Nef Zlatan til sölu fyrir tæpar 15 milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 10:30 Zlatan Ibrahimovic í leik með AC Milan. Vísir/Getty Nefið af styttunni sem gerð var af Zlatan Ibrahimovic virðist vera til sölu en hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum það til kaups á síðustu dögum. Zlatan Ibrahimovic á að baki glæstan feril í Evrópufótboltanum síðustu tvo áratugina en hann gekk til liðs við Ajax árið 2001 frá Malmö FF og hefur síðan þá leikið með liðum eins og Juventus, Barcelona, Manchester United og PSG og unnið meistaratitla í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Lengi vel var Zlatan goðsögn hjá heimaliði sínu Malmö FF og þegar sænska knattspyrnusambandið ákvað að búin yrði til stytta af Zlatan, í tilefni þess að hann var orðinn markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi, þá varð fyrir valinu að koma henni fyrir utan heimavöll Malmö FF. Styttan var alls 2,7 metrar á hæð og 500 kíló en styttan en hún var gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu. Hún var sett upp í október 2019 að viðstöddu fjölmenni og að sjálfsögðu mætti Zlatan sjálfur á svæðið. Í nóvember 2019 fékk Ibrahimovic hins vegar stuðningsmenn Malmö FF upp á móti sér. Þá var tilkynnt að hann hefði keypt hlut í Hammarby sem eru mótherjar Malmö í sænsku deildinni. Skemmdarverk voru unnin á styttunni, nefið sagað af henni og hún felld. Styttan var á endanum fjarlægð og hefur ekki verið sett upp á nýjan leik þó rætt hafi verið um að það standi til. Nú er nef upprunalegu styttunnar hins vegar til sölu. Hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum aðilum það til kaups fyrir 1,1 milljón sænskra króna sem gera tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Tilboð hefur verið sent í tölvupósti til Janne Grönholm, sem er formaður umhverfisnefndar Malmöborgar, borgarstjóra Mílanó, Guiseppe Sala, og nokkurra blaðamanna. Nefið var sagað af styttunni þegar hún var sett upp.Vísir/EPA Í viðhengi var mynd af nefinu en bréfið er skrifað á ensku. Ekki er ljóst hverjir standa að baki hópnum en Sydsvenskan greinir frá málinu. Styttan er nú geymd á leynilegum stað en „The Noze Club“ segist vita hvar hún sé og muni halda skemmdarverkum áfram verði hún sett upp á nýjan leik. Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Zlatan Ibrahimovic á að baki glæstan feril í Evrópufótboltanum síðustu tvo áratugina en hann gekk til liðs við Ajax árið 2001 frá Malmö FF og hefur síðan þá leikið með liðum eins og Juventus, Barcelona, Manchester United og PSG og unnið meistaratitla í Hollandi, Ítalíu, Spáni og Frakklandi. Lengi vel var Zlatan goðsögn hjá heimaliði sínu Malmö FF og þegar sænska knattspyrnusambandið ákvað að búin yrði til stytta af Zlatan, í tilefni þess að hann var orðinn markahæsti leikmaður sænska landsliðsins frá upphafi, þá varð fyrir valinu að koma henni fyrir utan heimavöll Malmö FF. Styttan var alls 2,7 metrar á hæð og 500 kíló en styttan en hún var gjöf frá sænska knattspyrnusambandinu. Hún var sett upp í október 2019 að viðstöddu fjölmenni og að sjálfsögðu mætti Zlatan sjálfur á svæðið. Í nóvember 2019 fékk Ibrahimovic hins vegar stuðningsmenn Malmö FF upp á móti sér. Þá var tilkynnt að hann hefði keypt hlut í Hammarby sem eru mótherjar Malmö í sænsku deildinni. Skemmdarverk voru unnin á styttunni, nefið sagað af henni og hún felld. Styttan var á endanum fjarlægð og hefur ekki verið sett upp á nýjan leik þó rætt hafi verið um að það standi til. Nú er nef upprunalegu styttunnar hins vegar til sölu. Hópur sem kallar sig „The Noze Club“ hefur boðið ýmsum aðilum það til kaups fyrir 1,1 milljón sænskra króna sem gera tæplega 15 milljónir íslenskra króna. Tilboð hefur verið sent í tölvupósti til Janne Grönholm, sem er formaður umhverfisnefndar Malmöborgar, borgarstjóra Mílanó, Guiseppe Sala, og nokkurra blaðamanna. Nefið var sagað af styttunni þegar hún var sett upp.Vísir/EPA Í viðhengi var mynd af nefinu en bréfið er skrifað á ensku. Ekki er ljóst hverjir standa að baki hópnum en Sydsvenskan greinir frá málinu. Styttan er nú geymd á leynilegum stað en „The Noze Club“ segist vita hvar hún sé og muni halda skemmdarverkum áfram verði hún sett upp á nýjan leik.
Sænski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Fótbolti Fleiri fréttir Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira