Segir „hárblásarameðferð“ Fergusons stundum nauðsynlega Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. apríl 2023 11:45 Sir Alex Ferguson var ekki hræddur við að láta leikmenn heyra það og svo virðist sem Erik ten Hag geri slíkt hið sama. Ash Donelon/Manchester United via Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ekki vera hræddur við að nota hina frægu „hárblásarameðferð“ á leikmenn sína. Sir Alex Ferguson notaði meðferðina í ófá skipti og Ten Hag segir hana stundum nauðsynlega til að koma skilboðum til leikmanna til skila. United mætir Brighton í undanúrslitum FA-bikarsins í dag, en liðið mátti þola niðurlægjandi 3-0 tap gegn Sevilla í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag. Liðsmenn United gáfu andstæðingum sínum þá tvö mörk á silfurfati og Hollendigurinn segir að stundum þurfi hann að láta leikmenn heyra það eftir slæma frammistöðu. „Já, í einstökum aðstæðum get ég verið frekar harður við þá,“ sagði Ten Hag aðspurður að því hvort að gripi stundum til „hárblásarameðferðarinnar“ sem svo oft er kennd við Sir Alex Ferguson. Erik ten Hag has admitted he is not afraid of using Sir Alex Ferguson's famous 'hairdryer' treatment with his Man United players ⚽😠— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2023 „Hún er verkfæri sem maður getur notað, en það þarf að velja réttar tímasetningar til að nota hana. Þú þarft að vita hvenær það er við hæfi. Sem þjálfari geturðu valið um marga samskiptastíla og þessi meðferð er einn þeirra.“ „Á fimmtudaginn sáuð þið örugglega á mér að ég var mjög reiður. Fyrir mér var þetta óásættanleg frammistaða. Það geta allir gert mistök, en þú verður að halda áfram eftir þau. Þegar þú ert komin í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar þarftu að gefa allt í leikinn, en við gerðum það ekki.“ „Það skiptir ekki máli fyrir hvaða félag þú spilar, þetta var óásættanlegt. Sem þjálfari get ég ekki sætt mig við það þegar liðið mitt er ekki að gera sitt besta. Ég myndi aldrei sætta mig við það og ég lét leikmennina vita af því,“ sagði Ten Hag að lokum. Manchester United sækir Brighton heim í undanúrslitum FA-bikarsins klukkan 15:30 í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira
United mætir Brighton í undanúrslitum FA-bikarsins í dag, en liðið mátti þola niðurlægjandi 3-0 tap gegn Sevilla í Evrópudeildinni síðastliðinn fimmtudag. Liðsmenn United gáfu andstæðingum sínum þá tvö mörk á silfurfati og Hollendigurinn segir að stundum þurfi hann að láta leikmenn heyra það eftir slæma frammistöðu. „Já, í einstökum aðstæðum get ég verið frekar harður við þá,“ sagði Ten Hag aðspurður að því hvort að gripi stundum til „hárblásarameðferðarinnar“ sem svo oft er kennd við Sir Alex Ferguson. Erik ten Hag has admitted he is not afraid of using Sir Alex Ferguson's famous 'hairdryer' treatment with his Man United players ⚽😠— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 22, 2023 „Hún er verkfæri sem maður getur notað, en það þarf að velja réttar tímasetningar til að nota hana. Þú þarft að vita hvenær það er við hæfi. Sem þjálfari geturðu valið um marga samskiptastíla og þessi meðferð er einn þeirra.“ „Á fimmtudaginn sáuð þið örugglega á mér að ég var mjög reiður. Fyrir mér var þetta óásættanleg frammistaða. Það geta allir gert mistök, en þú verður að halda áfram eftir þau. Þegar þú ert komin í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar þarftu að gefa allt í leikinn, en við gerðum það ekki.“ „Það skiptir ekki máli fyrir hvaða félag þú spilar, þetta var óásættanlegt. Sem þjálfari get ég ekki sætt mig við það þegar liðið mitt er ekki að gera sitt besta. Ég myndi aldrei sætta mig við það og ég lét leikmennina vita af því,“ sagði Ten Hag að lokum. Manchester United sækir Brighton heim í undanúrslitum FA-bikarsins klukkan 15:30 í dag og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Sjá meira