Ísland og Svíþjóð í fyrsta sæti á gríðarstórri netvarnaræfingu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2023 18:20 Sérfræðingar frá netöryggissveit fjarskiptastofu (CERT-IS), Landhelgisgæslu Íslands, Ríkislögreglustjóra, Seðlabanka Íslands, Reiknistofu bankanna og utanríkisráðuneyti Íslands, sem tóku þátt fyrir Íslands hönd. Í heildina taldi sænsk-íslenska liðið um 100 manns og þátttakendur alls voru um 2.400 í 24 liðum. Lengst til hægri er Patrik Fältström, starfsmaður sænska hersins, sem var teymisstjóri liðsins. Utanríkisráðuneytið Sameinað lið Íslands og Svíþjóðar skipaði sér í efsta sæti netvarnaræfingu sem haldin var í Öndvegissetri Atlantshafsbandalagsins í Tallinn í Eistlandi í dag. Æfingin, sem ber heitið Locked Shields, er haldin árlega en allt að 400 manns komu að undirbúningi æfingarinnar. Hátt í þrjú þúsund sérfræðingar frá 38 löndum tóku þátt í æfingunni. Markmiðið er að æfa þátttakendur í að verja samfélag gegn samræmdum og víðtækum netárásum, að því er fram kemur í tilkynningu Haft er eftir Dr. Sigurði Emil Pálssyni, fulltrúa Íslands hjá Öndvegissetrinu í Tallinn, að leggja þurfi áherslu á samhæfðar varnir, enda verið að tala um samhæfðar árásir á samfélagið í heild. „Gildi æfingar eins og þessarar felst í því að hún gefur íslenskum sérfræðingum tækifæri til að skipuleggja varnarsamvinnu sína og einnig samvinnu við sérfræðinga annarra ríkja, sem er nauðsynleg þegar um umfangsmiklar samfélagslegar netárásir er að ræða. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná samvinnu við Svía, sem voru í fyrsta sæti fyrir tveimur árum og ég heyri hér í stjórnstöð æfingarinnar að Svíar eru eftirsóttir samstarfsaðilar. Jafnframt hef ég frétt frá Svíum að samvinnan við íslensku sérfræðingana hafi verið góð, þannig við eigum okkar hlut í þessu fyrsta sæti.“ Netöryggi NATO Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Æfingin, sem ber heitið Locked Shields, er haldin árlega en allt að 400 manns komu að undirbúningi æfingarinnar. Hátt í þrjú þúsund sérfræðingar frá 38 löndum tóku þátt í æfingunni. Markmiðið er að æfa þátttakendur í að verja samfélag gegn samræmdum og víðtækum netárásum, að því er fram kemur í tilkynningu Haft er eftir Dr. Sigurði Emil Pálssyni, fulltrúa Íslands hjá Öndvegissetrinu í Tallinn, að leggja þurfi áherslu á samhæfðar varnir, enda verið að tala um samhæfðar árásir á samfélagið í heild. „Gildi æfingar eins og þessarar felst í því að hún gefur íslenskum sérfræðingum tækifæri til að skipuleggja varnarsamvinnu sína og einnig samvinnu við sérfræðinga annarra ríkja, sem er nauðsynleg þegar um umfangsmiklar samfélagslegar netárásir er að ræða. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná samvinnu við Svía, sem voru í fyrsta sæti fyrir tveimur árum og ég heyri hér í stjórnstöð æfingarinnar að Svíar eru eftirsóttir samstarfsaðilar. Jafnframt hef ég frétt frá Svíum að samvinnan við íslensku sérfræðingana hafi verið góð, þannig við eigum okkar hlut í þessu fyrsta sæti.“
Netöryggi NATO Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira