Grunuð um að bana tólf vinum sínum með blásýru Atli Ísleifsson skrifar 27. apríl 2023 10:08 Sararat Rangsiwuthaporn var handtekin í höfuðborginni Bangkok á þriðjudag í kjölfar rannsóknar lögreglu á dauða vinkonu hennar. EPA Lögregla í Taílandi hefur handtekið konu sem grunuð er um að hafa banað tólf vinum sínum og kunningjum með því að eitra fyrir þeim með blásýru. BBC segir frá því að Sararat Rangsiwuthaporn hafi verið handtekin í höfuðborginni Bangkok á þriðjudag í kjölfar rannsóknar lögreglu á dauða vinkonu hennar. Aðstandendur hinnar látnu höfðu tilkynnt lögreglu að mögulega væri maðkur í mysunni eftir að konan hafði látist á ferðalagi með Sararat fyrr í þessum mánuði. Talsmaður lögreglu segir nú að rannsókn bendi til að Sararat sé grunuð um að hafa banað ellefu til viðbótar, þar með talið fyrrverandi kærasta. Hún neitar sök í málinu, en lögregla hefur hafnað því að veita henni lausn gegn tryggingu. Lögregla telur að Sararat hafi drepið fólkið af fjárhagslegum ástæðum. Í frétt BBC segir að Sararat hafi ferðast með vinkonu sinni fyrir tveimur vikum til að taka þátt í trúarathöfn búddista við fljót í héraðinu Ratchaburi. Í ferðinni hafi konan hnigið niður og látist við árbakkann. Leifar af blásýru hafi svo fundist í líkama konunnar, en sími, fjármunir og töskur konunnar voru horfin þegar hún fannst. Lögregla telur að hin fórnarlömbin hafi látist á svipaðan máta og að fyrstu morðin hafi verið framin árið 2020. Lögregla hefur ekki gefið upp hver fórnarlömbin séu, þó að tekið hafi verið fram að í þeirra hópi séu fyrrverandi kærasti konunnar og tveir lögreglumenn. Lögregla í Taílandi segir að ein vinkona Sararat hafi lánað henni 250 þúsund baht, um milljón króna, og nokkru síðar hafi hún kastað upp og misst meðvitund eftir að hafa farið í hádegismat með Sararat. Hún hafi þó komist lífs af. Sömuleiðis hafi fjölskylda og vinir Sararat tilkynnt um horfna skartgripi og reiðufé. Taíland Erlend sakamál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
BBC segir frá því að Sararat Rangsiwuthaporn hafi verið handtekin í höfuðborginni Bangkok á þriðjudag í kjölfar rannsóknar lögreglu á dauða vinkonu hennar. Aðstandendur hinnar látnu höfðu tilkynnt lögreglu að mögulega væri maðkur í mysunni eftir að konan hafði látist á ferðalagi með Sararat fyrr í þessum mánuði. Talsmaður lögreglu segir nú að rannsókn bendi til að Sararat sé grunuð um að hafa banað ellefu til viðbótar, þar með talið fyrrverandi kærasta. Hún neitar sök í málinu, en lögregla hefur hafnað því að veita henni lausn gegn tryggingu. Lögregla telur að Sararat hafi drepið fólkið af fjárhagslegum ástæðum. Í frétt BBC segir að Sararat hafi ferðast með vinkonu sinni fyrir tveimur vikum til að taka þátt í trúarathöfn búddista við fljót í héraðinu Ratchaburi. Í ferðinni hafi konan hnigið niður og látist við árbakkann. Leifar af blásýru hafi svo fundist í líkama konunnar, en sími, fjármunir og töskur konunnar voru horfin þegar hún fannst. Lögregla telur að hin fórnarlömbin hafi látist á svipaðan máta og að fyrstu morðin hafi verið framin árið 2020. Lögregla hefur ekki gefið upp hver fórnarlömbin séu, þó að tekið hafi verið fram að í þeirra hópi séu fyrrverandi kærasti konunnar og tveir lögreglumenn. Lögregla í Taílandi segir að ein vinkona Sararat hafi lánað henni 250 þúsund baht, um milljón króna, og nokkru síðar hafi hún kastað upp og misst meðvitund eftir að hafa farið í hádegismat með Sararat. Hún hafi þó komist lífs af. Sömuleiðis hafi fjölskylda og vinir Sararat tilkynnt um horfna skartgripi og reiðufé.
Taíland Erlend sakamál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira