Hatarinn Klemens sýnir á sér mjúkar hliðar Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 25. apríl 2023 09:00 Klemens Hannigan var að senda frá sér nýtt lag og tónlistarmyndband. Adam Thor Murtomaa Tónlistar- og gjörningalistamaðurinn Klemens Hannigan var að senda frá sér sitt fyrsta lag undir eigin nafni. Lagið ber heitið Never Loved Someone So Much en því fylgir einnig splunkunýtt tónlistarmyndband sem er frumsýnt hér í pistlinum. Í spilaranum fyrir neðan má sjá tónlistarmyndbandið. Leikstjórar eru Klemens sjálfur og Baldvin Vernharðsson. Klippa: Klemens Hannigan - Never Loved Someone So Much Klemens er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í margmiðlunar- og fjöllistahópnum HATARA, sem tók eftirminnilega þátt í Eurovision söngvakeppninni árið 2019, en Klemens hefur legið undir feldi við lagasmíðar undanfarin misseri. Byrjaði á klisjulegum og einlægum ástarlögum „Ég hef verið að semja tónlist síðan að ég var þrettán ára. Fyrst um sinn voru það klisjuleg og einlæg ástarlög til stelpnanna í bekknum mínum, sem síðan þróaðist út í að spila indie rock með hljómsveitinni Kjurr. Hatari fæddist einhverju síðar og hefur mestöll tónlistarorkan farið þangað síðustu ár. En meðfram því að semja dómsdagstónlist hef ég verið að gæla við mitt eigið, persónulega verkefni, sem er þessi plata sem er væntanleg. Leifur Björnsson og Howie B gengu snemma inn í ferlið, og hefur þeirra framlag við sköpun og mótun plötunnar verið ómetanlegt,“ segir Klemens og bætir við: „Það má því segja að hún hafi blundað í mér í að verða fimmtán ár. Ég hef alltaf ætlað mér að gefa út tónlist undir mínu nafni, og nú er komið að því. Ég sný mér aftur að mýktinni með þessu lagi og væntanlegri plötu og ég bíð spenntur eftir að sýna heiminum hvað vinir mínir og ég höfum verið að skapa.“ View this post on Instagram A post shared by Klemens Hannigan (@klemenshannigan) Gítardrifið popplag Í fréttatilkynningu kemur meðal annars fram að upprunalega hugmyndin að laginu hafi verið gítardrifið popplag. „Í félagi við samstarfsmenn sína Howie B og Leif Bjornsson dró Klemens fram kjarna lagsins, með hefðbundinni hljóðfæraskipan og látlausri útsetningu, á annan hátt en hlustendur hafa vanist frá Hatara. Ennfremur setur lagið tóninn fyrir það sem koma skal á nýrri breiðskífu sem þríeykið er með í vinnslu en hér kveður við nýjan tón í lagasmíðum, þar sem hjartað og tilfinninganæmi ráða för. Sigtryggur Baldursson, trymbill Sykurmolanna og fleiri sveita, keyrir lagið áfram af sinni alkunnu snilld, og lagið líður áfram, taktfast og grípandi popplag, sem mun ekki skilja neina tilfinningaveru eftir ósnortna,“ segir í tilkynningunni. Klemens er fjölhæfur listamaður og útskrifaðist meðal annars úr myndlist frá LHÍ. Skúlptúrinn í bakgrunni er eftir hann. Vísir/Vilhelm Íklæddur ólíkum skúlptúrum Klemens leggur hjarta sitt á borð í texta lagsins þar sem hann nálgast erfiðar tilfinningar sem fylgja oft ástinni. „Þetta er stálheiðarleg ástarballaða klædd í sjóðandi heitum popp búning, eins og kótiletta á grillinu eða vönduð smíði í fínasta stofuskenk.“ Myndbandi lagsins var sem áður segir leikstýrt af Baldvin Vernharðssyni ásamt Klemens en þeir hafa áður starfað saman að fjölda verkefna. Í myndbandinu sést Klemens íklæddur skúlptúrum sem eru mismunandi í laginu, en vísa allir hver á sinn hátt í ólíkar tilfinningar. View this post on Instagram A post shared by Klemens Hannigan (@klemenshannigan) Sem áður segir vinnur Klemens nú að nýrri breiðskífu sem mun líta dagsins ljós á næstu misserum. „Breiðskífan er brotthvarf frá nýhílískri kaldhæðni HATARA, og kveður við mun einlægari tón. Hljóðheimurinn er organískur og rafskotinn, og lagasmíðar og textagerð á mun persónulegri nótum en áður hefur heyrst frá Klemens,“ segir einnig í fréttatilkynningunni. Hér má hlusta á Klemens á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Tengdar fréttir KÚNST: Innsýn í framtíðarheim listarinnar Í þessum áttunda og jafnframt lokaþætti af Kúnst þar til í haust heimsóttum við útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Sýningin bar titilinn Verandi vera og var sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 21. til 29. maí. 9. júní 2022 06:55 „Dansið eða lútið oki kúgarans“ Andkapítalíska verðlaunasveitin Hatari var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Dansið eða deyið. Myndbandið er framleitt af Svikamyllu ehf og hér sameinast ýmis listform í angist, þar sem áhorfendur fá valmöguleika á að dansa eða lúta oki kúgarans. 5. september 2022 10:01 Hvetja áheyrendur til að snúa bökum saman og dansa dátt Hljómsveitin Hatari sendi frá sér nýtt lag síðastliðinn föstudag. Lagið ber titilinn Dansið eða deyið en áheyrendur eru þar úthrópaðir sem gengilbeinur ræningja en um leið hvattir til að snúa bökum saman og dansa dátt. 4. júlí 2022 12:31 Eurovision-myndin um Hatara aftur í bíósal A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðlegri styrktarsýningu í Bíó Paradís um helgina. 29. október 2021 09:32 Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. 10. júní 2021 10:23 Vinsælustu íslensku Eurovision lögin á Google Auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman vinsælustu Eurovision-lög okkar Íslendinga ef miðað er við leitarsíðuna Google. 18. maí 2021 13:31 „Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“ Í grein á vefsíðu sænska ríkisútvarpsins er fjallað um heimildarmyndina A Song Called Hate sem fjallar um för Hatara í Eurovision-keppnina árið 2019 í Tel Aviv. 3. febrúar 2021 11:31 Lýstu augnablikinu þegar fánarnir voru dregnir upp Meðlimir Hatara höfðu óljósa hugmynd um það hvernig þeir ætluðu sér að framkvæma gjörninginn fræga í Eurovison í Ísrael um liðna helgi þegar drógu upp borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu. 21. maí 2019 21:08 Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í spilaranum fyrir neðan má sjá tónlistarmyndbandið. Leikstjórar eru Klemens sjálfur og Baldvin Vernharðsson. Klippa: Klemens Hannigan - Never Loved Someone So Much Klemens er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í margmiðlunar- og fjöllistahópnum HATARA, sem tók eftirminnilega þátt í Eurovision söngvakeppninni árið 2019, en Klemens hefur legið undir feldi við lagasmíðar undanfarin misseri. Byrjaði á klisjulegum og einlægum ástarlögum „Ég hef verið að semja tónlist síðan að ég var þrettán ára. Fyrst um sinn voru það klisjuleg og einlæg ástarlög til stelpnanna í bekknum mínum, sem síðan þróaðist út í að spila indie rock með hljómsveitinni Kjurr. Hatari fæddist einhverju síðar og hefur mestöll tónlistarorkan farið þangað síðustu ár. En meðfram því að semja dómsdagstónlist hef ég verið að gæla við mitt eigið, persónulega verkefni, sem er þessi plata sem er væntanleg. Leifur Björnsson og Howie B gengu snemma inn í ferlið, og hefur þeirra framlag við sköpun og mótun plötunnar verið ómetanlegt,“ segir Klemens og bætir við: „Það má því segja að hún hafi blundað í mér í að verða fimmtán ár. Ég hef alltaf ætlað mér að gefa út tónlist undir mínu nafni, og nú er komið að því. Ég sný mér aftur að mýktinni með þessu lagi og væntanlegri plötu og ég bíð spenntur eftir að sýna heiminum hvað vinir mínir og ég höfum verið að skapa.“ View this post on Instagram A post shared by Klemens Hannigan (@klemenshannigan) Gítardrifið popplag Í fréttatilkynningu kemur meðal annars fram að upprunalega hugmyndin að laginu hafi verið gítardrifið popplag. „Í félagi við samstarfsmenn sína Howie B og Leif Bjornsson dró Klemens fram kjarna lagsins, með hefðbundinni hljóðfæraskipan og látlausri útsetningu, á annan hátt en hlustendur hafa vanist frá Hatara. Ennfremur setur lagið tóninn fyrir það sem koma skal á nýrri breiðskífu sem þríeykið er með í vinnslu en hér kveður við nýjan tón í lagasmíðum, þar sem hjartað og tilfinninganæmi ráða för. Sigtryggur Baldursson, trymbill Sykurmolanna og fleiri sveita, keyrir lagið áfram af sinni alkunnu snilld, og lagið líður áfram, taktfast og grípandi popplag, sem mun ekki skilja neina tilfinningaveru eftir ósnortna,“ segir í tilkynningunni. Klemens er fjölhæfur listamaður og útskrifaðist meðal annars úr myndlist frá LHÍ. Skúlptúrinn í bakgrunni er eftir hann. Vísir/Vilhelm Íklæddur ólíkum skúlptúrum Klemens leggur hjarta sitt á borð í texta lagsins þar sem hann nálgast erfiðar tilfinningar sem fylgja oft ástinni. „Þetta er stálheiðarleg ástarballaða klædd í sjóðandi heitum popp búning, eins og kótiletta á grillinu eða vönduð smíði í fínasta stofuskenk.“ Myndbandi lagsins var sem áður segir leikstýrt af Baldvin Vernharðssyni ásamt Klemens en þeir hafa áður starfað saman að fjölda verkefna. Í myndbandinu sést Klemens íklæddur skúlptúrum sem eru mismunandi í laginu, en vísa allir hver á sinn hátt í ólíkar tilfinningar. View this post on Instagram A post shared by Klemens Hannigan (@klemenshannigan) Sem áður segir vinnur Klemens nú að nýrri breiðskífu sem mun líta dagsins ljós á næstu misserum. „Breiðskífan er brotthvarf frá nýhílískri kaldhæðni HATARA, og kveður við mun einlægari tón. Hljóðheimurinn er organískur og rafskotinn, og lagasmíðar og textagerð á mun persónulegri nótum en áður hefur heyrst frá Klemens,“ segir einnig í fréttatilkynningunni. Hér má hlusta á Klemens á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Tengdar fréttir KÚNST: Innsýn í framtíðarheim listarinnar Í þessum áttunda og jafnframt lokaþætti af Kúnst þar til í haust heimsóttum við útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Sýningin bar titilinn Verandi vera og var sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 21. til 29. maí. 9. júní 2022 06:55 „Dansið eða lútið oki kúgarans“ Andkapítalíska verðlaunasveitin Hatari var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Dansið eða deyið. Myndbandið er framleitt af Svikamyllu ehf og hér sameinast ýmis listform í angist, þar sem áhorfendur fá valmöguleika á að dansa eða lúta oki kúgarans. 5. september 2022 10:01 Hvetja áheyrendur til að snúa bökum saman og dansa dátt Hljómsveitin Hatari sendi frá sér nýtt lag síðastliðinn föstudag. Lagið ber titilinn Dansið eða deyið en áheyrendur eru þar úthrópaðir sem gengilbeinur ræningja en um leið hvattir til að snúa bökum saman og dansa dátt. 4. júlí 2022 12:31 Eurovision-myndin um Hatara aftur í bíósal A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðlegri styrktarsýningu í Bíó Paradís um helgina. 29. október 2021 09:32 Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. 10. júní 2021 10:23 Vinsælustu íslensku Eurovision lögin á Google Auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman vinsælustu Eurovision-lög okkar Íslendinga ef miðað er við leitarsíðuna Google. 18. maí 2021 13:31 „Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“ Í grein á vefsíðu sænska ríkisútvarpsins er fjallað um heimildarmyndina A Song Called Hate sem fjallar um för Hatara í Eurovision-keppnina árið 2019 í Tel Aviv. 3. febrúar 2021 11:31 Lýstu augnablikinu þegar fánarnir voru dregnir upp Meðlimir Hatara höfðu óljósa hugmynd um það hvernig þeir ætluðu sér að framkvæma gjörninginn fræga í Eurovison í Ísrael um liðna helgi þegar drógu upp borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu. 21. maí 2019 21:08 Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
KÚNST: Innsýn í framtíðarheim listarinnar Í þessum áttunda og jafnframt lokaþætti af Kúnst þar til í haust heimsóttum við útskriftarsýningu myndlistar- og hönnunarnema við Listaháskóla Íslands. Sýningin bar titilinn Verandi vera og var sýnd á Kjarvalsstöðum dagana 21. til 29. maí. 9. júní 2022 06:55
„Dansið eða lútið oki kúgarans“ Andkapítalíska verðlaunasveitin Hatari var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Dansið eða deyið. Myndbandið er framleitt af Svikamyllu ehf og hér sameinast ýmis listform í angist, þar sem áhorfendur fá valmöguleika á að dansa eða lúta oki kúgarans. 5. september 2022 10:01
Hvetja áheyrendur til að snúa bökum saman og dansa dátt Hljómsveitin Hatari sendi frá sér nýtt lag síðastliðinn föstudag. Lagið ber titilinn Dansið eða deyið en áheyrendur eru þar úthrópaðir sem gengilbeinur ræningja en um leið hvattir til að snúa bökum saman og dansa dátt. 4. júlí 2022 12:31
Eurovision-myndin um Hatara aftur í bíósal A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðlegri styrktarsýningu í Bíó Paradís um helgina. 29. október 2021 09:32
Hatrið sigraði á norskri kvikmyndahátíð Heimildarmyndin A Song called Hate bar sigur úr býtum á norsku kvikmyndahátíðinni Oslo Grand Pix sem fór fram um helgina. Myndin sigraði í flokknum besta norræna heimildarmyndin. 10. júní 2021 10:23
Vinsælustu íslensku Eurovision lögin á Google Auglýsingastofan Sahara hefur tekið saman vinsælustu Eurovision-lög okkar Íslendinga ef miðað er við leitarsíðuna Google. 18. maí 2021 13:31
„Þau þorðu að taka afstöðu í Eurovision-deilunni“ Í grein á vefsíðu sænska ríkisútvarpsins er fjallað um heimildarmyndina A Song Called Hate sem fjallar um för Hatara í Eurovision-keppnina árið 2019 í Tel Aviv. 3. febrúar 2021 11:31
Lýstu augnablikinu þegar fánarnir voru dregnir upp Meðlimir Hatara höfðu óljósa hugmynd um það hvernig þeir ætluðu sér að framkvæma gjörninginn fræga í Eurovison í Ísrael um liðna helgi þegar drógu upp borða með palestínska fánanum í beinni útsendingu. 21. maí 2019 21:08
Einlægt viðtal við Matthías og Klemens: „Um leið og við gerum þetta, þá stígum við inn í óvissuna“ Drengirnir í Hatara ræða um keppnina og framhaldið við Kolbein Tuma í skemmtilegu viðtali. 19. maí 2019 17:37