Vilja nýjan pott og segja þann gamla vera slysagildru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 09:01 Vel fór á með þeim Helgu Guðrúnu Gunnarsdóttur og Ásdísi Kristjánsdóttur þegar hinni síðarnefndu var afhentur undirskriftarlisti íbúa vegna Kópavogslaugar. Helga Guðrún Gunnarsdóttir Rúmlega sex hundruð íbúar á Kársnesi hafa skorað á bæjaryfirvöld í Kópavogi að útbúa nýjan kaldan pott og infrarauðan klefa í Kópavogslaug. Talsmaður hópsins segir núverandi pott vera slysagildru. Bæjarstjóri segir tillit verða tekið til ábendingana í vinnu næstu fjárhagsáætlunar. Helga Guðrún Gunnarsdóttir, íþrótta-og heilsufræðingur er talsmaður hópsins. Hún starfar hjá Kópavogsbæ sem þolfimisþjálfari og heldur utan um tíma í þolfimi í vatni sem fram fara í Kópavogslaug. Hún segir í samtali við Vísi að Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi tekið vel á móti sér í ráðhúsinu. Þurfa að klöngrast upp tvær stáltröppur „Það hefur verið mikil óánægja meðal sundlaugargesta með þennan kalda pott. Hann var í raun hugsaður til bráðabirgða og ég var alltaf að heyra af þessari óánægju, svo ég ákvað bara að ganga í málið,“ segir Helga Guðrún en potturinn er afar lítill og komast einungis tveir fyrir í honum. Hún bendir á að stíga þurfi upp tvær járntröppur og svo klofa yfir brún kalda pottsins til þess að komast í hann. „Það sækja 1500 manns laugina á hverjum degi og fólk hefur talað um þetta lengi, því það eru ýmsir sundlaugagestir sem geta ekki komið sér í pottinn, eru kannski með stálmjöðm eða þess háttar.“ Einungis tveir komast fyrir í pottinum og eiga margir hverjir erfitt með eða geta alls ekki komist í pottinn vegna aðgengismála. Aðsend Því hafi Helga gengið í verkið og voru íbúar fljótir að flykkja sér að baki málstaðnum og skrá nafn sitt á undirskriftarlistann. Helga tekur fram að Kópavogsbær sé heilsueflandi bær og hafi haldið á slíkum málum af myndarskap undanfarin ár. „Þetta er nefnilega svo mikil heilsulind. Kaldur pottur bætur heilsu og Kópavogsbær hefur alltaf sinnt þessum málum vel. Það er í raun sparnaður fólginn í því að koma nýjum potti fyrir og infrarauðum klefa því bærinn fær þetta borgað margfalt til baka með bættri heilsu fólks.“ Rennibrautir og flísar endurnýjaðar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir í svörum við fyrirspurn Vísis vegna málsins að frábært sé að finna fyrir áhuga þeirra 600 íbúa sem skrifa undir áskorunina. „Við erum að sjálfsögðu alltaf tilbúin að hlusta á það sem má gera betur og tökum vel í góðar tillögur er snúa að því að bæta bæinn okkar.“ Gert sé ráð fyrir því í fjárhagsáætlun þessa árs að rennibrautir og flísar á útilaugum Kópavogslaugar verði endurnýjaðar. „En við erum bundin af áætlun hvers árs. Það verður því klárlega tekið tillit til þessara ábendinga í vinnu næstu fjárhagsáætlunar.“ Kópavogur Sundlaugar Slysavarnir Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Helga Guðrún Gunnarsdóttir, íþrótta-og heilsufræðingur er talsmaður hópsins. Hún starfar hjá Kópavogsbæ sem þolfimisþjálfari og heldur utan um tíma í þolfimi í vatni sem fram fara í Kópavogslaug. Hún segir í samtali við Vísi að Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, hafi tekið vel á móti sér í ráðhúsinu. Þurfa að klöngrast upp tvær stáltröppur „Það hefur verið mikil óánægja meðal sundlaugargesta með þennan kalda pott. Hann var í raun hugsaður til bráðabirgða og ég var alltaf að heyra af þessari óánægju, svo ég ákvað bara að ganga í málið,“ segir Helga Guðrún en potturinn er afar lítill og komast einungis tveir fyrir í honum. Hún bendir á að stíga þurfi upp tvær járntröppur og svo klofa yfir brún kalda pottsins til þess að komast í hann. „Það sækja 1500 manns laugina á hverjum degi og fólk hefur talað um þetta lengi, því það eru ýmsir sundlaugagestir sem geta ekki komið sér í pottinn, eru kannski með stálmjöðm eða þess háttar.“ Einungis tveir komast fyrir í pottinum og eiga margir hverjir erfitt með eða geta alls ekki komist í pottinn vegna aðgengismála. Aðsend Því hafi Helga gengið í verkið og voru íbúar fljótir að flykkja sér að baki málstaðnum og skrá nafn sitt á undirskriftarlistann. Helga tekur fram að Kópavogsbær sé heilsueflandi bær og hafi haldið á slíkum málum af myndarskap undanfarin ár. „Þetta er nefnilega svo mikil heilsulind. Kaldur pottur bætur heilsu og Kópavogsbær hefur alltaf sinnt þessum málum vel. Það er í raun sparnaður fólginn í því að koma nýjum potti fyrir og infrarauðum klefa því bærinn fær þetta borgað margfalt til baka með bættri heilsu fólks.“ Rennibrautir og flísar endurnýjaðar Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar, segir í svörum við fyrirspurn Vísis vegna málsins að frábært sé að finna fyrir áhuga þeirra 600 íbúa sem skrifa undir áskorunina. „Við erum að sjálfsögðu alltaf tilbúin að hlusta á það sem má gera betur og tökum vel í góðar tillögur er snúa að því að bæta bæinn okkar.“ Gert sé ráð fyrir því í fjárhagsáætlun þessa árs að rennibrautir og flísar á útilaugum Kópavogslaugar verði endurnýjaðar. „En við erum bundin af áætlun hvers árs. Það verður því klárlega tekið tillit til þessara ábendinga í vinnu næstu fjárhagsáætlunar.“
Kópavogur Sundlaugar Slysavarnir Tengdar fréttir Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42 Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Þetta er uppáhalds sundlaug Íslendinga Sundlaug Akureyrar er uppáhalds sundlaug Íslendinga, samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Fréttastofa sótti tvær vinsælustu laugar landsins heim í dag. Heildarniðurstöður má nálgast neðst í fréttinni. 27. september 2022 09:42
Uppsagnir í Kópavogi og stöðugildum fækkað Stöðugildum fækkar um fjögur vegna skipulagsbreytinga á vegum Kópavogsbæjar sem tengjast starfsemi menningarhúsa bæjarins og samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi í gær. Stöðugildum verður fjölgað um þrjú við Gerðarsafn. Alls munu níu missa vinnuna vegna skipulagsbreytinga hjá Kópavogsbæ. 26. apríl 2023 17:24