twitter hafi aukist og félagið stefni í rétta átt. Enn fremur segir hann að það styttist í að lausafjárstaða félagsins verði jákvæð innan nokkurra mánaða og að margir auglýsendur hafi snúið aftur. Þegar hann var spurður út í misgáfuleg tíst viðurkenndi hann að hafa oft farið illa að ráði sínu. „Hef ég skotið sjálfan mig í fótinn með tístum mörgum sinnum? Já,“ sagði hann og bætti við „Ég held að ég ætti ekki að tísta eftir klukkan þrjú“ á næturnar. Betra að reka þúsundir manna en að allir missi vinnuna Musk var líka spurður út í hópuppsagnirnar sem Twitter réðist í eftir yfirtökuna. Hann viðurkenndi að það hafi verið krefjandi að fækka starfsmönnum úr tæplega 8.000 niður í um 1.500. Þá hafi þeim fylgt einhverjir tæknilegir örðugleikar en að síðan virkaði vel núna. Aðspurður hvort uppsagnirnar hafi ekki verið ósanngjarnar vildi hann ekki meina að svo væri og sagði „ef allt skipið sekkur þá er enginn með vinnu“. Þá viðurkenndi hann að hafa sagt upp fjöld fólks í gegnum skjáinn enda „ómögulegt að tala við svo marga í persónu.“ Fjölmiðillinn BBC var líka til umræðu en það vakti mikla athygli nýverið þegar Twitter bætti við merkingu við Twitter-aðgang miðilsins þar sem honum er lýst sem „ríkisreknum fjölmiðli“. Í kjölfar harðra viðbragða var merkingunni breytt í „ríkisfjármagnaðan fjölmiðil“ og sagði Musk að þau vildu auðvitað vera nákvæm. Þá sagðist hann bera mikla virðingu fyrir BBC og að viðtalið væri „gott tækifæri til að spyrja spurninga“ og fá viðbrögð við því sem mætti gera betur.
Twitter Tengdar fréttir Twitter ekki lengur til sem hlutafélag Twitter er ekki lengur til sem sjálfstætt hlutafélag eftir samruna þess við skúffufyrirtækið X Corp. Breytingin hefur vakið vangaveltur um framtíð samfélagsmiðilsins og hvað Elon Musk ætlar sér með hann. 11. apríl 2023 14:20 Musk skiptir Twitter-fuglinum út fyrir Doge-hundinn Elon Musk hefur skipt Twitter-fuglinum Larry út fyrir Doge-hundinn Kabosu. Hundurinn er ein frægasta skopmynd heims og stendur Musk nú í málaferlum vegna rafmyntar sem notast við sömu mynd af hundinum, Dogecoin. 4. apríl 2023 10:11 Frumkóða Twitter lekið á netið Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf. 27. mars 2023 12:21 Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Erlent Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Innlent El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Innlent Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Erlent Fleiri fréttir Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Sjá meira
Twitter ekki lengur til sem hlutafélag Twitter er ekki lengur til sem sjálfstætt hlutafélag eftir samruna þess við skúffufyrirtækið X Corp. Breytingin hefur vakið vangaveltur um framtíð samfélagsmiðilsins og hvað Elon Musk ætlar sér með hann. 11. apríl 2023 14:20
Musk skiptir Twitter-fuglinum út fyrir Doge-hundinn Elon Musk hefur skipt Twitter-fuglinum Larry út fyrir Doge-hundinn Kabosu. Hundurinn er ein frægasta skopmynd heims og stendur Musk nú í málaferlum vegna rafmyntar sem notast við sömu mynd af hundinum, Dogecoin. 4. apríl 2023 10:11
Frumkóða Twitter lekið á netið Hluta af frumkóða Twitter var lekið á netið nýverið og leikur grunur á að þar hafi verið á ferðinni fyrrverandi starfsmaður sem auðjöfurinn Elon Musk rak. Kóðinn var birtur á GitHub en fjarlægður þaðan þegar lögmenn Twitter sendu forsvarsmönnum síðunnar bréf. 27. mars 2023 12:21
Vonast eftir nýjum forstjóra Twitter fyrir árslok Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk, eigandi bílaframleiðandans Tesla og samfélagamiðilsins Twitter, segist vona að hann verði búinn að finna einhvern til að taka við forstjórastöðunni hjá Twitter fyrir árslok 2023. 15. febrúar 2023 07:24