Minnist systur sinnar sem lést á Selfossi í síðustu viku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2023 00:46 Valda minnist Sofiu systur sinnar í hjartnæmri færslu á Facebook í kvöld. Konan sem fannst látin í heimahúsi á Selfossi fimmtudaginn 27. apríl hét Sofia Sarmite Kolesnikova og var á 29. aldursári. Eldri systir hennar segir Sofiu aldrei hafa neytt áfengis, reykt eða neitt því líkt. Hún treystir á að lögreglan komist til botns í því hvað gerðist. Lögreglan á Suðurlandi hefur andlátið til rannsóknar og handtók tvo karlmenn á þrítugsaldri í liðinni viku vegna þess. Þeir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru hálfbræður á þrítugsaldri samvkæmt heimildum fréttastofu. Valda Nicola, eldri systir Sofiu heitinnar, segir í færslu á Facebook óásættanlega tilfinningu sitja eftir í hjarta fjölskyldunnar að vita að Sofia sé látin. „Á fimmtudaginn fáum við þær fréttir að þú sért farin. Við vitum ekki hvað gerðist en við treystum lögreglunni að finna út úr því,“ segir Valda í færslunni og er full af þakklæti fyrir hverja mínútu sem þær systur áttu saman. Systurnar á góðri stundu saman í ræktinni. „Þú varst manneskjan sem þekkti innihaldslýsinguna í öllu sem þú borðaðir, í öllu snyrtidóti og hverjum safa sem þú drakkst því þú hugsaðir svo mikið um heilbrigðan lífstíl og mataræði. Það var eins og þú værir að undirbúa þig til að lifa þangað til þú yrðir 200 ára.“ Vísir náði ekki sambandi við Völdu við vinnslu fréttarinnar. Valda segir í stuttu samtali við DV að í umræðunni hafi heyrst að systir hennar væri fíkill eða eitthvað þess háttar. Það sé fjarri sannleikanum. „Þú ert eina manneskjan sem ég þekki í lífi mínu sem aldrei neytti áfengis, aldrei reykti eða gerði neitt af þessum slæmu hlutum. Sú sem alltaf vildir hjálpa ef þú gast, ég held ég hafi aldrei heyrt þig öskra af reiði, þú varst alltaf svo ljúf og hjartahlý,“ segir Valda. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi í dag kom fram að rannsóknin sé umfangsmikil og á viðkvæmu stigi. Henni miði vel áfram en litlar upplýsingar sé hægt að veita að svo stöddu. Lögreglumál Árborg Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Nafn hinnar látnu ekki gefið upp Lögreglan á Suðurlandi hyggst ekki gefa upp nafn ungrar stúlku sem lést á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 1. maí 2023 17:54 Fallist á gæsluvarðhald yfir mönnunum Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 29. apríl 2023 11:46 Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur andlátið til rannsóknar og handtók tvo karlmenn á þrítugsaldri í liðinni viku vegna þess. Þeir voru úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn. Þeir eru hálfbræður á þrítugsaldri samvkæmt heimildum fréttastofu. Valda Nicola, eldri systir Sofiu heitinnar, segir í færslu á Facebook óásættanlega tilfinningu sitja eftir í hjarta fjölskyldunnar að vita að Sofia sé látin. „Á fimmtudaginn fáum við þær fréttir að þú sért farin. Við vitum ekki hvað gerðist en við treystum lögreglunni að finna út úr því,“ segir Valda í færslunni og er full af þakklæti fyrir hverja mínútu sem þær systur áttu saman. Systurnar á góðri stundu saman í ræktinni. „Þú varst manneskjan sem þekkti innihaldslýsinguna í öllu sem þú borðaðir, í öllu snyrtidóti og hverjum safa sem þú drakkst því þú hugsaðir svo mikið um heilbrigðan lífstíl og mataræði. Það var eins og þú værir að undirbúa þig til að lifa þangað til þú yrðir 200 ára.“ Vísir náði ekki sambandi við Völdu við vinnslu fréttarinnar. Valda segir í stuttu samtali við DV að í umræðunni hafi heyrst að systir hennar væri fíkill eða eitthvað þess háttar. Það sé fjarri sannleikanum. „Þú ert eina manneskjan sem ég þekki í lífi mínu sem aldrei neytti áfengis, aldrei reykti eða gerði neitt af þessum slæmu hlutum. Sú sem alltaf vildir hjálpa ef þú gast, ég held ég hafi aldrei heyrt þig öskra af reiði, þú varst alltaf svo ljúf og hjartahlý,“ segir Valda. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi í dag kom fram að rannsóknin sé umfangsmikil og á viðkvæmu stigi. Henni miði vel áfram en litlar upplýsingar sé hægt að veita að svo stöddu.
Lögreglumál Árborg Grunur um manndráp á Selfossi Tengdar fréttir Nafn hinnar látnu ekki gefið upp Lögreglan á Suðurlandi hyggst ekki gefa upp nafn ungrar stúlku sem lést á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 1. maí 2023 17:54 Fallist á gæsluvarðhald yfir mönnunum Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 29. apríl 2023 11:46 Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóri Mýrdalshrepp vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Sjá meira
Nafn hinnar látnu ekki gefið upp Lögreglan á Suðurlandi hyggst ekki gefa upp nafn ungrar stúlku sem lést á Selfossi síðastliðinn fimmtudag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 1. maí 2023 17:54
Fallist á gæsluvarðhald yfir mönnunum Héraðsdómur Suðurlands hefur fallist á kröfur Lögreglustjórans á Suðurlandi um gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem voru handteknir í tengslum við rannsókn á andláti konu í heimahúsi á Selfossi. Verða mennirnir í gæsluvarðhaldi til 5. maí næstkomandi. 29. apríl 2023 11:46
Konan sem lést á Selfossi var á þrítugsaldri Konan sem lést á Selfossi í gær við grunsamlegar kringumstæður var á þrítugsaldri. Hún lést í heimahúsi. Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á vettvangi og var haldið af lögreglu í gær. 28. apríl 2023 06:31