Bónusgrísinn reiður kortafyrirtækjum Árni Sæberg skrifar 17. apríl 2023 18:04 Bónusgrísinn er ekki sáttur með kortafyrirtæki landsins. Vísir/Grafík „Kortafyrirtækin klúðruðu uppfærslu á sínum kerfum og því hafa margir lent í röngum færslum,“ segir í færslu á Facebooksíðu verslunarkeðjunnar Bónus. Með færslunni fylgir mynd af Bónusgrísnum fræga, sem er heldur reiður á svip. Margir korthafar greiðslukorta Mastercard ráku upp stór augu í morgun þegar kortafærslur, sem voru miklum mun hærri eða lægri en þær áttu að vera, birtust á yfirlitum þeirra. Dæmi eru um að fólk hafi að eytt þremur milljónum króna í ÁTVR eða fengið heila máltíð á aðeins 57 krónur. „Vegna breytinga sem gerðar voru hjá alþjóðlegu kortasamtökunum um helgina þar sem aukastafir íslensku krónunnar voru fjarlægðir birtist hluti þeirra færslna sem gerðar voru hjá íslenskum söluaðilum með Mastercard korti rangar núna í morgun. Leiðrétting hefur þegar verið send til Mastercard og staða hjá korthöfum verður leiðrétt sem fyrst“ segir í tilkynningu Rapyd (áður Valitor) um málið í dag. Þá eru það ekki aðeins neytendur sem hafa fundið fyrir óþægindum í dag enda hafa kaupmenn ekki farið varhluta af þeim. Þannig segir í tilkynningu á Facebooksíðu Bónus að mikið álag hafi verið á starfsfólki verslana keðjunnar „útaf þessu klúðri.“ Bónus biðst velvirðingar og bendir viðskiptavinum sínum á að hafa samband við sinn viðskiptabanka eða hringja í neyðarnúmer á greiðslukortum, vakni einhverjar spurningar. „Það er ástæða fyrir reiða grísnum,“ segir sá sem stýrir Facebooksíðu Bónus í athugasemd við færsluna. Greiðslumiðlun Neytendur Verslun Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Margir korthafar greiðslukorta Mastercard ráku upp stór augu í morgun þegar kortafærslur, sem voru miklum mun hærri eða lægri en þær áttu að vera, birtust á yfirlitum þeirra. Dæmi eru um að fólk hafi að eytt þremur milljónum króna í ÁTVR eða fengið heila máltíð á aðeins 57 krónur. „Vegna breytinga sem gerðar voru hjá alþjóðlegu kortasamtökunum um helgina þar sem aukastafir íslensku krónunnar voru fjarlægðir birtist hluti þeirra færslna sem gerðar voru hjá íslenskum söluaðilum með Mastercard korti rangar núna í morgun. Leiðrétting hefur þegar verið send til Mastercard og staða hjá korthöfum verður leiðrétt sem fyrst“ segir í tilkynningu Rapyd (áður Valitor) um málið í dag. Þá eru það ekki aðeins neytendur sem hafa fundið fyrir óþægindum í dag enda hafa kaupmenn ekki farið varhluta af þeim. Þannig segir í tilkynningu á Facebooksíðu Bónus að mikið álag hafi verið á starfsfólki verslana keðjunnar „útaf þessu klúðri.“ Bónus biðst velvirðingar og bendir viðskiptavinum sínum á að hafa samband við sinn viðskiptabanka eða hringja í neyðarnúmer á greiðslukortum, vakni einhverjar spurningar. „Það er ástæða fyrir reiða grísnum,“ segir sá sem stýrir Facebooksíðu Bónus í athugasemd við færsluna.
Greiðslumiðlun Neytendur Verslun Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira