„Af hverju að ræða um einhvern sem við getum ekki fengið?“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. apríl 2023 23:01 Klopp segir tiltgangslaust að ræða Jude Bellingham. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir að Liverpool verði að vera raunsætt þegar rætt er um hvað félagið getur gert á félagaskiptamarkaðnum. Í vikunni varð ljóst að liðið er úr leik í baráttunni um ungstirnið Jude Bellingham. Sagan endalausa um möguleg félagaskipti Jude Bellingham til Liverpool frá Dortmund lauk í vikunni þegar ljóst varð að enska stórliðið hefði dregið sig úr kapphlaupinu um ungstirnið. Liverpool hefur lengi verið á höttunum eftir Bellingham en játaði sig sigraða í vikunni enda verðmiðinn gríðarlega hár. Klopp hefur gefið út að Liverpool muni láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar en augljóst hefur veirð á yfirstandandi tímabili að liðið þarf að byggja upp að nýju og þá sérstaklega á miðsvæðinu. Búist er við að Liverpool bæti að minnsta kosti tveimur nýjum miðjumönnum í hópinn í sumar. Á blaðamannafundi Liverpool í dag sagði Klopp tilgangslaust að ræða um Bellingham. „Það er í raun ekkert að segja ef ég á að vera hreinskilinn. Ef við tölum ekki um leikmenn sem við semjum við eða ekki, af hverju ættum við að tala um svona sögusagnir eða fréttir? Það er í raun ekkert að segja,“ sagði Klopp. „Þetta svar mitt er ekki um Jude Bellingham. Af hverju erum við sífellt að tala um einhvern sem við getum ekki fengið? Við getum ekki keypt sex leikmenn á hundrað milljónir punda hvern til dæmis, allir sjá það.“ Klopp sagði nauðsynlegt að skoða hlutina af raunsæi. „Þú verður að átta þig á hvað þú getur og vinna með það. Hve mikla peninga við höfum og vinna með það. Við erum ekki börn. Spurðu fimm ára gamalt barn hvað það langar í í jólagjöf og það segir Ferrari. Þú myndir ekki segja að það væri góð hugmynd, hann er of dýr og barnið getur ekki keyrt hann.“ „Það er búið að afgreiða þetta mál mjög vel“ Þá var Klopp einnig spurður út í atvikið í leiknum gegn Arsenal þar sem aðstoðardómarinn Constantine Hatzidakis virtist gefa Andy Robertson leikmanni Liverpool olnbogaskot. Enska knattspyrnusambandið ákvað að refsa Hatzidakis ekki sem hélt því fram að um óviljaverk hefði verið að ræða. „Það er búið að afgreiða þetta mál og það var gert mjög vel. Ég tók ekki eftir þessu í leiknum heldur eftir hann. Ég ræddi við Robbo og alla hina, ekki við aðstoðardómarann.“ "I think it is now dealt with really well"Jurgen Klopp gives his thoughts on the incident between Andrew Robertson and Constantine Hatzidakis pic.twitter.com/hjRdwPgw3P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 14, 2023 Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Sagan endalausa um möguleg félagaskipti Jude Bellingham til Liverpool frá Dortmund lauk í vikunni þegar ljóst varð að enska stórliðið hefði dregið sig úr kapphlaupinu um ungstirnið. Liverpool hefur lengi verið á höttunum eftir Bellingham en játaði sig sigraða í vikunni enda verðmiðinn gríðarlega hár. Klopp hefur gefið út að Liverpool muni láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar en augljóst hefur veirð á yfirstandandi tímabili að liðið þarf að byggja upp að nýju og þá sérstaklega á miðsvæðinu. Búist er við að Liverpool bæti að minnsta kosti tveimur nýjum miðjumönnum í hópinn í sumar. Á blaðamannafundi Liverpool í dag sagði Klopp tilgangslaust að ræða um Bellingham. „Það er í raun ekkert að segja ef ég á að vera hreinskilinn. Ef við tölum ekki um leikmenn sem við semjum við eða ekki, af hverju ættum við að tala um svona sögusagnir eða fréttir? Það er í raun ekkert að segja,“ sagði Klopp. „Þetta svar mitt er ekki um Jude Bellingham. Af hverju erum við sífellt að tala um einhvern sem við getum ekki fengið? Við getum ekki keypt sex leikmenn á hundrað milljónir punda hvern til dæmis, allir sjá það.“ Klopp sagði nauðsynlegt að skoða hlutina af raunsæi. „Þú verður að átta þig á hvað þú getur og vinna með það. Hve mikla peninga við höfum og vinna með það. Við erum ekki börn. Spurðu fimm ára gamalt barn hvað það langar í í jólagjöf og það segir Ferrari. Þú myndir ekki segja að það væri góð hugmynd, hann er of dýr og barnið getur ekki keyrt hann.“ „Það er búið að afgreiða þetta mál mjög vel“ Þá var Klopp einnig spurður út í atvikið í leiknum gegn Arsenal þar sem aðstoðardómarinn Constantine Hatzidakis virtist gefa Andy Robertson leikmanni Liverpool olnbogaskot. Enska knattspyrnusambandið ákvað að refsa Hatzidakis ekki sem hélt því fram að um óviljaverk hefði verið að ræða. „Það er búið að afgreiða þetta mál og það var gert mjög vel. Ég tók ekki eftir þessu í leiknum heldur eftir hann. Ég ræddi við Robbo og alla hina, ekki við aðstoðardómarann.“ "I think it is now dealt with really well"Jurgen Klopp gives his thoughts on the incident between Andrew Robertson and Constantine Hatzidakis pic.twitter.com/hjRdwPgw3P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 14, 2023
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira