Í tilkynningu frá BSRB segir að markmið könnunarinnar sé að meta fjárhagsstöðu, húsnæðisöryggi, líkamlega og andlega heilsu sem og algengi réttindabrota meðal launafólks innan aðildarfélaga ASÍ og BSRB.
Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá fundinum í spilara að neðan.
Dagskrá:
- 10:30 -10:50. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu kynnir helstu niðurstöður.
- 10:50 -10:55. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, setur niðurstöðurnar í samhengi við stöðu félagsfólks BSRB.
- 10:55 -11:00. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, setur niðurstöðurnar í samhengi við stöðu félagsfólks ASÍ.