40 þúsund dósir á dag hjá Dósaseli í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2023 21:03 Sandra Rós Margeirsdóttir starfsmaður Dósasels, sem hrósar vinnustaðnum og hún ætlar sér að vinna þar í mörg ár í viðbót. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil og merkileg starfsemi fer fram í Dósaseli í Reykjanesbæ, sem er verndaður vinnustaður. Þar tekur starfsfólkið á móti fjörutíu þúsund einnota umbúðum á hverjum degi en flokkunarvélar sjá um að umbúðirnar fari á rétta staði. Dósasel er verndaður vinnustaður sem rekinn er af Þroskahjálp á Suðurnesjum en þar starfa að jafnaði um 10 fatlaðir starfsmenn allan ársins hring og taka á móti dósum til endurvinnslu. Fólk af öllum Suðurnesjum kemur með dósir og flöskur í Dósasel en um 40 þúsund slíkar umbúðir koma þangað á hverjum degi virka daga vikunnar og fá viðskiptavinir skilagjald fyrir. Tækjakostur Dósasels er mjög fullkomin, til dæmis eru myndavélar á flokkunarlínunum. „Myndavélin tekur 200 myndir af hverri flösku til að vita hvernig hún eigi að sortera. Hún gerir það til þess að skynja hverja flösku og vita hvert hún á að fara, það sorterast í ál, plast og gler í sinn hvorn pokann,“ segir Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels og bætir við. „Ég veit að við erum að kaupa fyrir rúmar 200 milljónir flöskur á ári. Þetta eru um 40 þúsund stykki á dag.“ Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels, sem stendur sig vel í sínu starfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að flokka gler, rusl og plast og ál. Þetta er bara gaman og skemmtilegur vinnustaður, ég ætla að vinna hérna í mörg ár í viðbót,“ segir Sandra Rós Margeirsdóttir starfsmaður Dósasels. „Það er alltaf gaman í vinnunni hérna, alltaf. Það er svo mikil gleði hérna og gaman að mæta á morgnana og skemmtilegt að hafa góða yfirmenn og horfa á fólk hérna koma með dósirnar,“ segir Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels. Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels, sem er alltaf mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þáttur um Dósasel var í kvöld á Stöð 2 í þættinum „Mig langar að vita“, sem er hægt að nálgast í heild sinni á Stöð 2+ Reykjanesbær Mig langar að vita Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Dósasel er verndaður vinnustaður sem rekinn er af Þroskahjálp á Suðurnesjum en þar starfa að jafnaði um 10 fatlaðir starfsmenn allan ársins hring og taka á móti dósum til endurvinnslu. Fólk af öllum Suðurnesjum kemur með dósir og flöskur í Dósasel en um 40 þúsund slíkar umbúðir koma þangað á hverjum degi virka daga vikunnar og fá viðskiptavinir skilagjald fyrir. Tækjakostur Dósasels er mjög fullkomin, til dæmis eru myndavélar á flokkunarlínunum. „Myndavélin tekur 200 myndir af hverri flösku til að vita hvernig hún eigi að sortera. Hún gerir það til þess að skynja hverja flösku og vita hvert hún á að fara, það sorterast í ál, plast og gler í sinn hvorn pokann,“ segir Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels og bætir við. „Ég veit að við erum að kaupa fyrir rúmar 200 milljónir flöskur á ári. Þetta eru um 40 þúsund stykki á dag.“ Inga Jóna Björgvinsdóttir forstöðukona Dósasels, sem stendur sig vel í sínu starfi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að flokka gler, rusl og plast og ál. Þetta er bara gaman og skemmtilegur vinnustaður, ég ætla að vinna hérna í mörg ár í viðbót,“ segir Sandra Rós Margeirsdóttir starfsmaður Dósasels. „Það er alltaf gaman í vinnunni hérna, alltaf. Það er svo mikil gleði hérna og gaman að mæta á morgnana og skemmtilegt að hafa góða yfirmenn og horfa á fólk hérna koma með dósirnar,“ segir Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels. Ragnar Lárus Ólafsson starfsmaður Dósasels, sem er alltaf mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þáttur um Dósasel var í kvöld á Stöð 2 í þættinum „Mig langar að vita“, sem er hægt að nálgast í heild sinni á Stöð 2+
Reykjanesbær Mig langar að vita Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira