„Þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum“ Kári Mímisson skrifar 18. apríl 2023 21:19 Gunnar Steinn Jónsson stendur vörnina í leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, var eðlilega svekktur eftir að lið hans féll úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld eftir fjögurra marka tap gegn ÍBV. „Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við spilum frábæran fyrri hálfleik en einhvern veginn náum við ekki að fylgja því eftir hér í seinni hálfleiknum. Við áttum í erfiðleikum með þeirra fimm einn vörn. Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við erum búnir að koma okkur í svona góð færi í vetur, bæði í deild og bikar en svo klúðrum við þeim,“ sagði Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap liðsins gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Liðið spilaði mjög vel framan af leiknum en svo í seinni hálfleiknum þá tóku Eyjamenn yfir leikinn og kláruðu hann nokkuð sannfærandi. Var bensínið alveg búið? „Þú getur ekki verið með þannig afsakanir í svona leikjum. Ég er drullu svekktur út í sjálfan mig. Ég er einhver farþegi í úrslitaleik og á að taka miklu meiri ábyrgð. Þetta einhvern veginn dettur þeirra megin. Þeir fara að skora úr öllum færum og við förum að hika. Handbolti er svona leikur.“ Stjarnan fékk líkt og í fyrri leiknum rautt spjald afar snemma í leiknum þegar dómarar leiksins ráku Starra Friðriksson út af þegar það voru ekki búnar nema fimm mínútur af leiknum. Gunnar segist ekki vera sáttur með þessar ákvarðanir hjá dómurunum. „Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum. Þetta er í úrslitakeppni og það eru fimm mínútur búnar. Það er enginn að biðja um rauð spjöld hérna. Gefið bara tvær mínútur og allir sáttir. Þetta eru ekki það gróf brot. Leiðinlegt að sjá ÍBV menn liggjandi í gólfinu. Það er asnalegt að segja þetta eftir tapleik en þeir eru alltaf komnir inn á eftir eina mínútu. Mér finnst þetta vera lélegar ákvarðanir hjá dómurunum, ég verð bara að segja það og þó að það sé asnalegt eftir svona tapleik.“ Gunnar Steinn er einn af reyndustu leikmönnum deildarinnar. Nú þegar samningur hans er liðinn þá spyrja sig eflaust margir hvort að Gunnar muni snúa aftur á næsta ári? „Ég ætla að hugsa mín mál. Það er of snemmt að segja hvað verður. Ég er ekki með samning og ætla bara aðeins að íhuga hvað ég geri á næsta ári. Leyfið mér að taka nokkrar vikur og ég ætla að hugsa minn gang.“ Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir „Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14 Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Sjá meira
„Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við spilum frábæran fyrri hálfleik en einhvern veginn náum við ekki að fylgja því eftir hér í seinni hálfleiknum. Við áttum í erfiðleikum með þeirra fimm einn vörn. Þetta er bara ótrúlega sorglegt. Við erum búnir að koma okkur í svona góð færi í vetur, bæði í deild og bikar en svo klúðrum við þeim,“ sagði Gunnar Steinn Jónsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir tap liðsins gegn ÍBV í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta. Liðið spilaði mjög vel framan af leiknum en svo í seinni hálfleiknum þá tóku Eyjamenn yfir leikinn og kláruðu hann nokkuð sannfærandi. Var bensínið alveg búið? „Þú getur ekki verið með þannig afsakanir í svona leikjum. Ég er drullu svekktur út í sjálfan mig. Ég er einhver farþegi í úrslitaleik og á að taka miklu meiri ábyrgð. Þetta einhvern veginn dettur þeirra megin. Þeir fara að skora úr öllum færum og við förum að hika. Handbolti er svona leikur.“ Stjarnan fékk líkt og í fyrri leiknum rautt spjald afar snemma í leiknum þegar dómarar leiksins ráku Starra Friðriksson út af þegar það voru ekki búnar nema fimm mínútur af leiknum. Gunnar segist ekki vera sáttur með þessar ákvarðanir hjá dómurunum. „Ég er ekki búinn að sjá þetta en mér þykir þetta vera glórulausar ákvarðanir hjá dómurunum. Þetta er í úrslitakeppni og það eru fimm mínútur búnar. Það er enginn að biðja um rauð spjöld hérna. Gefið bara tvær mínútur og allir sáttir. Þetta eru ekki það gróf brot. Leiðinlegt að sjá ÍBV menn liggjandi í gólfinu. Það er asnalegt að segja þetta eftir tapleik en þeir eru alltaf komnir inn á eftir eina mínútu. Mér finnst þetta vera lélegar ákvarðanir hjá dómurunum, ég verð bara að segja það og þó að það sé asnalegt eftir svona tapleik.“ Gunnar Steinn er einn af reyndustu leikmönnum deildarinnar. Nú þegar samningur hans er liðinn þá spyrja sig eflaust margir hvort að Gunnar muni snúa aftur á næsta ári? „Ég ætla að hugsa mín mál. Það er of snemmt að segja hvað verður. Ég er ekki með samning og ætla bara aðeins að íhuga hvað ég geri á næsta ári. Leyfið mér að taka nokkrar vikur og ég ætla að hugsa minn gang.“
Olís-deild karla Stjarnan ÍBV Tengdar fréttir „Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14 Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Í beinni: England - Andorra | Ætti að vera auðsóttur sigur enskra Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Sjá meira
„Get ekki verið neitt annað en sáttur með mína menn“ Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gat verið stoltur af sínum mönnum þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 18. apríl 2023 21:14
Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 23-27 | Eyjamenn snéru taflinu við og sendu Stjörnuna í sumarfrí ÍBV er á leið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir góðan fjögurra marka endurkomusigur gegn Stjörnunni í kvöld, 23-27. Eyjamenn voru fimm mörkum undir í hálfleik, en snéru taflinu við eftir hlé og eru því á leið í undanúrslit á kostnað Stjörnunnar annað árið í röð. 18. apríl 2023 19:40
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti