Óttuðust að eitrað yrði fyrir þeim Valur Páll Eiríksson skrifar 18. apríl 2023 11:00 Ruud Gullit og Diego Maradona takast á. Getty/Allsport UK /Allsport Undanúrslitaeinvígi AC Milan og Napoli minnir um margt á harða baráttu liðanna á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Ruud Gullit rifjar upp ferðalag AC Milan til Napoli er liðin kepptust um ítalska meistaratitilinn við Diego Maradona og félaga. AC Milan vann fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í síðustu viku, 1-0, og fer því með nauma forystu til Napoli í kvöld. Leikur kvöldsins verður sá þriðji hjá liðunum í þessum mánuði en AC Milan vann magnaðan 4-0 sigur á Napoli, sem leiðir ítölsku deildina, í deildarleik fyrr í apríl. Ítalskir miðlar segja þetta minna á harða baráttu liðanna fyrir rúmum þremur áratugum þegar þau kepptu um ítalska titilinn ár eftir ár. Ruud Gullit rifjaði upp ferðalag AC-manna til Napoli í maí 1988 í heimildamynd um þjálfara liðsins Arrigo Sacchi. Ítalski meistaratitillinn var undir í þeim leik. „Ég man vel eftir því að við flugum með tveimur einkaflugvélum til Napoli og ég skildi ekki af hverju. Það var algjört ófremdarástand þegar við mættum á hótelið, við vorum á efstu hæð og það var mannhaf fyrir neðan okkur sem öskraði hástöfum að okkur,“ segir Gullit. „Þá áttaði ég mig á því að aukaflugvélin var full af öryggisgæslumönnum, þar sem enginn í Napoli mátti snerta matinn okkar. Það var töluverð hræðsla um að þeir myndu setja eitthvað í matinn, svo við vorum einir á efstu hæðinni og enginn mátti koma þar upp. Kokkurinn okkar, Michele, eldaði matinn og öryggisgæslumennirnir færðu okkur matinn,“ „Aðdáendur Napoli öskruðu fyrir utan hótelið okkar alla nóttina til að halda fyrir okkur vöku. Þá var liðsrútan okkar grýtt á leikdag, þetta var mikið ævintýri, ég trúði þessu varla,“ segir Gullit. AC Milan vann þann leik 3-2 og vann ítalska meistaratitilinn árið 1988. Leikmenn AC Milan mættu til Napoli í gær og líklegt þykir að svipuð læti hafi fylgt við þeirra hótel í nótt. Flugeldar eru þó vinsælli til slíks þessi dægrin. Þá er ólíklegt að álíka öryggisgæslu þurfi vegna matseldar fyrir leikmenn liðsins þessa dagana. Napoli og AC Milan mætast í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefja Kjartan Atli Kjartansson og félagar upphitun klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
AC Milan vann fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í Mílanó í síðustu viku, 1-0, og fer því með nauma forystu til Napoli í kvöld. Leikur kvöldsins verður sá þriðji hjá liðunum í þessum mánuði en AC Milan vann magnaðan 4-0 sigur á Napoli, sem leiðir ítölsku deildina, í deildarleik fyrr í apríl. Ítalskir miðlar segja þetta minna á harða baráttu liðanna fyrir rúmum þremur áratugum þegar þau kepptu um ítalska titilinn ár eftir ár. Ruud Gullit rifjaði upp ferðalag AC-manna til Napoli í maí 1988 í heimildamynd um þjálfara liðsins Arrigo Sacchi. Ítalski meistaratitillinn var undir í þeim leik. „Ég man vel eftir því að við flugum með tveimur einkaflugvélum til Napoli og ég skildi ekki af hverju. Það var algjört ófremdarástand þegar við mættum á hótelið, við vorum á efstu hæð og það var mannhaf fyrir neðan okkur sem öskraði hástöfum að okkur,“ segir Gullit. „Þá áttaði ég mig á því að aukaflugvélin var full af öryggisgæslumönnum, þar sem enginn í Napoli mátti snerta matinn okkar. Það var töluverð hræðsla um að þeir myndu setja eitthvað í matinn, svo við vorum einir á efstu hæðinni og enginn mátti koma þar upp. Kokkurinn okkar, Michele, eldaði matinn og öryggisgæslumennirnir færðu okkur matinn,“ „Aðdáendur Napoli öskruðu fyrir utan hótelið okkar alla nóttina til að halda fyrir okkur vöku. Þá var liðsrútan okkar grýtt á leikdag, þetta var mikið ævintýri, ég trúði þessu varla,“ segir Gullit. AC Milan vann þann leik 3-2 og vann ítalska meistaratitilinn árið 1988. Leikmenn AC Milan mættu til Napoli í gær og líklegt þykir að svipuð læti hafi fylgt við þeirra hótel í nótt. Flugeldar eru þó vinsælli til slíks þessi dægrin. Þá er ólíklegt að álíka öryggisgæslu þurfi vegna matseldar fyrir leikmenn liðsins þessa dagana. Napoli og AC Milan mætast í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefja Kjartan Atli Kjartansson og félagar upphitun klukkan 18:30. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira