Barnabarnið kom grátandi er hundur varð ketti að bana í Vogum Máni Snær Þorláksson skrifar 25. apríl 2023 21:03 Guðrún Ósk Barðadóttir var vitni er hundur réðst á kött í Vogum á Vatsnleysuströnd. Vísir/Aðsend Hundur varð ketti að bana í Vogum á Vatsnleysuströnd í gær. Íbúi í Vogum sem tókst að koma kettinum undan hundinum segir að um sé að ræða skelfilegt óhapp. Hún biðlar til eiganda hunda að passa að hafa þá í bandi. „Þetta var bara hrikalegt,“ segir Guðrún Ósk Barðadóttir, íbúi í Vogum á Vatsnleysuströnd, í samtali við fréttastofu en hún var vitni að atvikinu. Sex ára barnabarn hennar var að leika sér fyrir utan heimili hennar í gær þegar hann sá tvo hunda ráðast á kött. „Hann fékk að vera hérna úti á línuskautum en svo kemur hann öskrandi og hágrenjandi,“ segir Guðrún sem spurði þá barnabarnið hvað væri í gangi. „Það eru tveir stórir hundar að ráðast á eina litla kisu,“ segir hún barnabarnið hafa sagt sér. Við það stökk hún út og fór yfir götuna þar sem hundarnir, annar Border Collie og hinn Husky, voru að ráðast á kisuna. Hún segir Border Collie hundinn hafa farið strax í burtu, sá hafi í raun ekki verið að ráðast á kisuna eins og hinn hundurinn. Hljóp með köttinn til nágrannanna Að sögn Guðrúnar ætlaði Husky hundurinn ekki að sleppa kettinum frá sér. Henni tókst þó að koma kettinum undan hundnum. „Kötturinn liggur þarna og er orðinn rennandi blautur því hundurinn hefur skellt honum ofan í tjörnina í leiðinni. Mér tekst að hrekja hundinn aðeins í burtu og tek köttinn því ég vissi alveg hver á þennan kött. Ég hleyp hérna yfir götuna því nágrannar mínir eiga hann en hundurinn ætlaði sko að elta, hann ætlaði ekki að sleppa þessari bráð sinni.“ Guðrún segir að eftir þetta hafi hún drifið sig til nágranna sinna en hún vissi að kötturinn sem um ræðir væri þeirra. Hún sagði nágrönnunum að drífa sig með köttinn til dýralæknis og hringdi svo sjálf á dýralæknastofuna til að láta vita að þau væru á leiðinni. „Þau töluðu um að ef hann myndi lifa af nóttina þá ætti hann séns en hann fór í aðgerð,“ segir Guðrún en því miður tókst ekki að bjarga kettinum. Var með hundinn í pössun og missti hann frá sér Eftir að nágrannarnir fóru með köttinn til dýralæknis kom maður til Guðrúnar og sagðist vera eigandi annars hundinn og að hinn hundurinn hafi verið í pössun hjá sér. Eigandinn tjáir henni að hann hafi ætlað að leyfa hundunum að hreyfa sig við höfnina. „Nema hvað annar þeirra nær að losa sig úr ólinni og tekur bara á rás hingað upp eftir. Þá var bara fjandinn laus,“ segir Guðrún. Hún kennir eigandanum því ekki um þar sem þetta var algjörlega óvart. „Þetta er bara hræðilegt slys, hann bara missir hana óvart,“ segir hún. „Þessi maður er líka búinn að hafa samband við eigendur kattarins,“ segir Guðrún og hrósar honum fyrir það. „Slysin geta gerst, við vitum það öll.“ Guðrún hvetur fólk að lokum til þess að passa vel upp á hundana sína. Hún sé sjálf svakalegur dýravinur, í sjálfboðaliðastarfi hjá Villiköttum og eigi hunda sjálf. „Ég er sjálf með litla hunda, mér er afskaplega illa við þegar hundar eru á hlaupum,“ segir hún. Vogar Hundar Kettir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
„Þetta var bara hrikalegt,“ segir Guðrún Ósk Barðadóttir, íbúi í Vogum á Vatsnleysuströnd, í samtali við fréttastofu en hún var vitni að atvikinu. Sex ára barnabarn hennar var að leika sér fyrir utan heimili hennar í gær þegar hann sá tvo hunda ráðast á kött. „Hann fékk að vera hérna úti á línuskautum en svo kemur hann öskrandi og hágrenjandi,“ segir Guðrún sem spurði þá barnabarnið hvað væri í gangi. „Það eru tveir stórir hundar að ráðast á eina litla kisu,“ segir hún barnabarnið hafa sagt sér. Við það stökk hún út og fór yfir götuna þar sem hundarnir, annar Border Collie og hinn Husky, voru að ráðast á kisuna. Hún segir Border Collie hundinn hafa farið strax í burtu, sá hafi í raun ekki verið að ráðast á kisuna eins og hinn hundurinn. Hljóp með köttinn til nágrannanna Að sögn Guðrúnar ætlaði Husky hundurinn ekki að sleppa kettinum frá sér. Henni tókst þó að koma kettinum undan hundnum. „Kötturinn liggur þarna og er orðinn rennandi blautur því hundurinn hefur skellt honum ofan í tjörnina í leiðinni. Mér tekst að hrekja hundinn aðeins í burtu og tek köttinn því ég vissi alveg hver á þennan kött. Ég hleyp hérna yfir götuna því nágrannar mínir eiga hann en hundurinn ætlaði sko að elta, hann ætlaði ekki að sleppa þessari bráð sinni.“ Guðrún segir að eftir þetta hafi hún drifið sig til nágranna sinna en hún vissi að kötturinn sem um ræðir væri þeirra. Hún sagði nágrönnunum að drífa sig með köttinn til dýralæknis og hringdi svo sjálf á dýralæknastofuna til að láta vita að þau væru á leiðinni. „Þau töluðu um að ef hann myndi lifa af nóttina þá ætti hann séns en hann fór í aðgerð,“ segir Guðrún en því miður tókst ekki að bjarga kettinum. Var með hundinn í pössun og missti hann frá sér Eftir að nágrannarnir fóru með köttinn til dýralæknis kom maður til Guðrúnar og sagðist vera eigandi annars hundinn og að hinn hundurinn hafi verið í pössun hjá sér. Eigandinn tjáir henni að hann hafi ætlað að leyfa hundunum að hreyfa sig við höfnina. „Nema hvað annar þeirra nær að losa sig úr ólinni og tekur bara á rás hingað upp eftir. Þá var bara fjandinn laus,“ segir Guðrún. Hún kennir eigandanum því ekki um þar sem þetta var algjörlega óvart. „Þetta er bara hræðilegt slys, hann bara missir hana óvart,“ segir hún. „Þessi maður er líka búinn að hafa samband við eigendur kattarins,“ segir Guðrún og hrósar honum fyrir það. „Slysin geta gerst, við vitum það öll.“ Guðrún hvetur fólk að lokum til þess að passa vel upp á hundana sína. Hún sé sjálf svakalegur dýravinur, í sjálfboðaliðastarfi hjá Villiköttum og eigi hunda sjálf. „Ég er sjálf með litla hunda, mér er afskaplega illa við þegar hundar eru á hlaupum,“ segir hún.
Vogar Hundar Kettir Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira