„Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. apríl 2023 21:43 Lárus er kominn með ansi langan sjúkralista í hendurnar Vísir/Bára Dröfn Valsmenn fóru með nokkuð afgerandi og öruggan sigur af hólmi gegn Þórsurum í 4-liða úrslitum Subway-deildarinnar í kvöld, lokatölur 91-65. Þórsarar mættu laskaðir til leiks, Vincent Shahid veikur og Pablo Hernandez puttabrotinn. Eftir aðeins rúmar tvær mínútur bættist Jordan Semple svo á sjúkralistann. Lárus Jónsson þjálfari Þórs virtist ekkert vera neitt sérstaklega svekktur með tapið í leikslok. Það var allan daginn ljóst að það yrði erfitt að sækja sigur og þegar Jordan Semple meiddist var brekkan orðin ansi brött. „Já þetta var brekka, sérstaklega eftir að Jordan datt út. Þá vissum við að það yrði erfitt að sækja sigur. Við reyndum okkur besta og mér fannst við spila vel, sérstaklega í öðrum leikhluta en enduðum hann ekki alveg nóg vel. Erum ellefu undir í staðinn fyrir að fara með 6-7 stiga mun í hálfleik sem hefði gefið okkur byr undir báða vængi. Svo bara voru Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik. Þá kannski kom liðsmunur í ljós.“ Sjúkralistinn er orðinn í lengra lagi hjá Þórsurum en Lárus vonaðist eftir að Jordan Semple yrði ekki lengi á þeim lista. Um að gera að vera bjartsýnn, spurning um hversu raunhæft þetta mat er þó. „Þetta var örugglega bara einhver tognun í vöðva. Acox kemur eitthvað og rykkir í hann og hann tognar. Ég veit ekki alveg hvernig staðan er. Tognun, er hann ekki bara einn tvo daga að jafna sig á því?“ Lárus sagði að undirbúningurinn fyrir næsta leik yrði ekkert frábrugðinn síðustu æfingum þrátt fyrir langan sjúkralista. Nú væri það fyrst og fremst andlega hliðin sem skipti máli. „Bara það sem við erum að gera alla daga. Núna horfum við eitthvað á þennan leik, en ég veit ekki alveg hvað ég get tekið mikið út úr honum. Svo bara mætum við Völsurum heima. Ég held að hvorugt liðið hafi verið að sýna mikið nýtt í dag. Liðin eru farin að þekkja hvort annað ofboðslega vel. Annars snýst þetta held ég bara meira um hausinn á sunnudaginn frekar en einhverja svakalega taktík.“ Hversu mikið er hægt að taka út úr leik þar sem minni spámenn fá svona mikinn spilatíma, sem þeir fá e.t.v. ekki aftur á tímabilinu? „Ekki nema kannski bara fyrir þá. Fyrir þá er þetta náttúrulega ótrúleg upplifun að fá að spila hérna í Valsheimilinu með fullt af áhorfendum og kannski á móti leikmönnum sem þeir vanalega fá aldrei að spila á móti og í þessari stemmingu. Við kannski getum ekki tekið neitt rosalega mikið út úr þessu en fyrir þessa kappa sem voru að spila margar mínútur þá á þessi leikur eftir að lifa með þeim það sem eftir er.“ Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Lárus Jónsson þjálfari Þórs virtist ekkert vera neitt sérstaklega svekktur með tapið í leikslok. Það var allan daginn ljóst að það yrði erfitt að sækja sigur og þegar Jordan Semple meiddist var brekkan orðin ansi brött. „Já þetta var brekka, sérstaklega eftir að Jordan datt út. Þá vissum við að það yrði erfitt að sækja sigur. Við reyndum okkur besta og mér fannst við spila vel, sérstaklega í öðrum leikhluta en enduðum hann ekki alveg nóg vel. Erum ellefu undir í staðinn fyrir að fara með 6-7 stiga mun í hálfleik sem hefði gefið okkur byr undir báða vængi. Svo bara voru Valsarar miklu betri en við í seinni hálfleik. Þá kannski kom liðsmunur í ljós.“ Sjúkralistinn er orðinn í lengra lagi hjá Þórsurum en Lárus vonaðist eftir að Jordan Semple yrði ekki lengi á þeim lista. Um að gera að vera bjartsýnn, spurning um hversu raunhæft þetta mat er þó. „Þetta var örugglega bara einhver tognun í vöðva. Acox kemur eitthvað og rykkir í hann og hann tognar. Ég veit ekki alveg hvernig staðan er. Tognun, er hann ekki bara einn tvo daga að jafna sig á því?“ Lárus sagði að undirbúningurinn fyrir næsta leik yrði ekkert frábrugðinn síðustu æfingum þrátt fyrir langan sjúkralista. Nú væri það fyrst og fremst andlega hliðin sem skipti máli. „Bara það sem við erum að gera alla daga. Núna horfum við eitthvað á þennan leik, en ég veit ekki alveg hvað ég get tekið mikið út úr honum. Svo bara mætum við Völsurum heima. Ég held að hvorugt liðið hafi verið að sýna mikið nýtt í dag. Liðin eru farin að þekkja hvort annað ofboðslega vel. Annars snýst þetta held ég bara meira um hausinn á sunnudaginn frekar en einhverja svakalega taktík.“ Hversu mikið er hægt að taka út úr leik þar sem minni spámenn fá svona mikinn spilatíma, sem þeir fá e.t.v. ekki aftur á tímabilinu? „Ekki nema kannski bara fyrir þá. Fyrir þá er þetta náttúrulega ótrúleg upplifun að fá að spila hérna í Valsheimilinu með fullt af áhorfendum og kannski á móti leikmönnum sem þeir vanalega fá aldrei að spila á móti og í þessari stemmingu. Við kannski getum ekki tekið neitt rosalega mikið út úr þessu en fyrir þessa kappa sem voru að spila margar mínútur þá á þessi leikur eftir að lifa með þeim það sem eftir er.“
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Leik lokið: Valur - Þór Þorl. 91-65 | Meistararnir á lífi eftir stórsigur Íslandsmeistarar Vals unnu sannkallaðan stórsigur er liðið tók á móti Þór frá Þorlákshöfn í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld, 91-65. 27. apríl 2023 20:53
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn