Breyta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. apríl 2023 15:36 Riðan í Miðfirði í Húnaþingi vestra er mikið áfall fyrir alla sveitina enda hafa margir í sig og á í verkefnum tengdum sauðfjárrækt. vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur fallist á tillögu yfirdýralæknis um breytta aðferðafræði við útrýmingu riðuveiki. Tillagan hefur verið kynnt í ríkisstjórn, en hún felst í því að markvisst verði unnið að hraðari ræktun riðuþolins sauðfjársstofns á ræktunarsvæðum sem eru skilgreind sem áhættusvæði. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Kindum í hundraðatali var slátrað í Húnaþingi vestra fyrr í mánuðnum. Vandræði voru með förgun fjárins þar sem brennsluofn til aðgerðanna var ekki virkur og erfiðlega gekk að fá verktaka til að urða. Þá voru deilur uppi um urðunarstað. Samkvæmt greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands, sem unnin var að beiðni yfirdýralæknis, er unnt að hraða mjög ræktun fyrir verndandi arfgerðum með markvissum arfgerðargreiningum. Með því að ráðast í þessa vinnu minnka líkur á riðusmiti, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinga og afleiddum áhrifum á samfélög. Tillagan felst einnig í því að Matvælastofnun yrði heimilt að undanskilja frá niðurskurði fé sem sýnt er fram á að beri verndandi arfgerð. Því fé yrði því haldið í einangrun á viðkomandi jörð. Á þennan hátt má rækta upp fjárstofn með verndandi arfgerð á riðusvæðum samhliða því að styrkja sjúkdómavarnir. „Stjórnvöld munu gera það sem þarf til að styðja bændur við að rækta upp verndandi arfgerðir gagnvart riðu. Samkvæmt tillögunni verða yfir 80% ásetts fjár á mestu áhættusvæðunum ólíkleg til að veikjast af riðu eftir fimm ár og þar af leiðandi hverfandi líkur á niðurskurði,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í tilkynningu. „Til að kveða megi niður þann vágest sem riðuveikin er þarf gott samstarf allra aðila, fjármögnun og afkastagetu við greiningar. Stefnt er að því að greina megi árlega 15 til 40 þúsund fjár og með þessum aðgerðum munu líkur á stórfelldum niðurskurði minnka hratt.“ Samkvæmt greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands nemur kostnaður við fyrrnefndar aðgerðir 567 milljónum á næstu 7 árum og verður sú fjármögnun tryggð. Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgfirðingar óttast að girðingar haldi riðusmiti ekki frá Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandi sauðfjárveikivarnagirðinga í landinu. Skorar hún á matvælaráðherra og Matvælastofnun að axla ábyrgð. 25. apríl 2023 15:25 Léttir að þessum kafla sé lokið Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla sé lokið, þó að enginn sé sáttur við urðun. Nú þurfi að safna kröftum fyrir næsta fasa. 20. apríl 2023 19:16 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Kindum í hundraðatali var slátrað í Húnaþingi vestra fyrr í mánuðnum. Vandræði voru með förgun fjárins þar sem brennsluofn til aðgerðanna var ekki virkur og erfiðlega gekk að fá verktaka til að urða. Þá voru deilur uppi um urðunarstað. Samkvæmt greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands, sem unnin var að beiðni yfirdýralæknis, er unnt að hraða mjög ræktun fyrir verndandi arfgerðum með markvissum arfgerðargreiningum. Með því að ráðast í þessa vinnu minnka líkur á riðusmiti, með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinga og afleiddum áhrifum á samfélög. Tillagan felst einnig í því að Matvælastofnun yrði heimilt að undanskilja frá niðurskurði fé sem sýnt er fram á að beri verndandi arfgerð. Því fé yrði því haldið í einangrun á viðkomandi jörð. Á þennan hátt má rækta upp fjárstofn með verndandi arfgerð á riðusvæðum samhliða því að styrkja sjúkdómavarnir. „Stjórnvöld munu gera það sem þarf til að styðja bændur við að rækta upp verndandi arfgerðir gagnvart riðu. Samkvæmt tillögunni verða yfir 80% ásetts fjár á mestu áhættusvæðunum ólíkleg til að veikjast af riðu eftir fimm ár og þar af leiðandi hverfandi líkur á niðurskurði,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra í tilkynningu. „Til að kveða megi niður þann vágest sem riðuveikin er þarf gott samstarf allra aðila, fjármögnun og afkastagetu við greiningar. Stefnt er að því að greina megi árlega 15 til 40 þúsund fjár og með þessum aðgerðum munu líkur á stórfelldum niðurskurði minnka hratt.“ Samkvæmt greinargerð Landbúnaðarháskóla Íslands nemur kostnaður við fyrrnefndar aðgerðir 567 milljónum á næstu 7 árum og verður sú fjármögnun tryggð.
Riða í Miðfirði Landbúnaður Húnaþing vestra Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Borgfirðingar óttast að girðingar haldi riðusmiti ekki frá Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandi sauðfjárveikivarnagirðinga í landinu. Skorar hún á matvælaráðherra og Matvælastofnun að axla ábyrgð. 25. apríl 2023 15:25 Léttir að þessum kafla sé lokið Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla sé lokið, þó að enginn sé sáttur við urðun. Nú þurfi að safna kröftum fyrir næsta fasa. 20. apríl 2023 19:16 Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Borgfirðingar óttast að girðingar haldi riðusmiti ekki frá Umhverfis- og landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar lýsir yfir miklum áhyggjum af ástandi sauðfjárveikivarnagirðinga í landinu. Skorar hún á matvælaráðherra og Matvælastofnun að axla ábyrgð. 25. apríl 2023 15:25
Léttir að þessum kafla sé lokið Riðusmitað fé sem var aflífað á bænum Syðri-Urriðaá á þriðjudag var loks urðað í dag eftir miklar deilur um staðsetningu. Sveitarstjóri segir það létti að þessum kafla sé lokið, þó að enginn sé sáttur við urðun. Nú þurfi að safna kröftum fyrir næsta fasa. 20. apríl 2023 19:16
Urðun kinda örþrifaráð og förgunarkerfið alltof veikt Urðun riðusmitaðra kinda er alger neyðarrástöfum, segir forstjóri Umhverfisstofnunar. Engar aðrar lausnir séu í sjónmáli. Kerfið sem eigi að halda utan um förgun úrgangs sé alltof veikt, það hafi undanfarnir dagar sýnt. 19. apríl 2023 20:25