Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Tindastóll 100-78 | Sópurinn brotnaði Siggeir Ævarsson skrifar 12. apríl 2023 22:30 Eric Ayala var frábær í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Tindastóll hefði með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta en Keflavík var ekki alveg á því máli að láta sópa sér úr keppni. Keflavík vann einstaklega öruggan sigur og einvígið lifir því áfram. Það var leikið upp á líf og dauða í Blue-höllinni í kvöld og stemmingin í húsinu eftir því. Skagfirðingar voru mættir löngu fyrir leik og nánast búnir að fylla sinn hluta stúkunnar strax, þar sem þeir héldu uppi miklu stuði með söng og trommuleik. Keflvískir áhorfendur létu ekki sitt eftir liggja en þegar enn var drjúg stund í leik var stúkan orðin þéttsetin og hálfgerð þjóðhátíðarstemming á pöllunum. Tóninn gefinn fyrir leikinn en þrátt fyrir að gestirnir hafi verið afar líflegir í stúkunni er ekki hægt að segja slíkt hið sama um leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Keflvíkingar mættu afar ákveðnir til leiks, greinilega búnir að átta sig á því að þó svo að það sé vor í lofti, þá er enn fullt kalt fyrir sumarfrí. Þeir léku fast og hratt og skoruðu nánast að vild. Skotnýting heimamanna frábær en sókarleikur Stólanna að sama skapi stirður. Munurinn átta stig eftir fyrsta leikhluta, 18-26, og átti bara eftir að aukast eftir því sem leið á. Keflvíkingar hafa verið óhræddir við það í vetur að sækja stigin úr ýmsum áttum og sjaldan sett stigaeggin öll í sömu körfu. Hörður Axel lét til að mynda duga að reyna eitt skot í fyrri hálfleik, en gaf í staðinn sjö stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Mikilvægi hans fyrir þetta Keflavíkurlið er óumdeilt, sannkallaður „gólf herforingi“ eins og þeir kalla það í NBA deildinni. Staðan í hálfleik 53-39 Keflvíkingum í vil. Brekka framundan fyrir Stólana og því miður fyrir þá voru þeir búnir að taka nagladekkin undan og gleymdu keðjunum í Varmahlíð. Skotnýting þeirra var afar slök í fyrri hálfleik og batnaði sama og ekki neitt eftir því sem leið á. Skipti engum togum hvort skotin voru opin eða erfið, það var ekkert að detta. Keflvíkingar voru í raun búnir að gera útum leikinn eftir þrjá leikhluta í stöðunni 77-54. Þá sjaldan sem Tindastóll náði að skora nokkrar körfur í röð, kom alltaf svar frá Keflavík og oft rúmlega það. Lokatölur 100-78 og Keflvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar sýndu sitt rétta andlit og minntu á Keflavíkurliðið sem lék á alls oddi hér framan af vetri. Þeir spiluðu þétta vörn og fundu opin skot, meðan að Tindastóll átti afleitan skotdag og þeirra lykilmenn allir langt frá sínu besta. Hverjir stóðu upp úr? Eric Ayala var stigahæstur allra í kvöld, 27 stig frá honum en gestunum gekk illa að ráða við hann þegar hann sótti á körfuna. Þá átti Ólafur Ingi Styrmisson magnaða innkomu af bekknum, 4/4 í þristum og tvær kraftmiklar troðslur í ofanálag. Klikkaði ekki úr skoti og skilaði 16 stigum og fimm fráköstum. Hjá Stólunum var fátt um fína drætti sóknarlega. Davis Geks átti þó fínan skotdag, setti fjóra þrista í sex tilraunum, og endaði stigahæstur gestanna með 15 stig. Hvað gekk illa? Hjá Tindastóli gekk svo til allt á afturfótunum. Þeir fundu aldrei taktinn og virtust hreinlega vera slegnir svolítið útaf laginu í upphafi leiks. Mögulega voru þeir búnir að vinna þennan leik í huga sér fyrir leik, og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Síkinu á Sauðárkróki á laugardaginn kl. 18:15 „Þeir spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins og við náðum bara engan veginn að fylgja þeim eftir“ Pavel hafði ekki mörg tilefni til að brosa í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij þjálfari Tindastóls var ekki upplitsdjarfur í leikslok, enda áttu hans menn fá svör við góðum leik Keflvíkinga. Hann sagði að þeir hefðu einfaldlega aldrei komist á sama plan og Keflvíkingar og því fór sem fór. „Við vorum eiginlega bara svolítið puntaðir í kvöld líkamlega, bæði sóknarlega og varnarlega og við fórum ekki á sama plan og Keflavík var á kvöld. Þeir spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins og við náðum bara engan veginn að fylgja þeim eftir.“ Tindastólsmenn komust í raun aldrei í takt við leikinn og sigur Keflvíkinga öruggur og nánast aldrei í hættu. Það var þegar upp er staðið ansi mikið bil á milli liðanna í kvöld? „Mjög mikið. Eins og ég sagði, þeir spiluðu bara á ákveðnu „leveli“ í kvöld sem við gerðum ekki, þá aðallega líkamlega. Mér fannst þeir bara vera sterkari en við og það er held ég það sem útskýrir þetta þegar allt kemur til alls. Svo byrjar þeim bara að líða vel, þeir eru komnir með forskot, allir byrja að hitta og eðlilegir hlutir í körfubolta fara að gerast. Munurinn í kvöld á liðunum var líkamlegi þátturinn.“ Líkamlegi þátturinn virtist einmitt taka töluverðan toll af Skagfirðingum, en bæði Arnar Björnsson og Adomas Drungilas fóru meiddir af velli áður en leikurinn var á enda. Pavel vildi þó ekki afskrifa þá strax og vonaði að það væri ekki að fara að kvarnast úr hópnum á þessum tímapunkti. „Ég vona ekki. Ég held að þetta séu nú harðir strákar sem standa nú flest af sér. Þetta eru íþróttir og við þurfum bara að takast á við það ef svo er.“ Það var brjáluð stemming í Keflavík í kvöld. Má ekki reikna með að það verði svipuð ef ekki meiri stemmning í Síkinu á laugardaginn? „Ég held að það verði nokkurn veginn það sama uppi á teningnum. Ég held að það sé nokkuð augljóst hjá okkur hvað við þurfum að gera betur. Við höfum tvö daga til að laga þetta og ef ekki þá bara munum við lenda aftur í vandræðum. Það verður bara að gleyma þessum og halda áfram. Alveg eins og þeir gerðu eftir síðasta leik, við verðum að vera fljótir að gleyma þessu.“ Þó svo að sigur Keflvíkinga hafi verið stór, telur hann alveg jafn mikið og allir aðrir. Pavel sagði það vissulega rétt en svona frammistaða gæti þó alltaf setið eftir í hausnum á mönnum. „Auðvitað eru þetta hlutir sem skipta máli fyrir hausinn á þér. Þú tekur ákveðna hluti með þér í næsta leik. Ef þér líður eitthvað illa núna með eitthvað sem fór fram hér, þá getur það haft áhrif í næsta leik þannig að það er mikilvægt fyrir okkur að koma þetta út úr hausnum á okkur.“ Er það þá ekki verkefni hans næstu daga, að minna sína menn á að Keflvíkingar eru ágætir í körfubolta? „Ég held að ég þurfi ekki að minna þá á neitt, ég held að þeir hafi fengið ákveðið kjaftshögg í dag sem vakti þá. Ég held að ég þurfi ekki að segja mikið.“ „Það er gott í svona stemmingu að geta hitt“ Ólafur Ingi Styrmisson átti glimrandi innkomu af bekknum hjá Keflavík í kvöld, en hann er óðum að finna sitt gamla form eftir meiðsli. Hann sagði að það hefði vissulega verið léttir að klára þennan leik. „Þetta er það sem við þurftum í dag. Þurftum sigur, máttum ekki tapa þessum leik. Við mættum bara tilbúnir í þetta og var ekki sópað út.“ Ólafur klikkaði ekki úr skoti í leiknum og þakkaði góðri stemmingu og opnum skotum þann árangur. „Það er gott í svona stemmingu að geta hitt. Ég reyndi bara að hitta úr öllu, skjóta því sem var opið og það gekk bara.“ Ólafur vildi ekki gefa mikið fyrir að hafa lagt Stólana svona afgerandi að velli. Þetta væri bara einn leikur og það dugar skammt til að klára seríuna. „Þetta er bara einn leikur og við eigum eftir að fara á útivöllinn, það er hart þar. Þetta er bara einn leikur, við erum 2-1 undir svo að það er bara næsti leikur!“ Subway-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll
Tindastóll hefði með sigri tryggt sér sæti í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta en Keflavík var ekki alveg á því máli að láta sópa sér úr keppni. Keflavík vann einstaklega öruggan sigur og einvígið lifir því áfram. Það var leikið upp á líf og dauða í Blue-höllinni í kvöld og stemmingin í húsinu eftir því. Skagfirðingar voru mættir löngu fyrir leik og nánast búnir að fylla sinn hluta stúkunnar strax, þar sem þeir héldu uppi miklu stuði með söng og trommuleik. Keflvískir áhorfendur létu ekki sitt eftir liggja en þegar enn var drjúg stund í leik var stúkan orðin þéttsetin og hálfgerð þjóðhátíðarstemming á pöllunum. Tóninn gefinn fyrir leikinn en þrátt fyrir að gestirnir hafi verið afar líflegir í stúkunni er ekki hægt að segja slíkt hið sama um leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Keflvíkingar mættu afar ákveðnir til leiks, greinilega búnir að átta sig á því að þó svo að það sé vor í lofti, þá er enn fullt kalt fyrir sumarfrí. Þeir léku fast og hratt og skoruðu nánast að vild. Skotnýting heimamanna frábær en sókarleikur Stólanna að sama skapi stirður. Munurinn átta stig eftir fyrsta leikhluta, 18-26, og átti bara eftir að aukast eftir því sem leið á. Keflvíkingar hafa verið óhræddir við það í vetur að sækja stigin úr ýmsum áttum og sjaldan sett stigaeggin öll í sömu körfu. Hörður Axel lét til að mynda duga að reyna eitt skot í fyrri hálfleik, en gaf í staðinn sjö stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Mikilvægi hans fyrir þetta Keflavíkurlið er óumdeilt, sannkallaður „gólf herforingi“ eins og þeir kalla það í NBA deildinni. Staðan í hálfleik 53-39 Keflvíkingum í vil. Brekka framundan fyrir Stólana og því miður fyrir þá voru þeir búnir að taka nagladekkin undan og gleymdu keðjunum í Varmahlíð. Skotnýting þeirra var afar slök í fyrri hálfleik og batnaði sama og ekki neitt eftir því sem leið á. Skipti engum togum hvort skotin voru opin eða erfið, það var ekkert að detta. Keflvíkingar voru í raun búnir að gera útum leikinn eftir þrjá leikhluta í stöðunni 77-54. Þá sjaldan sem Tindastóll náði að skora nokkrar körfur í röð, kom alltaf svar frá Keflavík og oft rúmlega það. Lokatölur 100-78 og Keflvíkingar halda sér á lífi í úrslitakeppninni. Af hverju vann Keflavík? Keflvíkingar sýndu sitt rétta andlit og minntu á Keflavíkurliðið sem lék á alls oddi hér framan af vetri. Þeir spiluðu þétta vörn og fundu opin skot, meðan að Tindastóll átti afleitan skotdag og þeirra lykilmenn allir langt frá sínu besta. Hverjir stóðu upp úr? Eric Ayala var stigahæstur allra í kvöld, 27 stig frá honum en gestunum gekk illa að ráða við hann þegar hann sótti á körfuna. Þá átti Ólafur Ingi Styrmisson magnaða innkomu af bekknum, 4/4 í þristum og tvær kraftmiklar troðslur í ofanálag. Klikkaði ekki úr skoti og skilaði 16 stigum og fimm fráköstum. Hjá Stólunum var fátt um fína drætti sóknarlega. Davis Geks átti þó fínan skotdag, setti fjóra þrista í sex tilraunum, og endaði stigahæstur gestanna með 15 stig. Hvað gekk illa? Hjá Tindastóli gekk svo til allt á afturfótunum. Þeir fundu aldrei taktinn og virtust hreinlega vera slegnir svolítið útaf laginu í upphafi leiks. Mögulega voru þeir búnir að vinna þennan leik í huga sér fyrir leik, og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Hvað gerist næst? Liðin mætast næst í Síkinu á Sauðárkróki á laugardaginn kl. 18:15 „Þeir spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins og við náðum bara engan veginn að fylgja þeim eftir“ Pavel hafði ekki mörg tilefni til að brosa í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Pavel Ermolinskij þjálfari Tindastóls var ekki upplitsdjarfur í leikslok, enda áttu hans menn fá svör við góðum leik Keflvíkinga. Hann sagði að þeir hefðu einfaldlega aldrei komist á sama plan og Keflvíkingar og því fór sem fór. „Við vorum eiginlega bara svolítið puntaðir í kvöld líkamlega, bæði sóknarlega og varnarlega og við fórum ekki á sama plan og Keflavík var á kvöld. Þeir spiluðu frábærlega á báðum endum vallarins og við náðum bara engan veginn að fylgja þeim eftir.“ Tindastólsmenn komust í raun aldrei í takt við leikinn og sigur Keflvíkinga öruggur og nánast aldrei í hættu. Það var þegar upp er staðið ansi mikið bil á milli liðanna í kvöld? „Mjög mikið. Eins og ég sagði, þeir spiluðu bara á ákveðnu „leveli“ í kvöld sem við gerðum ekki, þá aðallega líkamlega. Mér fannst þeir bara vera sterkari en við og það er held ég það sem útskýrir þetta þegar allt kemur til alls. Svo byrjar þeim bara að líða vel, þeir eru komnir með forskot, allir byrja að hitta og eðlilegir hlutir í körfubolta fara að gerast. Munurinn í kvöld á liðunum var líkamlegi þátturinn.“ Líkamlegi þátturinn virtist einmitt taka töluverðan toll af Skagfirðingum, en bæði Arnar Björnsson og Adomas Drungilas fóru meiddir af velli áður en leikurinn var á enda. Pavel vildi þó ekki afskrifa þá strax og vonaði að það væri ekki að fara að kvarnast úr hópnum á þessum tímapunkti. „Ég vona ekki. Ég held að þetta séu nú harðir strákar sem standa nú flest af sér. Þetta eru íþróttir og við þurfum bara að takast á við það ef svo er.“ Það var brjáluð stemming í Keflavík í kvöld. Má ekki reikna með að það verði svipuð ef ekki meiri stemmning í Síkinu á laugardaginn? „Ég held að það verði nokkurn veginn það sama uppi á teningnum. Ég held að það sé nokkuð augljóst hjá okkur hvað við þurfum að gera betur. Við höfum tvö daga til að laga þetta og ef ekki þá bara munum við lenda aftur í vandræðum. Það verður bara að gleyma þessum og halda áfram. Alveg eins og þeir gerðu eftir síðasta leik, við verðum að vera fljótir að gleyma þessu.“ Þó svo að sigur Keflvíkinga hafi verið stór, telur hann alveg jafn mikið og allir aðrir. Pavel sagði það vissulega rétt en svona frammistaða gæti þó alltaf setið eftir í hausnum á mönnum. „Auðvitað eru þetta hlutir sem skipta máli fyrir hausinn á þér. Þú tekur ákveðna hluti með þér í næsta leik. Ef þér líður eitthvað illa núna með eitthvað sem fór fram hér, þá getur það haft áhrif í næsta leik þannig að það er mikilvægt fyrir okkur að koma þetta út úr hausnum á okkur.“ Er það þá ekki verkefni hans næstu daga, að minna sína menn á að Keflvíkingar eru ágætir í körfubolta? „Ég held að ég þurfi ekki að minna þá á neitt, ég held að þeir hafi fengið ákveðið kjaftshögg í dag sem vakti þá. Ég held að ég þurfi ekki að segja mikið.“ „Það er gott í svona stemmingu að geta hitt“ Ólafur Ingi Styrmisson átti glimrandi innkomu af bekknum hjá Keflavík í kvöld, en hann er óðum að finna sitt gamla form eftir meiðsli. Hann sagði að það hefði vissulega verið léttir að klára þennan leik. „Þetta er það sem við þurftum í dag. Þurftum sigur, máttum ekki tapa þessum leik. Við mættum bara tilbúnir í þetta og var ekki sópað út.“ Ólafur klikkaði ekki úr skoti í leiknum og þakkaði góðri stemmingu og opnum skotum þann árangur. „Það er gott í svona stemmingu að geta hitt. Ég reyndi bara að hitta úr öllu, skjóta því sem var opið og það gekk bara.“ Ólafur vildi ekki gefa mikið fyrir að hafa lagt Stólana svona afgerandi að velli. Þetta væri bara einn leikur og það dugar skammt til að klára seríuna. „Þetta er bara einn leikur og við eigum eftir að fara á útivöllinn, það er hart þar. Þetta er bara einn leikur, við erum 2-1 undir svo að það er bara næsti leikur!“
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti