Brjálaðir vegna dýrustu ársmiðanna í ensku úrvalsdeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 08:00 Stuðningsmenn Fulham eru brjálaðir yfir hækkun miðaverðs fyrir næsta tímabil. Vísir/Getty Stuðningsmenn Fulham í ensku úrvalsdeildinni eru brjálaðir vegna hækkunar á miðaverði fyrir næsta tímabil. Miðar í nýrri stúku verða í hæsta verðflokki. Á miðvikudaginn tilkynnti knattspyrnufélagið Fulham um miðaverð á leiki liðsins á næsta tímabili. Stuðningsmenn liðsins eru allt annað en sáttir með hækkunina og hafa skrifað opið bréf til Shahid Khan eiganda liðsins. Miðaverð í þrjár af fjórum stúkum Craven Cottage leikvagnsins verður hækkað um 18% og þar fyrir utan var tilkynnt að verð fyrir ársmiða í hinni nýbyggðu Riverside stúkunni verður hvorki meira né minna en 3000 pund sem gerir rúmlega hálfa milljón íslenskra króna. Ágætis verð fyrir að sjá nokkra fótboltaleiki. Til að kaupa miða á einn leik þarf að punga út 157 pundum eða rúmum 25 þúsund íslenskum krónum. Það er eitt hæsta verð fyrir miða í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn Fulham hafa ekki tekið þessum fréttum af mikilli gleði. Þeir skrifuðu eigandanum Shahid Khan opið bréf og lýstu yfir óánægju sinni. „Við teljum að miðaverðið sé ekki aðlagað að þeim fjárhagslega raunveruleika sem margir af okkar tryggustu stuðningsmönnum búa við. Við krefjumst þess að miðaverð í Riverside stúkunni verði endurskoðað. Miðaverðið gerir það að verkum að stærsti hluti stuðningsmanna hópsins getur aldrei séð leik þar,“ segir í bréfinu og stuðningsmenn segja að tilkynningin um hækkunina hafi orsakað stress og kvíða á meðal stuðninsmanna Fulham. „Sæti yfir meira en 3000 pund er á meðal dýrustu ársmiða í fótboltaheiminum.“ Forráðamenn Fulham telja verðið hins vegar lágt samanborið við önnur félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem miðaverðið hefur aðeins hækkað um 2% að meðaltali síðustu tuttugu árin. Fulham er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð en mætir fallkandídötum Everton á morgun. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Á miðvikudaginn tilkynnti knattspyrnufélagið Fulham um miðaverð á leiki liðsins á næsta tímabili. Stuðningsmenn liðsins eru allt annað en sáttir með hækkunina og hafa skrifað opið bréf til Shahid Khan eiganda liðsins. Miðaverð í þrjár af fjórum stúkum Craven Cottage leikvagnsins verður hækkað um 18% og þar fyrir utan var tilkynnt að verð fyrir ársmiða í hinni nýbyggðu Riverside stúkunni verður hvorki meira né minna en 3000 pund sem gerir rúmlega hálfa milljón íslenskra króna. Ágætis verð fyrir að sjá nokkra fótboltaleiki. Til að kaupa miða á einn leik þarf að punga út 157 pundum eða rúmum 25 þúsund íslenskum krónum. Það er eitt hæsta verð fyrir miða í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn Fulham hafa ekki tekið þessum fréttum af mikilli gleði. Þeir skrifuðu eigandanum Shahid Khan opið bréf og lýstu yfir óánægju sinni. „Við teljum að miðaverðið sé ekki aðlagað að þeim fjárhagslega raunveruleika sem margir af okkar tryggustu stuðningsmönnum búa við. Við krefjumst þess að miðaverð í Riverside stúkunni verði endurskoðað. Miðaverðið gerir það að verkum að stærsti hluti stuðningsmanna hópsins getur aldrei séð leik þar,“ segir í bréfinu og stuðningsmenn segja að tilkynningin um hækkunina hafi orsakað stress og kvíða á meðal stuðninsmanna Fulham. „Sæti yfir meira en 3000 pund er á meðal dýrustu ársmiða í fótboltaheiminum.“ Forráðamenn Fulham telja verðið hins vegar lágt samanborið við önnur félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem miðaverðið hefur aðeins hækkað um 2% að meðaltali síðustu tuttugu árin. Fulham er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð en mætir fallkandídötum Everton á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira