„Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. apríl 2023 21:43 Lárus er kominn með ansi langan sjúkralista í hendurnar Vísir/Bára Dröfn Valsmenn fóru með nokkuð afgerandi og öruggan sigur af hólmi gegn Þórsurum í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld, lokatölur 91-65. Þórsarar mættu laskaðir til leiks, Vincent Shahid veikur og Pablo Hernandez puttabrotinn. Eftir aðeins rúmar tvær mínútur bættist Jordan Semple svo á sjúkralistann. Lárus Jónsson þjálfari Þórs virtist ekkert vera neitt sérstaklega svekktur með tapið í leikslok. Það var allan daginn ljóst að það yrði erfitt að sækja sigur og þegar Jordan Semple meiddist var brekkan orðin ansi brött. „Já þetta var brekka, sérstaklega eftir að Jordan datt út. Þá vissum við að það yrði erfitt að sækja sigur. Við reyndum okkur besta og mér fannst við spila vel, sérstaklega í öðrum leikhluta en enduðum hann ekki alveg nóg vel. Erum ellefu undir í staðinn fyrir að fara með 6-7 stiga mun í hálfleik sem hefði gefið okkur byr undir báða vængi. Svo bara voru Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik. Þá kannski kom liðsmunur í ljós.“ Sjúkralistinn er orðinn í lengra lagi hjá Þórsurum en Lárus vonaðist eftir að Jordan Semple yrði ekki lengi á þeim lista. Um að gera að vera bjartsýnn, spurning um hversu raunhæft þetta mat er þó. „Þetta var örugglega bara einhver tognun í vöðva. Acox kemur eitthvað og rykkir í hann og hann tognar. Ég veit ekki alveg hvernig staðan er. Tognun, er hann ekki bara einn tvo daga að jafna sig á því?“ Lárus sagði að undirbúningurinn fyrir næsta leik yrði ekkert frábrugðinn síðustu æfingum þrátt fyrir langan sjúkralista. Nú væri það fyrst og fremst andlega hliðin sem skipti máli. „Bara það sem við erum að gera alla daga. Núna horfum við eitthvað á þennan leik, en ég veit ekki alveg hvað ég get tekið mikið út úr honum. Svo bara mætum við Völsurum heima. Ég held að hvorugt liðið hafi verið að sýna mikið nýtt í dag. Liðin eru farin að þekkja hvort annað ofboðslega vel. Annars snýst þetta held ég bara meira um hausinn á sunnudaginn frekar en einhverja svakalega taktík.“ Hversu mikið er hægt að taka út úr leik þar sem minni spámenn fá svona mikinn spilatíma, sem þeir fá e.t.v. ekki aftur á tímabilinu? „Ekki nema kannski bara fyrir þá. Fyrir þá er þetta náttúrulega ótrúleg upplifun að fá að spila hérna í Valsheimilinu með fullt af áhorfendum og kannski á móti leikmönnum sem þeir vanalega fá aldrei að spila á móti og í þessari stemmingu. Við kannski getum ekki tekið neitt rosalega mikið út úr þessu en fyrir þessa kappa sem voru að spila margar mínútur þá á þessi leikur eftir að lifa með þeim það sem eftir er.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Lárus Jónsson þjálfari Þórs virtist ekkert vera neitt sérstaklega svekktur með tapið í leikslok. Það var allan daginn ljóst að það yrði erfitt að sækja sigur og þegar Jordan Semple meiddist var brekkan orðin ansi brött. „Já þetta var brekka, sérstaklega eftir að Jordan datt út. Þá vissum við að það yrði erfitt að sækja sigur. Við reyndum okkur besta og mér fannst við spila vel, sérstaklega í öðrum leikhluta en enduðum hann ekki alveg nóg vel. Erum ellefu undir í staðinn fyrir að fara með 6-7 stiga mun í hálfleik sem hefði gefið okkur byr undir báða vængi. Svo bara voru Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik. Þá kannski kom liðsmunur í ljós.“ Sjúkralistinn er orðinn í lengra lagi hjá Þórsurum en Lárus vonaðist eftir að Jordan Semple yrði ekki lengi á þeim lista. Um að gera að vera bjartsýnn, spurning um hversu raunhæft þetta mat er þó. „Þetta var örugglega bara einhver tognun í vöðva. Acox kemur eitthvað og rykkir í hann og hann tognar. Ég veit ekki alveg hvernig staðan er. Tognun, er hann ekki bara einn tvo daga að jafna sig á því?“ Lárus sagði að undirbúningurinn fyrir næsta leik yrði ekkert frábrugðinn síðustu æfingum þrátt fyrir langan sjúkralista. Nú væri það fyrst og fremst andlega hliðin sem skipti máli. „Bara það sem við erum að gera alla daga. Núna horfum við eitthvað á þennan leik, en ég veit ekki alveg hvað ég get tekið mikið út úr honum. Svo bara mætum við Völsurum heima. Ég held að hvorugt liðið hafi verið að sýna mikið nýtt í dag. Liðin eru farin að þekkja hvort annað ofboðslega vel. Annars snýst þetta held ég bara meira um hausinn á sunnudaginn frekar en einhverja svakalega taktík.“ Hversu mikið er hægt að taka út úr leik þar sem minni spámenn fá svona mikinn spilatíma, sem þeir fá e.t.v. ekki aftur á tímabilinu? „Ekki nema kannski bara fyrir þá. Fyrir þá er þetta náttúrulega ótrúleg upplifun að fá að spila hérna í Valsheimilinu með fullt af áhorfendum og kannski á móti leikmönnum sem þeir vanalega fá aldrei að spila á móti og í þessari stemmingu. Við kannski getum ekki tekið neitt rosalega mikið út úr þessu en fyrir þessa kappa sem voru að spila margar mínútur þá á þessi leikur eftir að lifa með þeim það sem eftir er.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Í beinni: Haukar - Þór Ak. | Hafnfirðingar geta nálgast deildarmeistaratitilinn Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti