Máli Ingu Sæland gegn Þórunni vísað frá Kristinn Haukur Guðnason skrifar 24. apríl 2023 16:14 Þórunn braut ekki siðareglur með að saka Ingu um ódýran popúlisma byggðan á útlendingaandúð. Vilhelm Gunnarsson Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, gegn Þórunni Sveinbjarnardóttur, þingmanni Samfylkingarinnar. Sakaði Inga Þórunni um ærumeiðandi ummæli í sinn garð. Það er að Inga væri haldin útlendingaandúð. „Forsætisnefnd Alþingis hefur lokið afgreiðslu á erindi Ingu Sæland, dags. 18. mars sl., um meint brot Þórunnar Sveinbjarnardóttur á siðareglum fyrir alþingismenn,“ segir í tilkynningu Alþingis. „Niðurstaða málsins var að erindinu var vísað frá með vísan til 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.“ Ummælin umræddu féllu í umræðum um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra þann 15. mars síðastliðinn. Eru þau eftirfarandi: „Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu.“ Inga var ekki sátt við ummæli Þórunnar og sendi erindi til forsætisnefndar.Vilhelm Gunnarsson Síðar urðu hvöss orðaskipti á milli Ingu og Helgu Völu Helgadóttur, sem kom samflokkskonu sinni til varnar. Sendi þá Inga þá erindi til forsætisnefndar. Þingmenn njóti ríkrar verndar „Við mat á ummælum þingmannsins, sem féllu á þingfundi 15. mars sl., var horft til þess að siðareglur þingmanna koma til fyllingar þeim skyldum sem þeir hafa samkvæmt stjórnarskrá, þingsköpum og úrskurðum forseta Alþingis um góða reglu,“ segir í tilkynningu nefndarinnar. Í framkvæmd hafi verið miðað við að þingmenn njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu. Einnig að tjáning þingmanna lúti fundarstjórn forseta Alþingis og athafnir við stjórn þingfunda sæti ekki endurskoðun. Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. 20. mars 2023 15:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
„Forsætisnefnd Alþingis hefur lokið afgreiðslu á erindi Ingu Sæland, dags. 18. mars sl., um meint brot Þórunnar Sveinbjarnardóttur á siðareglum fyrir alþingismenn,“ segir í tilkynningu Alþingis. „Niðurstaða málsins var að erindinu var vísað frá með vísan til 1. mgr. 18. gr. siðareglnanna.“ Ummælin umræddu féllu í umræðum um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra þann 15. mars síðastliðinn. Eru þau eftirfarandi: „Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu.“ Inga var ekki sátt við ummæli Þórunnar og sendi erindi til forsætisnefndar.Vilhelm Gunnarsson Síðar urðu hvöss orðaskipti á milli Ingu og Helgu Völu Helgadóttur, sem kom samflokkskonu sinni til varnar. Sendi þá Inga þá erindi til forsætisnefndar. Þingmenn njóti ríkrar verndar „Við mat á ummælum þingmannsins, sem féllu á þingfundi 15. mars sl., var horft til þess að siðareglur þingmanna koma til fyllingar þeim skyldum sem þeir hafa samkvæmt stjórnarskrá, þingsköpum og úrskurðum forseta Alþingis um góða reglu,“ segir í tilkynningu nefndarinnar. Í framkvæmd hafi verið miðað við að þingmenn njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu. Einnig að tjáning þingmanna lúti fundarstjórn forseta Alþingis og athafnir við stjórn þingfunda sæti ekki endurskoðun.
Alþingi Flokkur fólksins Samfylkingin Tengdar fréttir Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. 20. mars 2023 15:47 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Snörp orðaskipti á þingi um meint ærumeiðandi ummæli Það kom til snarpra orðaskipti á Alþingi á dag á milli Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og Helgu Völu Helgadóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Inga sakaði samflokksmann Helgu um ærumeiðandi ummæli í sinn garð og kom Helga Vala félaga sínum til varnar. 20. mars 2023 15:47