Vilja að Klopp verði refsað og leggja til frádrátt stiga Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 10:00 Jürgen Klopp átti ýmislegt vantalað við dómara leiksins eftir 4-3 sigurinn gegn Tottenham á sunnudag. Getty/Peter Byrne Chris Sutton, sérfræðingur BBC, og stuðningssamtök knattspyrnudómara í Bretlandi eru meðal þeirra sem kallað hafa eftir því að Jürgen Klopp verði úrskurðaður í bann fyrir hegðun sína um helgina. Klopp fékk gult spjald í hinum dramatíska 4-3 sigri Liverpool gegn Tottenham á Anfield á sunnudaginn, eftir að hafa fagnað sigurmarki Diogo Jota fyrir framan fjórða dómara leiksins. Markið kom seint í uppbótartíma, rétt eftir að Tottenham hafði jafnað metin, og meiddist Klopp einnig í læri í fögnuðinum. Eftir leik sagðist svo Klopp telja að aðaldómara leiksins, Paul Tierney, væri í nöp við Liverpool, og að Tierney hefði látið orð falla sem að væru ekki í lagi. Enska dómarasambandið fann sig knúið til að senda út yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að fara yfir hljóðupptöku Tierney úr leiknum og að hann hefði reynst fagmannlegur í sínu starfi. „Hann [Klopp] ætti að fara í bann frá boðvangnum vegna þess hvernig hann hagaði sér á hliðarlínunni,“ sagði Sutton í þætti BBC Radio 5 í gærkvöld. „Ég held að sekt dugi ekki til. Hann hefur gert þetta áður. Þetta er stórmál. Það voru þjálfarar og börn að horfa sem núna halda að það sé í lagi að hlaupa að dómara og smána hann. Að mínu mati ætti Klopp að fara í bann. Hann veit að hann á ekki að haga sér svona,“ sagði Sutton. Martin Cassidy hjá stuðningssamtökum knattspyrnudómara í Bretlandi (e. Ref Support UK) tók í sama streng. Cassidy, sem er stuðningsmaður Liverpool, vill að notast verði við stigafrádrátt fyrir hegðun eins og þá sem Klopp sýndi. „Við teljum að bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir,“ sagði Cassidy við BBC Sport. „Við teljum líka að knattspyrnusambandið ætti að skoða það að notast við stigafrádrátt á öllum stigum gagnvart þeim sem að reglulega fara yfir strikið gagnvart dómurum leiksins,“ sagði Cassidy. Klopp fékk eins leiks bann eftir að honum var vísað af velli gegn Manchester City í október, auk 30.000 punda sektar, og var þá varaður við því að þurfa að haga sér betur í framtíðinni. Enski boltinn Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Klopp fékk gult spjald í hinum dramatíska 4-3 sigri Liverpool gegn Tottenham á Anfield á sunnudaginn, eftir að hafa fagnað sigurmarki Diogo Jota fyrir framan fjórða dómara leiksins. Markið kom seint í uppbótartíma, rétt eftir að Tottenham hafði jafnað metin, og meiddist Klopp einnig í læri í fögnuðinum. Eftir leik sagðist svo Klopp telja að aðaldómara leiksins, Paul Tierney, væri í nöp við Liverpool, og að Tierney hefði látið orð falla sem að væru ekki í lagi. Enska dómarasambandið fann sig knúið til að senda út yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að fara yfir hljóðupptöku Tierney úr leiknum og að hann hefði reynst fagmannlegur í sínu starfi. „Hann [Klopp] ætti að fara í bann frá boðvangnum vegna þess hvernig hann hagaði sér á hliðarlínunni,“ sagði Sutton í þætti BBC Radio 5 í gærkvöld. „Ég held að sekt dugi ekki til. Hann hefur gert þetta áður. Þetta er stórmál. Það voru þjálfarar og börn að horfa sem núna halda að það sé í lagi að hlaupa að dómara og smána hann. Að mínu mati ætti Klopp að fara í bann. Hann veit að hann á ekki að haga sér svona,“ sagði Sutton. Martin Cassidy hjá stuðningssamtökum knattspyrnudómara í Bretlandi (e. Ref Support UK) tók í sama streng. Cassidy, sem er stuðningsmaður Liverpool, vill að notast verði við stigafrádrátt fyrir hegðun eins og þá sem Klopp sýndi. „Við teljum að bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir,“ sagði Cassidy við BBC Sport. „Við teljum líka að knattspyrnusambandið ætti að skoða það að notast við stigafrádrátt á öllum stigum gagnvart þeim sem að reglulega fara yfir strikið gagnvart dómurum leiksins,“ sagði Cassidy. Klopp fékk eins leiks bann eftir að honum var vísað af velli gegn Manchester City í október, auk 30.000 punda sektar, og var þá varaður við því að þurfa að haga sér betur í framtíðinni.
Enski boltinn Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira