Þetta er í annað skiptið sem keppnin er haldin og hófst hún í gær klukkan 9 við Mjölnisheimilið. Hlaupið er um skemmtilega stíga Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur.
Hlaupararnir hlaupa alltaf sama hringinn sem er 6,7 kílómetra langur. Keppendur leggja af stað á heila tímanum og stendur hlaupið yfir þar til einn hlaupari er eftir. Það er einungis einn hlaupari sem hleypur síðasta hringinn, hvenær það verður er ómögulegt að segja.
Uppfært 30. apríl klukkan 16:00
Útsendingu er lokið. Fylgst var með gangi mála í beinni útsendingu á Vísi, Stöð 2 Vísi og í vaktinni hér að neðan. Þar má sjá fjölmörg viðtöl við keppendur.