„Leikmennirnir sem eru með mér hafa lært að gefa inn á línu“ Jón Már Ferro skrifar 13. apríl 2023 12:01 Einar Ingi Hrafnsson, leikmaður Aftureldingar. Vísir/Bára „Leikmennirnir sem eru með mér hafa lært að gefa inn á línu. Ég er búinn að tuða í þeim í 6 ár, það er byrjað að skila sér. Svo er nálgunin búin að vera rétt allt tímabilið,“ sagði hinn 39 ára gamli leikmaður Aftureldingar, Einar Ingi Hrafnsson. Einar var valinn besti línumaður Olís deildar karla í handbolta af sérfræðingum Handkastsins. Ágúst Birgisson og Jón Bjarni Ólafsson, leikmenn FH, Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV og Þórður Tandri Ágústsson, leikmaður Stjörnunnar, voru einnig tilnefndir. „Þegar menn átta sig á að þegar þú gefur á línu kemur það alltaf allt til baka til þín aftur. Það skilar sér margfalt til baka til skyttana og miðjunnar þegar þú gefur á línu. Það er stór þáttur í því að menn eru búnir að vaxa og þroskast í Mosfellsbænum.“ Einar segist ekki vilja gefa út hvort hann hætti eftir tímabilið vegna þess hve spennandi hlutir séu að gerast í Aftureldingu. Hann segir aukna trú vera að byggjast upp og spilamennska liðsins hafi vaxið í vetur. Það geri honum erfitt fyrir að hætta. „Ég er allavega ekki að fara að opinbera neitt í Handkastinu. Ég er allavega undir feldi, mjög þykkum feldi.“ Einar Ingi Hrafnsson er erfiður viðureignar.Vísir/Daníel Einar var spurður að því hvort hann væri í betra líkamlegu formi á nú á lokametrum ferilsins en áður á ferlinum. „Þetta er ósköp svipað þannig séð. Ég held að hausinn sé kærulausari. Framan af á ferlinum hugsaði maður bara um að skora mörk, maður hélt að það væri það sem skipti máli. Aldurinn hefur kennt manni að það skiptir ekki mestu máli heldur stoðsendingar. Án stoðsendinga eru engin mörk.“ Á dögunum varð Afturelding bikarmeistari. „Já það var eitthvað sem losnaði við þennan bikartitil. Ég sagði við ykkur síðast, ungu strákarnir eru svolítið vitlausir, vita ekki alveg hvað þetta þýðir. Við bara lentum, tókum 95oktan bensín á vélina og aftur á loft. Við erum bara á leiðinni hærra.“ Umræðu um þetta má hlusta í spilarnum að neðan. Umræðan um Einar Inga byrjar eftir 29 mínútur. Olís-deild karla Handkastið Afturelding Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Einar var valinn besti línumaður Olís deildar karla í handbolta af sérfræðingum Handkastsins. Ágúst Birgisson og Jón Bjarni Ólafsson, leikmenn FH, Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV og Þórður Tandri Ágústsson, leikmaður Stjörnunnar, voru einnig tilnefndir. „Þegar menn átta sig á að þegar þú gefur á línu kemur það alltaf allt til baka til þín aftur. Það skilar sér margfalt til baka til skyttana og miðjunnar þegar þú gefur á línu. Það er stór þáttur í því að menn eru búnir að vaxa og þroskast í Mosfellsbænum.“ Einar segist ekki vilja gefa út hvort hann hætti eftir tímabilið vegna þess hve spennandi hlutir séu að gerast í Aftureldingu. Hann segir aukna trú vera að byggjast upp og spilamennska liðsins hafi vaxið í vetur. Það geri honum erfitt fyrir að hætta. „Ég er allavega ekki að fara að opinbera neitt í Handkastinu. Ég er allavega undir feldi, mjög þykkum feldi.“ Einar Ingi Hrafnsson er erfiður viðureignar.Vísir/Daníel Einar var spurður að því hvort hann væri í betra líkamlegu formi á nú á lokametrum ferilsins en áður á ferlinum. „Þetta er ósköp svipað þannig séð. Ég held að hausinn sé kærulausari. Framan af á ferlinum hugsaði maður bara um að skora mörk, maður hélt að það væri það sem skipti máli. Aldurinn hefur kennt manni að það skiptir ekki mestu máli heldur stoðsendingar. Án stoðsendinga eru engin mörk.“ Á dögunum varð Afturelding bikarmeistari. „Já það var eitthvað sem losnaði við þennan bikartitil. Ég sagði við ykkur síðast, ungu strákarnir eru svolítið vitlausir, vita ekki alveg hvað þetta þýðir. Við bara lentum, tókum 95oktan bensín á vélina og aftur á loft. Við erum bara á leiðinni hærra.“ Umræðu um þetta má hlusta í spilarnum að neðan. Umræðan um Einar Inga byrjar eftir 29 mínútur.
Olís-deild karla Handkastið Afturelding Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira