Hlakkar til að heimsækja Ísland: „Þetta verður tímamótakvöld“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. apríl 2023 12:15 Brian Littrell úr hljómsveitinni Backstreet Boys hlakkar til að heimsækja Ísland. Getty/Mauricio Santana Tónlistarmaðurinn Brian Littrell, einn af meðlimum Backstreet Boys, er væntanlegur hingað til lands á næstu dögum. Hann ætlar að verja nokkrum dögum í það að skoða landið áður en Backstreet Boys stígur á svið í Nýju-höllinni þann 28. apríl næstkomandi. „Ég hef séð mjög mikið af myndum og ég veit að það er fallegt landslag þarna. Við erum svo spenntir að Backstreet Boys séu að koma til Íslands í fyrsta sinn,“ sagði Brian sem var í símaviðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Brian segist vita sitthvað um Ísland. „Ég veit að þið eruð með eina nyrstu höfuðborg í heimi sem er mjög einstakt. Svo hafa auðvitað allir heyrt um norðurljósin,“ segir Brian. Þá segist hann einnig vel meðvitaður um það að Íslendingar búi ekki í snjóhúsum eins og einhverjir virðast halda. „Planið mitt er að koma nokkrum dögum fyrir tónleikana og fara í útsýnistúr og skoða landslagið. Ég hlakka mikið til.“ Backstreet Boys halda tónleika hér á landi þann 28. apríl næstkomandi.Getty/Jamie McCarthy Hafa engu gleymt Brian er einn af fimm meðlimum bandaríska strákabandsins Backstreet Boys, ásamt þeim AJ McLean, Howie Dorough, Nick Carter og Kevin Richardson. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. „Þetta verða fyrstu tónleikarnir okkar sem þrjátíu ára hljómsveit. Þannig þetta verður tímamótakvöld og við hlökkum mikið til,“ segir hann. Ísland er fyrsta stopp hljómsveitarinnar á nýju tónleikaferðalagi hennar. Brian segir að von sé á tveggja klukkutíma tónlistarveislu þar sem þeir munu taka öll sín vinsælustu lög. Þá munu þeir að sjálfsögðu taka eitthvað af sínum goðsagnakenndu danssporum sem Brian segir að drengirnir hafi ekki gleymt. „Við þráðum þetta“ Drengirnir voru aðeins táningar þegar hljómsveitin var stofnuð. Frægðarsól þeirra reis hratt og urðu þeir ein allra vinsælasta hljómsveit tíunda áratugsins. „Við höfðum vonir um að tónlistin okkar myndi hafa áhrif. Við þráðum þetta. Þegar ég segi að við höfum þráð þetta, þá á ég við að lögðum virkilega hart að okkur til þess að búa til aðdáendahóp sem myndi fylgja okkur um ókomna tíð.“ Þeim hefur heldur betur tekist ætlunarverkið því 30 árum síðar eru þeir ennþá að halda tónleika fyrir troðfullum tónleikahöllum. Backstreet Boys var stofnuð árið 1993 og fagnar því 30 ára afmæli í ár.Getty/Paul Bergen Blóðugir aðdáendur mættu inn í búningsherbergið Á öllum sínum tónleikaferðalögum hefur Brian séð og upplifað margt. Aðspurður hvað sé það klikkaðasta sem hann hefur lent í segir hann: „Það fyrsta sem kemur upp í hausinn á mér var þegar tvær ungar dömur brutust inn í tónleikahöllina í Þýskalandi á meðan við sátum inni í búningsherberginu okkar. Þær höfðu klifrað yfir girðingu að aftan, fötin þeirra höfðu rifnað og það blæddi úr fótunum á þeim. Það var svolítið óhugnanlegt. Ég fór til þeirra og spurði hvort þær væru frá einhverri útvarpsstöð, en þær töluðu ekki ensku því við vorum í Þýskalandi. Þannig þær sögðu ekki neitt og ég þurfti að sækja öryggisvörð til þess að ná þeim út úr búningsherberginu.“ Þá segir hann frá því að eytt sinn hafi aðdáandi laumað sér inn í tónleikarútuna þeirra og ferðast með þeim langa vegalengd áður en þeir uppgötvuðu að hún væri meðferðis. Hægt er að hlusta á viðtalið við Brian í heild sinni hér að neðan. Brennslan FM957 Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Vök hitar upp fyrir Backstreet Boys Íslenska hljómsveitin Vök mun hita upp fyrir strákabandið Backstreet Boys í Nýju-Höllinni þann 28. apríl næstkomandi. 13. apríl 2023 10:31 Backstreet Boys á leiðinni til Íslands Bandaríska „strákasveitin“ Backstreet Boys eru á leið til landsins. Þeir munu halda tónleika í Nýju-Laugardalshöllinni föstudaginn 28. apríl næstkomandi. 20. febrúar 2023 14:17 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
„Ég hef séð mjög mikið af myndum og ég veit að það er fallegt landslag þarna. Við erum svo spenntir að Backstreet Boys séu að koma til Íslands í fyrsta sinn,“ sagði Brian sem var í símaviðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Brian segist vita sitthvað um Ísland. „Ég veit að þið eruð með eina nyrstu höfuðborg í heimi sem er mjög einstakt. Svo hafa auðvitað allir heyrt um norðurljósin,“ segir Brian. Þá segist hann einnig vel meðvitaður um það að Íslendingar búi ekki í snjóhúsum eins og einhverjir virðast halda. „Planið mitt er að koma nokkrum dögum fyrir tónleikana og fara í útsýnistúr og skoða landslagið. Ég hlakka mikið til.“ Backstreet Boys halda tónleika hér á landi þann 28. apríl næstkomandi.Getty/Jamie McCarthy Hafa engu gleymt Brian er einn af fimm meðlimum bandaríska strákabandsins Backstreet Boys, ásamt þeim AJ McLean, Howie Dorough, Nick Carter og Kevin Richardson. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. „Þetta verða fyrstu tónleikarnir okkar sem þrjátíu ára hljómsveit. Þannig þetta verður tímamótakvöld og við hlökkum mikið til,“ segir hann. Ísland er fyrsta stopp hljómsveitarinnar á nýju tónleikaferðalagi hennar. Brian segir að von sé á tveggja klukkutíma tónlistarveislu þar sem þeir munu taka öll sín vinsælustu lög. Þá munu þeir að sjálfsögðu taka eitthvað af sínum goðsagnakenndu danssporum sem Brian segir að drengirnir hafi ekki gleymt. „Við þráðum þetta“ Drengirnir voru aðeins táningar þegar hljómsveitin var stofnuð. Frægðarsól þeirra reis hratt og urðu þeir ein allra vinsælasta hljómsveit tíunda áratugsins. „Við höfðum vonir um að tónlistin okkar myndi hafa áhrif. Við þráðum þetta. Þegar ég segi að við höfum þráð þetta, þá á ég við að lögðum virkilega hart að okkur til þess að búa til aðdáendahóp sem myndi fylgja okkur um ókomna tíð.“ Þeim hefur heldur betur tekist ætlunarverkið því 30 árum síðar eru þeir ennþá að halda tónleika fyrir troðfullum tónleikahöllum. Backstreet Boys var stofnuð árið 1993 og fagnar því 30 ára afmæli í ár.Getty/Paul Bergen Blóðugir aðdáendur mættu inn í búningsherbergið Á öllum sínum tónleikaferðalögum hefur Brian séð og upplifað margt. Aðspurður hvað sé það klikkaðasta sem hann hefur lent í segir hann: „Það fyrsta sem kemur upp í hausinn á mér var þegar tvær ungar dömur brutust inn í tónleikahöllina í Þýskalandi á meðan við sátum inni í búningsherberginu okkar. Þær höfðu klifrað yfir girðingu að aftan, fötin þeirra höfðu rifnað og það blæddi úr fótunum á þeim. Það var svolítið óhugnanlegt. Ég fór til þeirra og spurði hvort þær væru frá einhverri útvarpsstöð, en þær töluðu ekki ensku því við vorum í Þýskalandi. Þannig þær sögðu ekki neitt og ég þurfti að sækja öryggisvörð til þess að ná þeim út úr búningsherberginu.“ Þá segir hann frá því að eytt sinn hafi aðdáandi laumað sér inn í tónleikarútuna þeirra og ferðast með þeim langa vegalengd áður en þeir uppgötvuðu að hún væri meðferðis. Hægt er að hlusta á viðtalið við Brian í heild sinni hér að neðan.
Brennslan FM957 Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Vök hitar upp fyrir Backstreet Boys Íslenska hljómsveitin Vök mun hita upp fyrir strákabandið Backstreet Boys í Nýju-Höllinni þann 28. apríl næstkomandi. 13. apríl 2023 10:31 Backstreet Boys á leiðinni til Íslands Bandaríska „strákasveitin“ Backstreet Boys eru á leið til landsins. Þeir munu halda tónleika í Nýju-Laugardalshöllinni föstudaginn 28. apríl næstkomandi. 20. febrúar 2023 14:17 Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Vök hitar upp fyrir Backstreet Boys Íslenska hljómsveitin Vök mun hita upp fyrir strákabandið Backstreet Boys í Nýju-Höllinni þann 28. apríl næstkomandi. 13. apríl 2023 10:31
Backstreet Boys á leiðinni til Íslands Bandaríska „strákasveitin“ Backstreet Boys eru á leið til landsins. Þeir munu halda tónleika í Nýju-Laugardalshöllinni föstudaginn 28. apríl næstkomandi. 20. febrúar 2023 14:17