Brjálaðir vegna dýrustu ársmiðanna í ensku úrvalsdeildinni Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 08:00 Stuðningsmenn Fulham eru brjálaðir yfir hækkun miðaverðs fyrir næsta tímabil. Vísir/Getty Stuðningsmenn Fulham í ensku úrvalsdeildinni eru brjálaðir vegna hækkunar á miðaverði fyrir næsta tímabil. Miðar í nýrri stúku verða í hæsta verðflokki. Á miðvikudaginn tilkynnti knattspyrnufélagið Fulham um miðaverð á leiki liðsins á næsta tímabili. Stuðningsmenn liðsins eru allt annað en sáttir með hækkunina og hafa skrifað opið bréf til Shahid Khan eiganda liðsins. Miðaverð í þrjár af fjórum stúkum Craven Cottage leikvagnsins verður hækkað um 18% og þar fyrir utan var tilkynnt að verð fyrir ársmiða í hinni nýbyggðu Riverside stúkunni verður hvorki meira né minna en 3000 pund sem gerir rúmlega hálfa milljón íslenskra króna. Ágætis verð fyrir að sjá nokkra fótboltaleiki. Til að kaupa miða á einn leik þarf að punga út 157 pundum eða rúmum 25 þúsund íslenskum krónum. Það er eitt hæsta verð fyrir miða í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn Fulham hafa ekki tekið þessum fréttum af mikilli gleði. Þeir skrifuðu eigandanum Shahid Khan opið bréf og lýstu yfir óánægju sinni. „Við teljum að miðaverðið sé ekki aðlagað að þeim fjárhagslega raunveruleika sem margir af okkar tryggustu stuðningsmönnum búa við. Við krefjumst þess að miðaverð í Riverside stúkunni verði endurskoðað. Miðaverðið gerir það að verkum að stærsti hluti stuðningsmanna hópsins getur aldrei séð leik þar,“ segir í bréfinu og stuðningsmenn segja að tilkynningin um hækkunina hafi orsakað stress og kvíða á meðal stuðninsmanna Fulham. „Sæti yfir meira en 3000 pund er á meðal dýrustu ársmiða í fótboltaheiminum.“ Forráðamenn Fulham telja verðið hins vegar lágt samanborið við önnur félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem miðaverðið hefur aðeins hækkað um 2% að meðaltali síðustu tuttugu árin. Fulham er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð en mætir fallkandídötum Everton á morgun. Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira
Á miðvikudaginn tilkynnti knattspyrnufélagið Fulham um miðaverð á leiki liðsins á næsta tímabili. Stuðningsmenn liðsins eru allt annað en sáttir með hækkunina og hafa skrifað opið bréf til Shahid Khan eiganda liðsins. Miðaverð í þrjár af fjórum stúkum Craven Cottage leikvagnsins verður hækkað um 18% og þar fyrir utan var tilkynnt að verð fyrir ársmiða í hinni nýbyggðu Riverside stúkunni verður hvorki meira né minna en 3000 pund sem gerir rúmlega hálfa milljón íslenskra króna. Ágætis verð fyrir að sjá nokkra fótboltaleiki. Til að kaupa miða á einn leik þarf að punga út 157 pundum eða rúmum 25 þúsund íslenskum krónum. Það er eitt hæsta verð fyrir miða í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn Fulham hafa ekki tekið þessum fréttum af mikilli gleði. Þeir skrifuðu eigandanum Shahid Khan opið bréf og lýstu yfir óánægju sinni. „Við teljum að miðaverðið sé ekki aðlagað að þeim fjárhagslega raunveruleika sem margir af okkar tryggustu stuðningsmönnum búa við. Við krefjumst þess að miðaverð í Riverside stúkunni verði endurskoðað. Miðaverðið gerir það að verkum að stærsti hluti stuðningsmanna hópsins getur aldrei séð leik þar,“ segir í bréfinu og stuðningsmenn segja að tilkynningin um hækkunina hafi orsakað stress og kvíða á meðal stuðninsmanna Fulham. „Sæti yfir meira en 3000 pund er á meðal dýrustu ársmiða í fótboltaheiminum.“ Forráðamenn Fulham telja verðið hins vegar lágt samanborið við önnur félög í ensku úrvalsdeildinni þar sem miðaverðið hefur aðeins hækkað um 2% að meðaltali síðustu tuttugu árin. Fulham er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hefur ekki átt góðu gengi að fagna að undanförnu. Liðið hefur tapað fimm leikjum í röð en mætir fallkandídötum Everton á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Þetta er ástæða þess að Ísland er í efsta sæti í milliriðlinum Handbolti Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Dregur til baka ummæli sín um Gísla Þorgeir Handbolti Segist hafa brugðist gegn Íslandi: „Ég komst aldrei framhjá þeim“ Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Enski boltinn Svíar furðu lostnir og of næs: „Létu pakka sér saman“ Handbolti Fleiri fréttir Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Sjá meira