Tólf barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 08:57 Fjöldi fólks flykktist að og fylgdist með. AP Photo/Odelyn Joseph Minnst tólf meintir glæpamenn voru barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum og um miðjan dag í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Hálfgerð óöld og stjórnleysi ríkir í landinu og segja alþjóðastofnanir stutt í að mannúðarkrísa skapist. Rétt er að vara lesendur við ljósmyndum sem birtast neðar í fréttinni. Myndband sem náðist af atvikinu hefur sýnir blóðuga mennina þvingaða til að leggjast á jörðina af lögreglu. Í kjölfarið virðist múgur manna hafa hlaðið dekkjum ofan á mennina, kastað á þá eldsneyti og kveikja í. Vitni að atvikinu segir í samtali við fréttastofu AP að hópur manna hafi dregið mennina tólf frá lögreglu, í hverfinu Canapé-Vert þar sem þeir höfðu verið handteknir, barið og kastað í þá steinum áður en kveikt var í þeim. Hundruð flykktust að til að horfa á bálköstinn að sögn blaðamanns AP, sem segist hafa séð líkamsleifar þrettán manna. Mikill fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með líkbrennslunni.AP Photo/Odelyn Joseph Í tilkynningu sem lögregla Haítí birti á Facebook segir að mennirnir hafi verið grunaðir um smygl. Þeir hafi verið allir saman í smárútu þegar lögregla handtók þá en í kjölfarið hafi hópur almennra borgara ráðist að þeim og tekið þá af lífi. Hinir meintu glæpamenn voru barðir og svo brenndir af æstum múgi manna.AP Photo/Odelyn Joseph Undanfarna viku hafa á sjöunda tug verið drepnir í gengjaátökum í fátækrahverfinu Cité Soleil í Port-au-Prince. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að fjörutíu af þeim hafi verið annað hvort skotnir eða stungnir til bana og þar af hafi verið minnst tvö börn. Hálfgerð óöld ríkir í Haítí. Stjórnmálin eru í krísu, samfélagið sjálft er í krísu og mannúðarkrísa hefur einnig skapast, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna jætlar að ræða á fundi sínum í dag. Aðeins mánuður er síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu sérstakar öryggissveitir til eyríkisins eftir að á sjötta hundrað voru drepin á fyrstu vikum ársins. Vegna ástandsins í upphafi árs lokuðu bæði skólar og heilsugæslur. Samkvæmt tölum frá SÞ var 531 drepinn frá janúar fram í mars, 300 særðust og 277 var rænt í tengslum við stríð glæpagengja í höfuðborginni. Haítí Tengdar fréttir Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Rétt er að vara lesendur við ljósmyndum sem birtast neðar í fréttinni. Myndband sem náðist af atvikinu hefur sýnir blóðuga mennina þvingaða til að leggjast á jörðina af lögreglu. Í kjölfarið virðist múgur manna hafa hlaðið dekkjum ofan á mennina, kastað á þá eldsneyti og kveikja í. Vitni að atvikinu segir í samtali við fréttastofu AP að hópur manna hafi dregið mennina tólf frá lögreglu, í hverfinu Canapé-Vert þar sem þeir höfðu verið handteknir, barið og kastað í þá steinum áður en kveikt var í þeim. Hundruð flykktust að til að horfa á bálköstinn að sögn blaðamanns AP, sem segist hafa séð líkamsleifar þrettán manna. Mikill fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með líkbrennslunni.AP Photo/Odelyn Joseph Í tilkynningu sem lögregla Haítí birti á Facebook segir að mennirnir hafi verið grunaðir um smygl. Þeir hafi verið allir saman í smárútu þegar lögregla handtók þá en í kjölfarið hafi hópur almennra borgara ráðist að þeim og tekið þá af lífi. Hinir meintu glæpamenn voru barðir og svo brenndir af æstum múgi manna.AP Photo/Odelyn Joseph Undanfarna viku hafa á sjöunda tug verið drepnir í gengjaátökum í fátækrahverfinu Cité Soleil í Port-au-Prince. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að fjörutíu af þeim hafi verið annað hvort skotnir eða stungnir til bana og þar af hafi verið minnst tvö börn. Hálfgerð óöld ríkir í Haítí. Stjórnmálin eru í krísu, samfélagið sjálft er í krísu og mannúðarkrísa hefur einnig skapast, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna jætlar að ræða á fundi sínum í dag. Aðeins mánuður er síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu sérstakar öryggissveitir til eyríkisins eftir að á sjötta hundrað voru drepin á fyrstu vikum ársins. Vegna ástandsins í upphafi árs lokuðu bæði skólar og heilsugæslur. Samkvæmt tölum frá SÞ var 531 drepinn frá janúar fram í mars, 300 særðust og 277 var rænt í tengslum við stríð glæpagengja í höfuðborginni.
Haítí Tengdar fréttir Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Sjá meira
Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32
Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29
Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44