„Þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum“ Kári Mímisson skrifar 18. apríl 2023 21:19 Gunnar Steinn Jónsson stendur vörnina í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega svekktur eftir að lið hans féll úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir fjögurra marka tap gegn ÍBV. „Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við spilum frábæran fyrri hálfleik en einhvern veginn náum við ekki að fylgja því eftir hér í seinni hálfleiknum. Við áttum í erfiðleikum með þeirra fimm einn vörn. Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við erum búnir að koma okkur í svona góð færi í vetur, bæði í deild og bikar en svo klúðrum við þeim,“ sagði Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap liðsins gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Liðið spilaði mjög vel framan af leiknum en svo í seinni hálfleiknum þá tóku Eyjamenn yfir leikinn og kláruðu hann nokkuð sannfærandi. Var bensínið alveg búið? „Þú getur ekki verið með þannig afsakanir í svona leikjum. Ég er drullu svekktur út í sjálfan mig. Ég er einhver farþegi í úrslitaleik og á að taka miklu meiri ábyrgð. Þetta einhvern veginn dettur þeirra megin. Þeir fara að skora úr öllum færum og við förum að hika. Handbolti er svona leikur.“ Stjarnan fékk líkt og í fyrri leiknum rautt spjald afar snemma í leiknum þegar dómarar leiksins ráku Starra Friðriksson út af þegar það voru ekki búnar nema fimm mínútur af leiknum. Gunnar segist ekki vera sáttur með þessar ákvarðanir hjá dómurunum. „Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum. Þetta er í úrslitakeppni og það eru fimm mínútur búnar. Það er enginn að biðja um rauð spjöld hérna. Gefið bara tvær mínútur og allir sáttir. Þetta eru ekki það gróf brot. Leiðinlegt að sjá ÍBV menn liggjandi í gólfinu. Það er asnalegt að segja þetta eftir tapleik en þeir eru alltaf komnir inn á eftir eina mínútu. Mér finnst þetta vera lélegar ákvarðanir hjá dómurunum, ég verð bara að segja það og þó að það sé asnalegt eftir svona tapleik.“ Gunnar Steinn er einn af reyndustu leikmönnum deildarinnar. Nú þegar samningur hans er liðinn þá spyrja sig eflaust margir hvort að Gunnar muni snúa aftur á næsta ári? „Ég ætla að hugsa mín mál. Það er of snemmt að segja hvað verður. Ég er ekki með samning og ætla bara aðeins að íhuga hvað ég geri á næsta ári. Leyfið mér að taka nokkrar vikur og ég ætla að hugsa minn gang.“ Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir „Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14 Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
„Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við spilum frábæran fyrri hálfleik en einhvern veginn náum við ekki að fylgja því eftir hér í seinni hálfleiknum. Við áttum í erfiðleikum með þeirra fimm einn vörn. Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við erum búnir að koma okkur í svona góð færi í vetur, bæði í deild og bikar en svo klúðrum við þeim,“ sagði Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap liðsins gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Liðið spilaði mjög vel framan af leiknum en svo í seinni hálfleiknum þá tóku Eyjamenn yfir leikinn og kláruðu hann nokkuð sannfærandi. Var bensínið alveg búið? „Þú getur ekki verið með þannig afsakanir í svona leikjum. Ég er drullu svekktur út í sjálfan mig. Ég er einhver farþegi í úrslitaleik og á að taka miklu meiri ábyrgð. Þetta einhvern veginn dettur þeirra megin. Þeir fara að skora úr öllum færum og við förum að hika. Handbolti er svona leikur.“ Stjarnan fékk líkt og í fyrri leiknum rautt spjald afar snemma í leiknum þegar dómarar leiksins ráku Starra Friðriksson út af þegar það voru ekki búnar nema fimm mínútur af leiknum. Gunnar segist ekki vera sáttur með þessar ákvarðanir hjá dómurunum. „Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum. Þetta er í úrslitakeppni og það eru fimm mínútur búnar. Það er enginn að biðja um rauð spjöld hérna. Gefið bara tvær mínútur og allir sáttir. Þetta eru ekki það gróf brot. Leiðinlegt að sjá ÍBV menn liggjandi í gólfinu. Það er asnalegt að segja þetta eftir tapleik en þeir eru alltaf komnir inn á eftir eina mínútu. Mér finnst þetta vera lélegar ákvarðanir hjá dómurunum, ég verð bara að segja það og þó að það sé asnalegt eftir svona tapleik.“ Gunnar Steinn er einn af reyndustu leikmönnum deildarinnar. Nú þegar samningur hans er liðinn þá spyrja sig eflaust margir hvort að Gunnar muni snúa aftur á næsta ári? „Ég ætla að hugsa mín mál. Það er of snemmt að segja hvað verður. Ég er ekki með samning og ætla bara aðeins að íhuga hvað ég geri á næsta ári. Leyfið mér að taka nokkrar vikur og ég ætla að hugsa minn gang.“
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir „Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14 Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Danmörk - Ísland | Tekst strákunum að stöðva danska storminn? Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Sjá meira
„Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40