Búinn að vera draumur síðan hann sá Snorra Stein og Óla Stef spila með liðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. apríl 2023 07:01 Arnór Snær Óskarsson var kynntur sem nýr leikmaður Rhein-Neckar Löwen í gær. Vísir/Sigurjón Arnór Snær Óskarsson samdi í gær við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen og mun spila þar á næstu leiktíð. Hann segir draum vera að rætast. „Það er búinn að vera draumur síðan maður var lítill, síðan maður horfði á Snorra [Stein Guðjónsson] og Óla [Ólaf Stefánsson] og alla þessa gæja spila í þessum leikjum,“ sagði Arnór Snær í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er bara búinn að vera draumur síðan maður var lítill þannig að þetta er algjör snilld.“ Tilkynnt var um skipti Arnórs í gær, en hann gekk hins vegar frá þeim þegar Valur mætti Göppingen ytra í Evrópudeildinni á dögunum. „Það var planað að klára þetta bara eftir leikinn. Þannig að ég spilaði leikinn og keyrði síðan um kvöldið til Mannheim og kláraði þetta daginn eftir.“ Hjá Rhein-Neckar Löwen hittir Arnór fyrir annan Íslending og Valsara, Ými Örn Gíslason. „Við erum búnir að vera í ágætis sambandi. Hann fékk að vita það frá þjálfaranum að þeir væru að skoða Íslendinga og eftir að ég fékk að vita þetta þá heyrði hann í mér og við erum búnir að vera í sambandi um hitt og þetta. Hvernig þetta er og íbúðir og alls konar þannig. Hann er búinn að hjálpa mér mjög mikið.“ Klippa: Arnór Snær Óskarsson gengur í raðir Rhein-Neckar Löwen Þjálfari Arnórs hjá Val, Snorri Steinn Guðjónsson, lék einnig með Rhein-Neckar Löwen á sínum tíma og Arnór segist að sjálfsögðu hafa rætt þetta við hann. „Já, auðvitað. Ég talaði við hann um leið og þeir heyrðu í mér og lét hann auðvitað vita af þessu. Hann sagði mér bara að þetta væri frábær staður, gott lið og flottur klúbbur og kannski ekkert ósvipað og hér.“ „Hann allavega sagði að þetta væri frábær staður og hann naut þess að vera þarna. Og ég auðvitað treysti honum“ „Þetta leggst vel í mig núna. Svo verðum við bara að sjá þegar það gerist þá kemur það í ljós hvort að maður höndli þetta eða ekki. Þetta er bara eins og þegar maður er að fara í leiki. Maður er kannski ekki stressaður fyrr en maður er mættur í höllina og þetta er kannski svipuð tilfinning. Þetta er geggjað gaman núna að vera að fara og flytja og allt það en svo um leið og maður er mættur og klukkan orðin sjö og enginn matur tilbúinn og engin mamma og allt það þá verður það kannski svolítið erfitt,“ sagði Arnór léttur að lokum. Olís-deild karla Þýski handboltinn Valur Tengdar fréttir Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
„Það er búinn að vera draumur síðan maður var lítill, síðan maður horfði á Snorra [Stein Guðjónsson] og Óla [Ólaf Stefánsson] og alla þessa gæja spila í þessum leikjum,“ sagði Arnór Snær í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Þetta er bara búinn að vera draumur síðan maður var lítill þannig að þetta er algjör snilld.“ Tilkynnt var um skipti Arnórs í gær, en hann gekk hins vegar frá þeim þegar Valur mætti Göppingen ytra í Evrópudeildinni á dögunum. „Það var planað að klára þetta bara eftir leikinn. Þannig að ég spilaði leikinn og keyrði síðan um kvöldið til Mannheim og kláraði þetta daginn eftir.“ Hjá Rhein-Neckar Löwen hittir Arnór fyrir annan Íslending og Valsara, Ými Örn Gíslason. „Við erum búnir að vera í ágætis sambandi. Hann fékk að vita það frá þjálfaranum að þeir væru að skoða Íslendinga og eftir að ég fékk að vita þetta þá heyrði hann í mér og við erum búnir að vera í sambandi um hitt og þetta. Hvernig þetta er og íbúðir og alls konar þannig. Hann er búinn að hjálpa mér mjög mikið.“ Klippa: Arnór Snær Óskarsson gengur í raðir Rhein-Neckar Löwen Þjálfari Arnórs hjá Val, Snorri Steinn Guðjónsson, lék einnig með Rhein-Neckar Löwen á sínum tíma og Arnór segist að sjálfsögðu hafa rætt þetta við hann. „Já, auðvitað. Ég talaði við hann um leið og þeir heyrðu í mér og lét hann auðvitað vita af þessu. Hann sagði mér bara að þetta væri frábær staður, gott lið og flottur klúbbur og kannski ekkert ósvipað og hér.“ „Hann allavega sagði að þetta væri frábær staður og hann naut þess að vera þarna. Og ég auðvitað treysti honum“ „Þetta leggst vel í mig núna. Svo verðum við bara að sjá þegar það gerist þá kemur það í ljós hvort að maður höndli þetta eða ekki. Þetta er bara eins og þegar maður er að fara í leiki. Maður er kannski ekki stressaður fyrr en maður er mættur í höllina og þetta er kannski svipuð tilfinning. Þetta er geggjað gaman núna að vera að fara og flytja og allt það en svo um leið og maður er mættur og klukkan orðin sjö og enginn matur tilbúinn og engin mamma og allt það þá verður það kannski svolítið erfitt,“ sagði Arnór léttur að lokum.
Olís-deild karla Þýski handboltinn Valur Tengdar fréttir Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fleiri fréttir Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Sjá meira
Bikarmeistarar Löwen kynna Arnór Snæ til leiks Arnór Snær Óskarsson er genginn í raðir þýska stórliðsins Rhein-Neckar Löwen frá Val. Þar er fyrir einn fyrrum leikmaður Vals, Ýmir Örn Gíslason. 25. apríl 2023 08:15