Íslendingar svartsýnir á gengi Íslands í Eurovision Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 15:00 Diljá ýtti Íslendingum ofar í veðbönkum eftir fyrstu æfingu. Eurovision nördar hafa engar áhyggjur af genginu en þjóðin er öllu svartsýnni. EBU Meirihluti Íslendinga er svartsýnn á gengi landsins í Eurovision söngvakeppninni í ár. Fáir eru vongóðir um að Diljá Pétursdóttir beri sigur úr býtum fyrir hönd Íslands. Fjöldinn er svipaður og í fyrra þegar Systur kepptu. Mun meiri bjartsýni var hjá landanum þegar Hatari keppti árið 2019 og árin tvö á eftir þegar Daði og Gagnamagnið voru í eldlínunni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu. Þar voru Íslendingar á öllum aldri spurðir að því í hvaða sæti þeir halda að framlag Íslands lendi í Eurovision keppninni í ár. Eins og alþjóð veit er Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í ár með lag sitt Power. Diljá steig á Eurovision sviðið í gær á sinni fyrstu æfingu og var brött eftir frammistöðu sína þegar hún ræddi við Vísi. Veðbankar voru hrifnir og fór Diljá upp um eitt sæti miðað við spár veðbanka. Henni er nú spáð 28. sætinu. Telja Diljá enda fyrir miðju Alls voru 938 manns spurðir að því í hvaða sæti þau telja að framlag Íslands lendi í Eurovision í ár. Flestir telja að Diljá muni lenda í 16. til 20. sæti, eða 31,8 prósent. 14,8 prósent hafa trú á því að Ísland skelli sér í 11. til 15. sæti og sömuleiðis er svipaður fjöldi sem hefur trú á því að Ísland verði í 6. til 10. sæti eða 14,3 prósent. Einungis 5,9 prósent Íslendinga telja að framlag Íslands geti borið sigur úr býtum í keppninni í ár en fáir telja þó að Diljá muni enda í einum af neðstu sætunum. 4,6 prósent svarenda telja að Ísland endi í 36. til 40. sæti, sem eru þau allra neðstu sætin sem eru í boði. 4,9 prósent telja Diljá enda í 31. til 35. sæti en 10 prósent veðja á að árangur Íslands skili sér í 26. til 30. sæti. 13,7 prósent telja svo að árangurinn verði í meðallagi, 21. - 25. sæti í keppninni í maí. maskína Tekjulægstir, Norðlendingar og kjósendur Sósíalistaflokksins bjartsýnastir Þá eru niðurstöður könnunar Maskínu meðal annars greindar eftir kyni, menntun, aldurshópi, búsetu, tekjum og eftir því hvaða stjórnmálaflokk viðkomandi kýs. Þar má meðal annars sjá að langstærstur hluti þeirra sem telja Diljá munu ná 6. - 10. sæti eru á aldrinum 18 til 29 ára. 23,8 prósent svarenda í þeim aldurshópi telja að Diljá geti náð svo langt í keppninni. Þeir sem eru á aldursbilinu 50 til 59 ára eru hinsvegar langsvartsýnastir á gengi Íslands í keppninni. Einungis 1,1 prósent svarenda í þeim aldurshópi telur að Ísland geti farið með sigur úr býtum í keppninni. Maskína Flestir þeirra sem telja Ísland geta náð 1.-5. sæti búa á Norðurlandi en 7 prósent Norðlendinga telja að Ísland geti hafnað svo ofarlega. Þá telja 11,3 prósent þeirra sem eru með lægstar tekjur að Ísland geti unnið en einungis 5,5 prósent þeirra sem eru með hæstar tekjur. Þá er stærstur hluti þeirra sem telja Ísland geta hafnað í fyrsta sæti meðal kjósenda Sósíalistaflokksins. 13,2 prósent kjósenda Sósíalista telja Ísland geta hafnað í 1. til 5. sæti en einungis 1,8 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa Miðflokkinn hafa trú á svo góðum árangri. Maskína Fleiri hafa trú á Diljá en Ara Sé könnun Maskínu borin saman við kannanir fyrri ára eða til ársins 2018 þegar Íslendingar voru spurðir að því hvar þeir halda að framlag Íslands lendi í keppninni, má sjá að Íslendingar hafa bæði verið svartsýnni og bjartsýnni. Meirihluti svarenda trúði því að Ari Ólafsson með lag sitt Our Choice í keppninni árið 2018 myndi lenda í 36. til 40. sæti en einungis 5 prósent svarenda nú telja að það muni verða örlög Diljáar. Íslendingar voru þó töluvert bjartsýnni á gengi Íslands árin 2019 og 2021 þegar Hatari og Daði Freyr voru fulltrúar Íslands. Meirihlutinn bæði ár hafði trú á því að keppendurnir kæmust í 6.-10. sæti. 25 prósent höfðu þessa trú á Hatara en 32 prósent á Daða Frey. Jákvæðni Íslendinga sveif yfir vötnum þegar Daði Freyr og Gagnamagnið voru fulltrúar Íslands.Hulda Margrét 22 prósent höfðu trú á því að Daði kæmist í 1.-5 sæti og enn fleiri höfðu slíka trú á Hatara, eða 24 prósent svarenda. Þessi trú byggði á einhverju raunsönnu en Hatari endaði í 10. sæti í Tel Aviv og Daði Freyr og Gagnamagnið í því fjórða. Til samanburðar höfðu fáir trú á gengi Systra í fyrra en 25 prósent töldu þær myndu enda í 16. til 20. sæti en einungis 12 prósent að þær myndu enda í 6. til 10. sæti. 6 prósent töldu þær geta unnið, rétt eins Diljá nú. Eurovision nördar örvænta ekki Eins og fram hefur komið eru Eurovision nördar þó bjartsýnir en Ísak Pálmason formaður FÁSES sagði í samtali við Vísi í apríl að spyrja þurfi að leikslokum. Diljá hafi það sem þarf til þess að heilla Evrópubúa upp úr skónum þegar hún stígur á svið í seinni undanúrslitunum 11. maí næstkomandi. „Það sem skiptir líka öllu máli í Eurovision eru þessar þrjár mínútur sem þú hefur í sjónvarpinu. Diljá þarf að negla það móment. Við erum mjög bjartsýn!“ Eurovision Skoðanakannanir Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu. Þar voru Íslendingar á öllum aldri spurðir að því í hvaða sæti þeir halda að framlag Íslands lendi í Eurovision keppninni í ár. Eins og alþjóð veit er Diljá Pétursdóttir fulltrúi Íslands í ár með lag sitt Power. Diljá steig á Eurovision sviðið í gær á sinni fyrstu æfingu og var brött eftir frammistöðu sína þegar hún ræddi við Vísi. Veðbankar voru hrifnir og fór Diljá upp um eitt sæti miðað við spár veðbanka. Henni er nú spáð 28. sætinu. Telja Diljá enda fyrir miðju Alls voru 938 manns spurðir að því í hvaða sæti þau telja að framlag Íslands lendi í Eurovision í ár. Flestir telja að Diljá muni lenda í 16. til 20. sæti, eða 31,8 prósent. 14,8 prósent hafa trú á því að Ísland skelli sér í 11. til 15. sæti og sömuleiðis er svipaður fjöldi sem hefur trú á því að Ísland verði í 6. til 10. sæti eða 14,3 prósent. Einungis 5,9 prósent Íslendinga telja að framlag Íslands geti borið sigur úr býtum í keppninni í ár en fáir telja þó að Diljá muni enda í einum af neðstu sætunum. 4,6 prósent svarenda telja að Ísland endi í 36. til 40. sæti, sem eru þau allra neðstu sætin sem eru í boði. 4,9 prósent telja Diljá enda í 31. til 35. sæti en 10 prósent veðja á að árangur Íslands skili sér í 26. til 30. sæti. 13,7 prósent telja svo að árangurinn verði í meðallagi, 21. - 25. sæti í keppninni í maí. maskína Tekjulægstir, Norðlendingar og kjósendur Sósíalistaflokksins bjartsýnastir Þá eru niðurstöður könnunar Maskínu meðal annars greindar eftir kyni, menntun, aldurshópi, búsetu, tekjum og eftir því hvaða stjórnmálaflokk viðkomandi kýs. Þar má meðal annars sjá að langstærstur hluti þeirra sem telja Diljá munu ná 6. - 10. sæti eru á aldrinum 18 til 29 ára. 23,8 prósent svarenda í þeim aldurshópi telja að Diljá geti náð svo langt í keppninni. Þeir sem eru á aldursbilinu 50 til 59 ára eru hinsvegar langsvartsýnastir á gengi Íslands í keppninni. Einungis 1,1 prósent svarenda í þeim aldurshópi telur að Ísland geti farið með sigur úr býtum í keppninni. Maskína Flestir þeirra sem telja Ísland geta náð 1.-5. sæti búa á Norðurlandi en 7 prósent Norðlendinga telja að Ísland geti hafnað svo ofarlega. Þá telja 11,3 prósent þeirra sem eru með lægstar tekjur að Ísland geti unnið en einungis 5,5 prósent þeirra sem eru með hæstar tekjur. Þá er stærstur hluti þeirra sem telja Ísland geta hafnað í fyrsta sæti meðal kjósenda Sósíalistaflokksins. 13,2 prósent kjósenda Sósíalista telja Ísland geta hafnað í 1. til 5. sæti en einungis 1,8 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa Miðflokkinn hafa trú á svo góðum árangri. Maskína Fleiri hafa trú á Diljá en Ara Sé könnun Maskínu borin saman við kannanir fyrri ára eða til ársins 2018 þegar Íslendingar voru spurðir að því hvar þeir halda að framlag Íslands lendi í keppninni, má sjá að Íslendingar hafa bæði verið svartsýnni og bjartsýnni. Meirihluti svarenda trúði því að Ari Ólafsson með lag sitt Our Choice í keppninni árið 2018 myndi lenda í 36. til 40. sæti en einungis 5 prósent svarenda nú telja að það muni verða örlög Diljáar. Íslendingar voru þó töluvert bjartsýnni á gengi Íslands árin 2019 og 2021 þegar Hatari og Daði Freyr voru fulltrúar Íslands. Meirihlutinn bæði ár hafði trú á því að keppendurnir kæmust í 6.-10. sæti. 25 prósent höfðu þessa trú á Hatara en 32 prósent á Daða Frey. Jákvæðni Íslendinga sveif yfir vötnum þegar Daði Freyr og Gagnamagnið voru fulltrúar Íslands.Hulda Margrét 22 prósent höfðu trú á því að Daði kæmist í 1.-5 sæti og enn fleiri höfðu slíka trú á Hatara, eða 24 prósent svarenda. Þessi trú byggði á einhverju raunsönnu en Hatari endaði í 10. sæti í Tel Aviv og Daði Freyr og Gagnamagnið í því fjórða. Til samanburðar höfðu fáir trú á gengi Systra í fyrra en 25 prósent töldu þær myndu enda í 16. til 20. sæti en einungis 12 prósent að þær myndu enda í 6. til 10. sæti. 6 prósent töldu þær geta unnið, rétt eins Diljá nú. Eurovision nördar örvænta ekki Eins og fram hefur komið eru Eurovision nördar þó bjartsýnir en Ísak Pálmason formaður FÁSES sagði í samtali við Vísi í apríl að spyrja þurfi að leikslokum. Diljá hafi það sem þarf til þess að heilla Evrópubúa upp úr skónum þegar hún stígur á svið í seinni undanúrslitunum 11. maí næstkomandi. „Það sem skiptir líka öllu máli í Eurovision eru þessar þrjár mínútur sem þú hefur í sjónvarpinu. Diljá þarf að negla það móment. Við erum mjög bjartsýn!“
Eurovision Skoðanakannanir Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Sjá meira