Síðast varð Hareide að segja nei við Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2023 07:30 Åge Hareide var orðinn samningsbundinn Rosenborg þegar KSÍ reyndi að fá hann til að taka við íslenska landsliðinu síðla árs 2020. Getty/Jurij Kodrun Åge Hareide segist hafa fengið tilboð um að verða landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta haustið 2020, áður en Arnar Þór Viðarsson var svo ráðinn, en orðið að hafna því. Hareide er nú að taka við íslenska landsliðinu af Arnari og samkvæmt norsku miðlunum NRK og VG verður hann kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Þessi 69 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt landsliðum Noregs og Danmörku, og unnið meistaratitla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, á þjálfaraferli sem spannar yfir þrjá áratugi. Hann var landsliðsþjálfari Danmerkur þar til samningur hans rann út sumarið 2020, og hafði liðið þá ekki tapað í 34 leikjum í röð undir hans stjórn. Var áhugasamur en samningsbundinn Í ágúst sama ár var Hareide svo ráðinn þjálfari Rosenborg í Noregi, í annað sinn á ferlinum, og sú ráðning varð til þess að hann gat ekki tekið við íslenska landsliðinu þegar það bauðst skömmu síðar. Guðni Bergsson var formaður KSÍ á þessum tíma og hann staðfesti skömmu eftir ráðningu Arnars að rætt hefði verið við Hareide ásamt fleiri erlendum og íslenskum þjálfurum, þar á meðal Lars Lagerbäck. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn,“ sagði Guðni í viðtali við Dr. Football í janúar 2021. Hareide sagðist í viðtali við VG í september 2021 hafa fengið tilboð um að taka við íslenska landsliðinu. Það hafi komið rétt eftir að hann hafði samþykkt að taka við Rosenborg, og aldrei hafi komið til greina að rifta strax samningi við norska félagið. Í sama viðtali kvaðst Hareide hættur í þjálfun en hann stóð ekki lengi við það því hann tók við sænska liðinu Malmö til bráðabirgða í nokkra mánuði á síðasta ári. Nú er hann hins vegar laus og liðugur og tilbúinn að stýra íslenska landsliðinu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur sagt að markmiðið hafi verið að finna reynslumikinn þjálfara í starf landsliðsþjálfara, eftir að Arnar var rekinn, og það virðist svo sannarlega hafa tekist. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða í undankeppni EM, á Laugardalsvelli. Sá fyrri er á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, gegn Slóvakíu og sá seinni gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal þremur dögum síðar. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til Moldóvu „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Sjá meira
Hareide er nú að taka við íslenska landsliðinu af Arnari og samkvæmt norsku miðlunum NRK og VG verður hann kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í dag. Þessi 69 ára gamli þjálfari hefur áður stýrt landsliðum Noregs og Danmörku, og unnið meistaratitla í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, á þjálfaraferli sem spannar yfir þrjá áratugi. Hann var landsliðsþjálfari Danmerkur þar til samningur hans rann út sumarið 2020, og hafði liðið þá ekki tapað í 34 leikjum í röð undir hans stjórn. Var áhugasamur en samningsbundinn Í ágúst sama ár var Hareide svo ráðinn þjálfari Rosenborg í Noregi, í annað sinn á ferlinum, og sú ráðning varð til þess að hann gat ekki tekið við íslenska landsliðinu þegar það bauðst skömmu síðar. Guðni Bergsson var formaður KSÍ á þessum tíma og hann staðfesti skömmu eftir ráðningu Arnars að rætt hefði verið við Hareide ásamt fleiri erlendum og íslenskum þjálfurum, þar á meðal Lars Lagerbäck. „Ég ræddi við Lars eins og hefur komið fram. Ég get alveg upplýst það að ég ræddi líka við Åge Hareide en hann er bara samningsbundinn Rosenborg. Hann hefur að vissu leyti áhuga á þessu og starfinu en hann er samningsbundinn,“ sagði Guðni í viðtali við Dr. Football í janúar 2021. Hareide sagðist í viðtali við VG í september 2021 hafa fengið tilboð um að taka við íslenska landsliðinu. Það hafi komið rétt eftir að hann hafði samþykkt að taka við Rosenborg, og aldrei hafi komið til greina að rifta strax samningi við norska félagið. Í sama viðtali kvaðst Hareide hættur í þjálfun en hann stóð ekki lengi við það því hann tók við sænska liðinu Malmö til bráðabirgða í nokkra mánuði á síðasta ári. Nú er hann hins vegar laus og liðugur og tilbúinn að stýra íslenska landsliðinu. Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hefur sagt að markmiðið hafi verið að finna reynslumikinn þjálfara í starf landsliðsþjálfara, eftir að Arnar var rekinn, og það virðist svo sannarlega hafa tekist. Fyrstu mótsleikir Íslands undir stjórn Hareide verða í undankeppni EM, á Laugardalsvelli. Sá fyrri er á sjálfan þjóðhátíðardaginn, 17. júní, gegn Slóvakíu og sá seinni gegn Cristiano Ronaldo og félögum í Portúgal þremur dögum síðar.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til Moldóvu „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Sjá meira