„Hefur þetta je ne sais quoi sem þú þarft til þess að vinna Eurovision“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. apríl 2023 22:21 Íslenskir ofuraðdáendur Eurovision hafa mesta trú á finnska rapparanum Käärijä og telja hann munu bera sigur úr býtum gegn Loreen í maí. Mynd/Eurovoix Íslenskir ofuraðdáendur Eurovision söngvakeppninnar í FÁSES eru hrifnari af finnska framlaginu í ár og möguleikum þess í keppninni heldur en því sænska. FÁSES kvaddi Diljá Pétursdóttur í gær á Kex Hostel og formaðurinn hefur fulla trú á góðu gengi Íslands. Ísak Pálmason formaður FÁSES var meðal þeirra sem tók á móti Diljá Pétursdóttur Eurovisionfara Íslands á Kex Hostel í gærkvöldi. FÁSES liðar hafa undanfarin ár haft það sem hefð að kveðja Eurovision keppanda Íslands með virktum áður en haldið er utan í aðalkeppnina. „Það var mjög góð stemning. Þetta er fjölskylduviðburðurinn okkar,“ segir Ísak en fjöldi barna var á staðnum og gleði í loftinu. Ísak segir Diljá hafa farið á kostum. „Eins og alltaf. Hún er þvílík orkubomba og tók lagið fyrir okkur. Hún var svo einlæg og var himinlifandi yfir því að við kynnum öll textann. Það hefur náttúrulega verið bilað að gera hjá henni að ferðast út um alla Evrópu að kynna lagið,“ segir Ísak. Trúir á kraft Diljár Diljá hefur verið spáð misgóðu gengi af veðbönkum. Sem stendur er henni spáð 25. sæti, sé tekið mið af vef EurovisionWorld þar sem spár veðbanka eru teknar saman. Þá eru stuðlar heldur ekki með Diljá í liði í undankeppninni. Diljá verður sú sjöunda á svið á seinna undanúrslitakvöldinu og ef marka má spár veðbanka mun hún ekki komast áfram en á sama vefsvæði EurovisionWorld er henni spáð 14. sæti. „Veðbankarnir eru bara í besta falli góður samkvæmisleikur hjá aðdáendum, svo ég vitni nú í þekktan stjórnmálamann,“ segir Ísak hlæjandi. Hann er fullur bjartsýni á gengi Diljáar og nefnir sem dæmi að veðbankar hafi spáð Grétu Salóme öruggri áfram fyrir Íslands hönd árið 2016. „Og við vitum hver örlög hennar urðu,“ segir Ísak og bætir því við að gjarnan megi finna slagsíðu meðal veðbankanna þar sem halli gjarnan á minni þjóðir. „Það sem skiptir líka öllu máli í Eurovision eru þessar þrjár mínútur sem þú hefur í sjónvarpinu. Diljá þarf að negla það móment. Við erum mjög bjartsýn!“ Fyrrverandi sigurvegurum ekki gengið vel Í gærkvöldi var jafnframt greint frá því hvernig FÁSES greiðir atkvæði í árlegri könnun meðal félaga í aðdáendaklúbbum Eurovision. Þar fær finnski rapparinn og söngvarinn Käärijä með lagið Cha Cha Cha tólf stig en sænska júrógoðsögnin Loreen og lagið Tattoo tíu stig. Veðbankar spá hinni síðarnefndu sigri en finnski rapparinn fylgir henni fast á eftir. „Eurovision hefur ekki endilega verið gott fyrir fyrrum keppendur,“ segir Ísak spurður um stigagjöf FÁSES „Auðvitað eru dæmi um að fyrrverandi keppendur hafi unnið, Dima Bilan og Helena Paparizoue en það er bara Johnny Logan sem hefur tekist að keppa tvisvar og vinna í bæði skiptin sem flytjandi.“ Ísak tekur hinsvegar fram að lag Loreen sé gott og hafi alla burði til að vinna keppnina. „En Finninn á hug okkar og hjörtu,“ segir Ísak hlæjandi. „Ég held að ég tali fyrir FÁSES liða heilt yfir þegar ég segi að það eru allir að spá í því hvernig er hægt að gera grænan búning eða hvernig maður finni minjagripi tengda Käärijä.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rJHe-iZ5HSI">watch on YouTube</a> Mögulega svipuð úrslit og 2016 Hann segir rapparann einfaldlega hafa slegið í gegn með ótrúlegum persónutöfrum á samfélagsmiðlum. „Hann er þvílíkur karakter og svo áhugaverður með sína finnsku frasa.“ Käärijä sé í raun alter egó rapparans og mannsins sem standi á sviði. „Ég held hann geri í því að ýkja sig upp á næsta stig þegar hann bregður sér í karakter. Hann hefur þetta je ne sais quoi sem þú þarft til þess að vinna Eurovision.“ Ísak bætir því við að Loreen hafi það vissulega líka. „En við höfum séð það hjá henni áður og þá er þetta ekki eins spennandi og það bítur ekki eins mikið á agnið hjá aðdáendum,“ segir Ísak. Hún sé með týpískt sænskt lag sem muni slá í gegn. „Því mun ganga vel hjá dómnefndunum og það er spurningin hversu hátt þessi atriði enda hjá dómnefndum og í símakosningunni. Þarna getur verið að við séum að horfa upp á úrslit eins og 2016, sem eru fleiri dæmi um í sögunni, þar sem mögulega verður misræmi á milli dómnefnda og símakosninga sem gerir það að verkum að atriði í öðru eða þriðja sæti geta unnið.“ Ísak segist geta lofað því að keppnin verði æsispennandi. „Þetta verður bilaðslega skemmtileg og spennandi sjónvarpsútsending í maí. Þetta er galopið.“ Eurovision Tónlist Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira
Ísak Pálmason formaður FÁSES var meðal þeirra sem tók á móti Diljá Pétursdóttur Eurovisionfara Íslands á Kex Hostel í gærkvöldi. FÁSES liðar hafa undanfarin ár haft það sem hefð að kveðja Eurovision keppanda Íslands með virktum áður en haldið er utan í aðalkeppnina. „Það var mjög góð stemning. Þetta er fjölskylduviðburðurinn okkar,“ segir Ísak en fjöldi barna var á staðnum og gleði í loftinu. Ísak segir Diljá hafa farið á kostum. „Eins og alltaf. Hún er þvílík orkubomba og tók lagið fyrir okkur. Hún var svo einlæg og var himinlifandi yfir því að við kynnum öll textann. Það hefur náttúrulega verið bilað að gera hjá henni að ferðast út um alla Evrópu að kynna lagið,“ segir Ísak. Trúir á kraft Diljár Diljá hefur verið spáð misgóðu gengi af veðbönkum. Sem stendur er henni spáð 25. sæti, sé tekið mið af vef EurovisionWorld þar sem spár veðbanka eru teknar saman. Þá eru stuðlar heldur ekki með Diljá í liði í undankeppninni. Diljá verður sú sjöunda á svið á seinna undanúrslitakvöldinu og ef marka má spár veðbanka mun hún ekki komast áfram en á sama vefsvæði EurovisionWorld er henni spáð 14. sæti. „Veðbankarnir eru bara í besta falli góður samkvæmisleikur hjá aðdáendum, svo ég vitni nú í þekktan stjórnmálamann,“ segir Ísak hlæjandi. Hann er fullur bjartsýni á gengi Diljáar og nefnir sem dæmi að veðbankar hafi spáð Grétu Salóme öruggri áfram fyrir Íslands hönd árið 2016. „Og við vitum hver örlög hennar urðu,“ segir Ísak og bætir því við að gjarnan megi finna slagsíðu meðal veðbankanna þar sem halli gjarnan á minni þjóðir. „Það sem skiptir líka öllu máli í Eurovision eru þessar þrjár mínútur sem þú hefur í sjónvarpinu. Diljá þarf að negla það móment. Við erum mjög bjartsýn!“ Fyrrverandi sigurvegurum ekki gengið vel Í gærkvöldi var jafnframt greint frá því hvernig FÁSES greiðir atkvæði í árlegri könnun meðal félaga í aðdáendaklúbbum Eurovision. Þar fær finnski rapparinn og söngvarinn Käärijä með lagið Cha Cha Cha tólf stig en sænska júrógoðsögnin Loreen og lagið Tattoo tíu stig. Veðbankar spá hinni síðarnefndu sigri en finnski rapparinn fylgir henni fast á eftir. „Eurovision hefur ekki endilega verið gott fyrir fyrrum keppendur,“ segir Ísak spurður um stigagjöf FÁSES „Auðvitað eru dæmi um að fyrrverandi keppendur hafi unnið, Dima Bilan og Helena Paparizoue en það er bara Johnny Logan sem hefur tekist að keppa tvisvar og vinna í bæði skiptin sem flytjandi.“ Ísak tekur hinsvegar fram að lag Loreen sé gott og hafi alla burði til að vinna keppnina. „En Finninn á hug okkar og hjörtu,“ segir Ísak hlæjandi. „Ég held að ég tali fyrir FÁSES liða heilt yfir þegar ég segi að það eru allir að spá í því hvernig er hægt að gera grænan búning eða hvernig maður finni minjagripi tengda Käärijä.“ <a href="https://www.youtube.com/watch?v=rJHe-iZ5HSI">watch on YouTube</a> Mögulega svipuð úrslit og 2016 Hann segir rapparann einfaldlega hafa slegið í gegn með ótrúlegum persónutöfrum á samfélagsmiðlum. „Hann er þvílíkur karakter og svo áhugaverður með sína finnsku frasa.“ Käärijä sé í raun alter egó rapparans og mannsins sem standi á sviði. „Ég held hann geri í því að ýkja sig upp á næsta stig þegar hann bregður sér í karakter. Hann hefur þetta je ne sais quoi sem þú þarft til þess að vinna Eurovision.“ Ísak bætir því við að Loreen hafi það vissulega líka. „En við höfum séð það hjá henni áður og þá er þetta ekki eins spennandi og það bítur ekki eins mikið á agnið hjá aðdáendum,“ segir Ísak. Hún sé með týpískt sænskt lag sem muni slá í gegn. „Því mun ganga vel hjá dómnefndunum og það er spurningin hversu hátt þessi atriði enda hjá dómnefndum og í símakosningunni. Þarna getur verið að við séum að horfa upp á úrslit eins og 2016, sem eru fleiri dæmi um í sögunni, þar sem mögulega verður misræmi á milli dómnefnda og símakosninga sem gerir það að verkum að atriði í öðru eða þriðja sæti geta unnið.“ Ísak segist geta lofað því að keppnin verði æsispennandi. „Þetta verður bilaðslega skemmtileg og spennandi sjónvarpsútsending í maí. Þetta er galopið.“
Eurovision Tónlist Mest lesið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Sjá meira