Falski hertoginn Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. apríl 2023 17:00 Konungshöllin í Madrid er stærsta höll Vestur-Evrópu, 135.000 fermetrar með 3.418 herbergjum. Um tvær milljónir manna skoða höllina á ári hverju. Alejandro Estrada hafði lofað velgjörðamönnum sínum í Kolumbíu að konungshjónin ætluðu að taka á móti þeim í höllinni. Wikimedia Commons Á annan tug Kólumbíumanna lánaði um margra mánaða skeið mæðginum sem sögðust vera erfingjar gríðarlegra auðæfa og aðalstignar, fleiri hundruð milljónir pesóa. Mæðginin létu sig loks hverfa og það er eins og jörðin hafi gleypt þau. Kelly Córdoba er lögfræðingur sem hafði kennt við lagadeild háskólans í Medellín í Kólumbíu í 14 ár, þegar Alejandro Estrada, þá 25 ára, stöðvaði hana á göngum háskólans og sagðist þurfa á lagalegri aðstoð hennar að halda. Hann var í fylgd móður sinnar Olgu Cardona. Sagðist vera spænskur hertogi Kelly hóaði í eiginmann sinn Andrés, sem einnig var lögfræðingur og ári síðar voru fjórmenningarnir orðnir perluvinir. Kelly leið nánast eins og nemandi hennar væri sonur hennar. Dag nokkurn komu lögfræðihjónin Kelly og Andrés í afmælisboð hjá Alejandro og þá ákváðu mæðginin að treysta þeim fyrir stóru leyndarmáli: Alejandro var barnabarn Venancio Cardona, hertogans af Cardona á Spáni. Hertoginn hafði nýlega ánafnað þessu eina barnabarni sínu allan sinn auð og eignir, með þeim skilyrðum þó að Alejandro gæti sýnt fram á að hann væri fjárhagslega sjálfstæður, gæti rekið eigið fyrirtæki skammlaust og ætti traustan og stöndugan vinahóp. Kelly og Andrés ákváðu að hjálpa honum að mæta þessum markmiðum og lánuðu honum andvirði rúmlega 600.000 íslenskra króna. Lofuðu heimboði til spænsku konungshjónanna Fyrir tveimur árum þurftu Alejandro og móðir hans að fara til Spánar og leysa ýmis vandamál fyrir dómstólum þar. Þá voru margir farnir að aðstoða þau við að ná í arfinn eftirsótta. Vinirnir þurftu líka að fara á námskeið í því hvernig umgangast ætti konungborið fólk því til stóð að heimsækja konungshjónin á Spáni í næstu heimsókn til Madrid. Sú heimsókn átti sér stað í fyrra, en þá aflýstu konungshjónin heimsókninni í konungshöllina á síðustu stundu. Alejandro var niðurbrotinn og lofaði því að bæta vinum sínum þetta upp. Grunsemdir vakna Þegar hér var komið sögu fór Kelly, David og vini þeirra að gruna að ekki væri allt með felldu, dálítið seint að vísu því þá þegar höfðu þau lánað mæðginunum himinháar fjárhæðir. Þegar þessir auðtrúa lögfræðingar fóru loks að kanna málin á Spáni komust þeir að því að ekkert mál væri í gangi fyrir spænskum dómstólum og enginn hertogi af Cardona væri til né hefði nokkurn tímann verið til. Mæðginin fundu greinilega að snaran um háls þeirra væri farin að herðast og einn góðan veðurdag voru þau horfin, rétt eins og jörðin hefði gleypt þau. Síðan þá, í tæpt ár, hefur ekkert til þeirra spurst, þrátt fyrir að fjölmiðlar í Kólumbíu hafi fjallað um málið í löngu máli og ítarlegum hlaðvörpum. Eftir sitja 18 manns sem alls létu stela af sér andvirði tæplega 36 milljóna íslenskra króna. Og það eru miklir peningar í Kólumbíu. Kólumbía Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Kelly Córdoba er lögfræðingur sem hafði kennt við lagadeild háskólans í Medellín í Kólumbíu í 14 ár, þegar Alejandro Estrada, þá 25 ára, stöðvaði hana á göngum háskólans og sagðist þurfa á lagalegri aðstoð hennar að halda. Hann var í fylgd móður sinnar Olgu Cardona. Sagðist vera spænskur hertogi Kelly hóaði í eiginmann sinn Andrés, sem einnig var lögfræðingur og ári síðar voru fjórmenningarnir orðnir perluvinir. Kelly leið nánast eins og nemandi hennar væri sonur hennar. Dag nokkurn komu lögfræðihjónin Kelly og Andrés í afmælisboð hjá Alejandro og þá ákváðu mæðginin að treysta þeim fyrir stóru leyndarmáli: Alejandro var barnabarn Venancio Cardona, hertogans af Cardona á Spáni. Hertoginn hafði nýlega ánafnað þessu eina barnabarni sínu allan sinn auð og eignir, með þeim skilyrðum þó að Alejandro gæti sýnt fram á að hann væri fjárhagslega sjálfstæður, gæti rekið eigið fyrirtæki skammlaust og ætti traustan og stöndugan vinahóp. Kelly og Andrés ákváðu að hjálpa honum að mæta þessum markmiðum og lánuðu honum andvirði rúmlega 600.000 íslenskra króna. Lofuðu heimboði til spænsku konungshjónanna Fyrir tveimur árum þurftu Alejandro og móðir hans að fara til Spánar og leysa ýmis vandamál fyrir dómstólum þar. Þá voru margir farnir að aðstoða þau við að ná í arfinn eftirsótta. Vinirnir þurftu líka að fara á námskeið í því hvernig umgangast ætti konungborið fólk því til stóð að heimsækja konungshjónin á Spáni í næstu heimsókn til Madrid. Sú heimsókn átti sér stað í fyrra, en þá aflýstu konungshjónin heimsókninni í konungshöllina á síðustu stundu. Alejandro var niðurbrotinn og lofaði því að bæta vinum sínum þetta upp. Grunsemdir vakna Þegar hér var komið sögu fór Kelly, David og vini þeirra að gruna að ekki væri allt með felldu, dálítið seint að vísu því þá þegar höfðu þau lánað mæðginunum himinháar fjárhæðir. Þegar þessir auðtrúa lögfræðingar fóru loks að kanna málin á Spáni komust þeir að því að ekkert mál væri í gangi fyrir spænskum dómstólum og enginn hertogi af Cardona væri til né hefði nokkurn tímann verið til. Mæðginin fundu greinilega að snaran um háls þeirra væri farin að herðast og einn góðan veðurdag voru þau horfin, rétt eins og jörðin hefði gleypt þau. Síðan þá, í tæpt ár, hefur ekkert til þeirra spurst, þrátt fyrir að fjölmiðlar í Kólumbíu hafi fjallað um málið í löngu máli og ítarlegum hlaðvörpum. Eftir sitja 18 manns sem alls létu stela af sér andvirði tæplega 36 milljóna íslenskra króna. Og það eru miklir peningar í Kólumbíu.
Kólumbía Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira