„Verðum að halda okkar standard“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. apríl 2023 22:45 Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Frank Lampard, bráðabirgðastjóri Chelsea, segir að liðið geti tekið margt jákvætt út úr einvígi sínu gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu þrátt fyrir að Lundúnaliðið sé nú úr leik. Chelsea mátti þola 2-0 tap á heimavelli gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid í kvöld, en Madrídingar unnu fyrri leikinn einnig 2-0 og einvígið því samanlagt 4-0. Þrátt fyrir það segir Lampard að sínir menn geti horft á marga jákvæða hluti eftir leik kvöldsins. „Já, klárlega. Við spiluðum virkilega vel í sextíu mínútur í kvöld. Við sköpuðum okkur færi, en við verðum að nýta þau,“ sagði Lampard í viðtali eftir leik. „Maður vill samt ekki hrósa frammistöðunni of mikið eftir tap á þessu stigi, en við erum búnir að bæta okkur mikið. Þessi klúbbur hefur farið lengra í þessari keppni og leikmennirnir geta tekið þessa tilfinningu með sér inn í framtíðina.“ Þrátt fyrir að Chelsea hafi skapað sér nokkur virkilega góð færi í leik kvöldsins tókst liðinu ekki að finna netmöskvana. Raunar hefur Chelsea gengið agalega að skora á tímabilinu og liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum. „Það er ekki það að leikmenn vilji það ekki eða reyni það ekki,“ sagði Lampard aðspurður út í það hvort markaskorun væri vandamál fyrir liðið og bætir við að þrátt fyrir að liðið hafi nánast ekki að neinu að keppa það sem eftir lifir tímabils verði leikmenn að halda sér á tánum. „Þú ert að spila fyrir Chelsea. Þannig að sama hvað þá þarftu að gefa allt sem þú átt í hvern einasta leik. Það er enginn að fara að komast undan því. Við verðum að halda okkar standard,“ sagði Lampard að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Chelsea mátti þola 2-0 tap á heimavelli gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid í kvöld, en Madrídingar unnu fyrri leikinn einnig 2-0 og einvígið því samanlagt 4-0. Þrátt fyrir það segir Lampard að sínir menn geti horft á marga jákvæða hluti eftir leik kvöldsins. „Já, klárlega. Við spiluðum virkilega vel í sextíu mínútur í kvöld. Við sköpuðum okkur færi, en við verðum að nýta þau,“ sagði Lampard í viðtali eftir leik. „Maður vill samt ekki hrósa frammistöðunni of mikið eftir tap á þessu stigi, en við erum búnir að bæta okkur mikið. Þessi klúbbur hefur farið lengra í þessari keppni og leikmennirnir geta tekið þessa tilfinningu með sér inn í framtíðina.“ Þrátt fyrir að Chelsea hafi skapað sér nokkur virkilega góð færi í leik kvöldsins tókst liðinu ekki að finna netmöskvana. Raunar hefur Chelsea gengið agalega að skora á tímabilinu og liðið hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum. „Það er ekki það að leikmenn vilji það ekki eða reyni það ekki,“ sagði Lampard aðspurður út í það hvort markaskorun væri vandamál fyrir liðið og bætir við að þrátt fyrir að liðið hafi nánast ekki að neinu að keppa það sem eftir lifir tímabils verði leikmenn að halda sér á tánum. „Þú ert að spila fyrir Chelsea. Þannig að sama hvað þá þarftu að gefa allt sem þú átt í hvern einasta leik. Það er enginn að fara að komast undan því. Við verðum að halda okkar standard,“ sagði Lampard að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Leik lokið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
Evrópumeistararnir í undanúrslit Evrópumeistarar Real Madrid eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir góðan 2-0 útisigur gegn Chelsea í kvöld. 18. apríl 2023 20:55