Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. maí 2023 13:07 Lárus Jónsson hefur beðið Kristófer Acox afsökunar á ummælum sínum eftir leik Þórs Þorlákshafna og Vals í undanúrslitum Subway-deildar karla. Samsett Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. Jordan Semple þurfti að fara af velli í upphafi leiks á Hlíðarenda síðastliðinn fimmtudag og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Hann lét reyna á það að spila í fjórða leik liðanna í Þorlákshöfn í gærkvöldi, en gat augljóslega ekki beitt sér að fullu og þessi mikilvægi leikmaður lék aðeins rétt rúmar níu mínútur er Þórsarar máttu þola 11 stiga tap, 94-103. Að leik loknum sagði Lárus svo í viðtali við Stöð 2 að leikmanni Vals væri „búið að takast ætlunarverk sitt,“ og átti þá við Kristófer Acox. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus í viðtali eftir leikinn. Brotið hafði engar afleiðingar nema fyrir Þórsara Lárus hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sínum og segist ekki hafa ætlað að gera Kristófer upp ásetning, enda geti hann með engu móti sagt til um hvort um viljaverk hafi verið að ræða. „Góðan dag. Mig langar að biðja Kristófer Acox afsökunar á að hafa gert honum upp ásetning í tengslum við brot á Jordan Semple í viðtölum eftir leikinn í gær. Auðvitað get ég ekki sagt til um það hvort brotið hafi verið viljaverk eða ekki,“ ritar Lárus á Facebook-síðu sína. „Það sem ég vildi benda á er að brotið var alvarlegt en hafði því miður engar afleiðingar í för með sér nema þær að leikmaður slasast og Þór Þorlákshöfn er einum góðum manni færri.“ Hann segist ekki ætla að setja sig í dómarahlutverk, en minnir á að deildin verði aldrei betri en leikmennirnir sem spila í henni. „Það er ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli en ég hef mikinn metnað fyrir því að deildin okkar verði sem best. Góð deild verður aldrei betri heldur en leikmennirnir sem spila leikinn. Það er því mjög miður þegar alvarleg brot verða þess valdandi að góðir leikmenn sem við viljum sannarlega sjá kljást á vellinum geta ekki spilað leikinn fagra.“ „Nú er það okkar að vinna úr þessum aðstæðum. Við munum mæta grænir og glaðir til leiks ásamt okkar frábæra stuðningsfólki í oddaleik að Hlíðarenda á morgun,“ segir Lárus að lokum. Þór Þorlákshöfn heimsækir Val í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hvort Jordan Semple verði með Þórsurum af fullum krafti verður hins vegar að koma í ljós. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
Jordan Semple þurfti að fara af velli í upphafi leiks á Hlíðarenda síðastliðinn fimmtudag og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Hann lét reyna á það að spila í fjórða leik liðanna í Þorlákshöfn í gærkvöldi, en gat augljóslega ekki beitt sér að fullu og þessi mikilvægi leikmaður lék aðeins rétt rúmar níu mínútur er Þórsarar máttu þola 11 stiga tap, 94-103. Að leik loknum sagði Lárus svo í viðtali við Stöð 2 að leikmanni Vals væri „búið að takast ætlunarverk sitt,“ og átti þá við Kristófer Acox. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það,“ sagði Lárus í viðtali eftir leikinn. Brotið hafði engar afleiðingar nema fyrir Þórsara Lárus hefur nú beðist afsökunar á þessum ummælum sínum og segist ekki hafa ætlað að gera Kristófer upp ásetning, enda geti hann með engu móti sagt til um hvort um viljaverk hafi verið að ræða. „Góðan dag. Mig langar að biðja Kristófer Acox afsökunar á að hafa gert honum upp ásetning í tengslum við brot á Jordan Semple í viðtölum eftir leikinn í gær. Auðvitað get ég ekki sagt til um það hvort brotið hafi verið viljaverk eða ekki,“ ritar Lárus á Facebook-síðu sína. „Það sem ég vildi benda á er að brotið var alvarlegt en hafði því miður engar afleiðingar í för með sér nema þær að leikmaður slasast og Þór Þorlákshöfn er einum góðum manni færri.“ Hann segist ekki ætla að setja sig í dómarahlutverk, en minnir á að deildin verði aldrei betri en leikmennirnir sem spila í henni. „Það er ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli en ég hef mikinn metnað fyrir því að deildin okkar verði sem best. Góð deild verður aldrei betri heldur en leikmennirnir sem spila leikinn. Það er því mjög miður þegar alvarleg brot verða þess valdandi að góðir leikmenn sem við viljum sannarlega sjá kljást á vellinum geta ekki spilað leikinn fagra.“ „Nú er það okkar að vinna úr þessum aðstæðum. Við munum mæta grænir og glaðir til leiks ásamt okkar frábæra stuðningsfólki í oddaleik að Hlíðarenda á morgun,“ segir Lárus að lokum. Þór Þorlákshöfn heimsækir Val í oddaleik um sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla annað kvöld klukkan 20:15 og verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Hvort Jordan Semple verði með Þórsurum af fullum krafti verður hins vegar að koma í ljós.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Valur Tengdar fréttir „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Sjá meira
„Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15
Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52
Umfjöllun og viðtöl: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn