Dreymdi systur sína nóttina áður en hún lést: „Hún kemur og kveður mig“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 24. apríl 2023 11:25 Dagskrárgerðakonan Þórdís Valsdóttir er nýjasti gestur Einkalífsins þar sem hún segir meðal annars frá erfiðum missi þegar systir hennar féll frá vegna ofneyslu eiturlyfja. Vísir/Egill „Þegar ég hitti fólk sem er fætt sama ár og hún byrja ég að spegla hana í þeim. Ef allt hefði farið vel, hvar væri hún þá núna? Hún var bara 25 ára þegar hún lést og það var svo mikið framundan,“ segir dagskrárgerðakonan Þórdís Valsdóttir. Hlíft við erfiðleikum systur sinnar Þórdís sem er ein þáttarstjórnenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og dagskrárgerðakona á Stöð 2 er nýjasti gestur Einkalífsins. Í þættinum ræðir hún meðal annars um æskuárin og bernskubrekin, myrkfælnina sem hefur alltaf fylgt henni og fráfall systur sinnar Örnu Hildar. Fjölskylda Þordísar var búsett í Breiðholti á uppvaxtarárum hennar og er hún yngst þriggja systra. Hún lýsir sér sem einstaklega glöðum krakka sem ólst upp við gott atlæti og eigi hún mikið af góðum og fallegum minningum úr æskunni. „Við vorum í raun og veru bara hefðbundin úthverfafjölskylda en okkar fjölskyldulíf litaðist samt sem áður svolítið af því að Arna Hildur, elsta systir mín, var í neyslu í mörg ár.“ Þrátt fyrir að neysla Örnu hafi byrjað þegar Þórdís var sjálf mjög ung segir hún að foreldrum hennar hafi tekist að halda henni að mörgu leyti utan við þá erfiðleika í byrjun. Kannski það fallega við þetta er að ég er ekkert með neinar slæmar minningar af því að hún hafi verið að glíma við þennan vímuefnavanda, alls ekki. Hún var bara stóra systir mín og mér fannst hún æðisleg. Viðtalið við Þórdísi í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Einkalífið - Þórdís Valsdóttir Lést úr ofneyslu eiturlyfja Þórdís segir því minningarnar tengdar systur sinni í raun mjög eðlilegar fjölskylduminningar þar sem Þórdís stal stundum fötunum hennar eins og pirrandi yngri systur hæfir. „Ég leit svo mikið upp til hennar, fannst hún alltaf svo rosalega töff! Ég var svo montin af henni að alltaf þegar ég var með vini mína heima og hún var líka heima lét ég hana eiginlega ganga um herbergið bara svo að ég gæti sýnt hvað hún væri flott.“ Ári eftir að foreldrar Þórdísar skilja, árið 2002, reið svo stóra áfallið yfir þegar Arna Hildur lést af ofneyslu eiturlyfja aðeins 25 ára gömul. Hún hafði þá barist við fíknina í langan tíma og átt mjög góða tíma inni á milli og meðal annars eignast dótturina Kristínu Líf sem var 8 ára þegar Arna féll frá. Kvaddi hana í draumi Þórdís segir að í minningunni er eins og allt hafi verið í móki eftir fréttirnar um fráfall systur sinnar en þó sé nóttin áður henni afar minnisstæð. „Mig dreymir hana um nóttina, sem er falleg minning því að ég hafði ekki talað við hana í nokkra daga.“ Ég lá á rúminu mínu og hún bankar á dyrnar og kemur einhvern veginn og kveður mig. Hún kom og kyssti mig og sagðist elska mig. Svo vakna ég frá þessum draumi við dyrabjölluna en þá er Valgeir sóknarprestur að koma og segja okkur frá því að hún hafi dáið. Aðspurð hvort að hún sjálf hafi einhvern tíma óttast að lenda á sömu braut og systir sín segir hún svo ekki vera því áfallið hafi í raun verið henni mikil forvörn. „Það hefði mjög fljótt geta orðið eitthvað meira. Það var allt svo spennandi á þessum tíma en svo gerist þetta þegar ég er fjórtán ára og það var ekki nokkur sjens í lífinu að ég myndi einhvern tíma prófa eitthvað svona.“ Reyndi að fresta sorginni Þórdís segist hugsa mjög reglulega til systur sinnar í dag en þegar hún líti til baka hafi hún ekki náð að vinna úr áfallinu og sorginni á sínum tíma. Ég get brosað þegar ég tala um hana í dag en ég gat það ekki lengi. Mjög lýsandi fyrir mig. Ég tók allt á hnefanum, áfram gakk og ekkert kjaftæði. Sem eftir á að hyggja eru mistök. Maður verður að tala um hlutina og opna sig um þá svo að úrvinnslan fari í gang. Hún segir alltaf koma að skuldadögum þegar erfiðum tilfinningum er ýtt í burtu og í sínu tilviki hafi hún þurft að takast á við það í seinni tíð. Viðtalið við Þórdísi í heild sinni er hægt að finna í spilaranum hér fyrir ofan í miðri grein. Einkalífið Fjölskyldumál Fjölmiðlar Fíkn Tengdar fréttir Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. 8. apríl 2023 09:01 Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 „Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar“ „Ég og mamma erum einhvern veginn að ná að fara í gegnum þessa sögu núna. Við erum í smá ferli, við erum að hittast og ég er að taka viðtöl við hana,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson í nýjasta þætti Einkalífsins. 22. mars 2023 07:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Hlíft við erfiðleikum systur sinnar Þórdís sem er ein þáttarstjórnenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og dagskrárgerðakona á Stöð 2 er nýjasti gestur Einkalífsins. Í þættinum ræðir hún meðal annars um æskuárin og bernskubrekin, myrkfælnina sem hefur alltaf fylgt henni og fráfall systur sinnar Örnu Hildar. Fjölskylda Þordísar var búsett í Breiðholti á uppvaxtarárum hennar og er hún yngst þriggja systra. Hún lýsir sér sem einstaklega glöðum krakka sem ólst upp við gott atlæti og eigi hún mikið af góðum og fallegum minningum úr æskunni. „Við vorum í raun og veru bara hefðbundin úthverfafjölskylda en okkar fjölskyldulíf litaðist samt sem áður svolítið af því að Arna Hildur, elsta systir mín, var í neyslu í mörg ár.“ Þrátt fyrir að neysla Örnu hafi byrjað þegar Þórdís var sjálf mjög ung segir hún að foreldrum hennar hafi tekist að halda henni að mörgu leyti utan við þá erfiðleika í byrjun. Kannski það fallega við þetta er að ég er ekkert með neinar slæmar minningar af því að hún hafi verið að glíma við þennan vímuefnavanda, alls ekki. Hún var bara stóra systir mín og mér fannst hún æðisleg. Viðtalið við Þórdísi í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Einkalífið - Þórdís Valsdóttir Lést úr ofneyslu eiturlyfja Þórdís segir því minningarnar tengdar systur sinni í raun mjög eðlilegar fjölskylduminningar þar sem Þórdís stal stundum fötunum hennar eins og pirrandi yngri systur hæfir. „Ég leit svo mikið upp til hennar, fannst hún alltaf svo rosalega töff! Ég var svo montin af henni að alltaf þegar ég var með vini mína heima og hún var líka heima lét ég hana eiginlega ganga um herbergið bara svo að ég gæti sýnt hvað hún væri flott.“ Ári eftir að foreldrar Þórdísar skilja, árið 2002, reið svo stóra áfallið yfir þegar Arna Hildur lést af ofneyslu eiturlyfja aðeins 25 ára gömul. Hún hafði þá barist við fíknina í langan tíma og átt mjög góða tíma inni á milli og meðal annars eignast dótturina Kristínu Líf sem var 8 ára þegar Arna féll frá. Kvaddi hana í draumi Þórdís segir að í minningunni er eins og allt hafi verið í móki eftir fréttirnar um fráfall systur sinnar en þó sé nóttin áður henni afar minnisstæð. „Mig dreymir hana um nóttina, sem er falleg minning því að ég hafði ekki talað við hana í nokkra daga.“ Ég lá á rúminu mínu og hún bankar á dyrnar og kemur einhvern veginn og kveður mig. Hún kom og kyssti mig og sagðist elska mig. Svo vakna ég frá þessum draumi við dyrabjölluna en þá er Valgeir sóknarprestur að koma og segja okkur frá því að hún hafi dáið. Aðspurð hvort að hún sjálf hafi einhvern tíma óttast að lenda á sömu braut og systir sín segir hún svo ekki vera því áfallið hafi í raun verið henni mikil forvörn. „Það hefði mjög fljótt geta orðið eitthvað meira. Það var allt svo spennandi á þessum tíma en svo gerist þetta þegar ég er fjórtán ára og það var ekki nokkur sjens í lífinu að ég myndi einhvern tíma prófa eitthvað svona.“ Reyndi að fresta sorginni Þórdís segist hugsa mjög reglulega til systur sinnar í dag en þegar hún líti til baka hafi hún ekki náð að vinna úr áfallinu og sorginni á sínum tíma. Ég get brosað þegar ég tala um hana í dag en ég gat það ekki lengi. Mjög lýsandi fyrir mig. Ég tók allt á hnefanum, áfram gakk og ekkert kjaftæði. Sem eftir á að hyggja eru mistök. Maður verður að tala um hlutina og opna sig um þá svo að úrvinnslan fari í gang. Hún segir alltaf koma að skuldadögum þegar erfiðum tilfinningum er ýtt í burtu og í sínu tilviki hafi hún þurft að takast á við það í seinni tíð. Viðtalið við Þórdísi í heild sinni er hægt að finna í spilaranum hér fyrir ofan í miðri grein.
Einkalífið Fjölskyldumál Fjölmiðlar Fíkn Tengdar fréttir Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. 8. apríl 2023 09:01 Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44 „Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar“ „Ég og mamma erum einhvern veginn að ná að fara í gegnum þessa sögu núna. Við erum í smá ferli, við erum að hittast og ég er að taka viðtöl við hana,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson í nýjasta þætti Einkalífsins. 22. mars 2023 07:30 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Hefur aldrei látið kvíðann stoppa sig „Það sem hefur líka hjálpað mér er að ég er strangtrúaður,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í viðtali í Einkalífinu á Vísi og Stöð 2+. 8. apríl 2023 09:01
Vissi ekki að lagið Líf væri samið um sig „Allt í einu var bara skrifað í skýin að ég átti bara að fara að gera þetta, ég átti bara að verða stjarna,“ segir tónlistarmaðurinn Birgir Steinn Stefánsson í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið á Vísi og Stöð 2+. 30. mars 2023 10:44
„Hún upplifir tvö fyrstu árin án faðmlaga og ástúðar“ „Ég og mamma erum einhvern veginn að ná að fara í gegnum þessa sögu núna. Við erum í smá ferli, við erum að hittast og ég er að taka viðtöl við hana,“ segir tónlistarmaðurinn og leikarinn Björn Stefánsson í nýjasta þætti Einkalífsins. 22. mars 2023 07:30