Greiða atkvæði um verkföll í leik- og grunnskólum Bjarki Sigurðsson skrifar 26. apríl 2023 10:31 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. vísir/arnar Í dag hefst atkvæðagreiðsla ellefu aðildarfélaga BSRB um verkfallsaðgerðir vegna kjaradeilu þeirra við Samband íslenskra sveitarfélaga (SÍS). Atkvæðagreiðslunni lýkur á laugardag og verða niðurstöður kynntar þá eftir hádegi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Þar segir að deilan snúi að sameiginlegri kröfu félaganna um að starfsfólk sveitarfélaga sem vinna meðal annars á leikskólum, grunnskólum, sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og þjónustu við fatlað fólk fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf innan sömu stofnunar eða sveitarfélags og aðrir hafa þegar fengið frá 1. janúar. Að mati BSRB neitar SÍS að leiðrétta ójafnræðið á launum starfsfólks og segir í tilkynningunni að fundir með ríkissáttasemjara hafi engu skilað. Því sé næsta skref að félagsfólk greiði atkvæði um verkfallsaðgerðirnar. „Þessi staða kemur okkur mjög á óvart enda fórum við fram með mjög hófsamar kröfur til skamms tíma. Hins vegar virðist Samband íslenskra sveitarfélaga hafa skilið eftir samningsviljann heima og sýnir starfsfólki sveitarfélaga ótrúlega óbilgirni. Um er að ræða hreina mismunun þar sem fólk sem vinnur jafnvel sömu störf, á sama vinnustað, með sömu starfsheiti er boðið upp á misjöfn kjör. Auðvitað sættir sig enginn við slíkt.“ er haft eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningunni. Verði verkfallsboðunin samþykkt fer fyrsta lota fram í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Kópavogs, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar þann 15. og 16. maí næstkomandi. Stéttarfélög Félagasamtök Kjaramál Seltjarnarnes Kópavogur Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá BSRB. Þar segir að deilan snúi að sameiginlegri kröfu félaganna um að starfsfólk sveitarfélaga sem vinna meðal annars á leikskólum, grunnskólum, sundlaugum, íþróttamiðstöðvum og þjónustu við fatlað fólk fái sömu laun fyrir sömu eða sambærileg störf innan sömu stofnunar eða sveitarfélags og aðrir hafa þegar fengið frá 1. janúar. Að mati BSRB neitar SÍS að leiðrétta ójafnræðið á launum starfsfólks og segir í tilkynningunni að fundir með ríkissáttasemjara hafi engu skilað. Því sé næsta skref að félagsfólk greiði atkvæði um verkfallsaðgerðirnar. „Þessi staða kemur okkur mjög á óvart enda fórum við fram með mjög hófsamar kröfur til skamms tíma. Hins vegar virðist Samband íslenskra sveitarfélaga hafa skilið eftir samningsviljann heima og sýnir starfsfólki sveitarfélaga ótrúlega óbilgirni. Um er að ræða hreina mismunun þar sem fólk sem vinnur jafnvel sömu störf, á sama vinnustað, með sömu starfsheiti er boðið upp á misjöfn kjör. Auðvitað sættir sig enginn við slíkt.“ er haft eftir Sonju Ýri Þorbergsdóttur, formanni BSRB, í tilkynningunni. Verði verkfallsboðunin samþykkt fer fyrsta lota fram í leikskólum, grunnskólum og frístundaheimilum Kópavogs, Garðabæjar, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar þann 15. og 16. maí næstkomandi.
Stéttarfélög Félagasamtök Kjaramál Seltjarnarnes Kópavogur Mosfellsbær Garðabær Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira