„Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 15:55 Spurningin um meint banatilræði Úkraínumanna á hendur Pútín er sú eina sem Selenskí svaraði á ensku á blaðamannafundinum með leiðtogum Norðurlanda. Vísir/Einar Árnason Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segir ásakanir rússneskra stjórnvalda á hendur Úkraínu um að hafa staðið fyrir banatilræði gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun ekki eiga við rök að styðjast. Þetta er meðal þess sem fram kom á sameiginlegum blaðamannafundi forsetans með leiðtogum Norðurlandanna á blaðamannafundi í Helsinki nú fyrir skemmstu. Þar var Selenskí spurður út í málið. Rússnesk stjórnvöld segja þau úkraínsku bera ábyrgð á tveimur drónum sem flogið var á Kreml í Moskvu í morgun og sprungu í loft upp. Þau segja að um hryðjuverkaárás sé að ræða og áskilja sér rétt til hefnda. „Ég get endurtekið þessi skilaboð og ég vil að þetta sé á kristaltæru,“ sagði Selenskí á fundinum nú síðdegis og var þetta eina spurningin sem hann svaraði á ensku en ekki á úkraínsku. „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu. Við berjumst innan okkar eigin landamæra. Við erum að verja þorpin okkar og borgirnar okkar.“ Segir forsetinn að úkraínsk stjórnvöld hafi einfaldlega ekki úr meira fjármagni að moða. Það hafi því augljóslega ekki verið á færi úkraínskra stjórnvalda að framkvæma þá árás sem framin hafi verið í morgun. „Við réðumst ekki á Pútín og við munum leyfa herdómstólum að úrskurða um þetta.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. 3. maí 2023 15:45 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. 3. maí 2023 12:12 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom á sameiginlegum blaðamannafundi forsetans með leiðtogum Norðurlandanna á blaðamannafundi í Helsinki nú fyrir skemmstu. Þar var Selenskí spurður út í málið. Rússnesk stjórnvöld segja þau úkraínsku bera ábyrgð á tveimur drónum sem flogið var á Kreml í Moskvu í morgun og sprungu í loft upp. Þau segja að um hryðjuverkaárás sé að ræða og áskilja sér rétt til hefnda. „Ég get endurtekið þessi skilaboð og ég vil að þetta sé á kristaltæru,“ sagði Selenskí á fundinum nú síðdegis og var þetta eina spurningin sem hann svaraði á ensku en ekki á úkraínsku. „Við réðumst ekki á Pútín eða Moskvu. Við berjumst innan okkar eigin landamæra. Við erum að verja þorpin okkar og borgirnar okkar.“ Segir forsetinn að úkraínsk stjórnvöld hafi einfaldlega ekki úr meira fjármagni að moða. Það hafi því augljóslega ekki verið á færi úkraínskra stjórnvalda að framkvæma þá árás sem framin hafi verið í morgun. „Við réðumst ekki á Pútín og við munum leyfa herdómstólum að úrskurða um þetta.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. 3. maí 2023 15:45 Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02 Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. 3. maí 2023 12:12 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Norðurlöndin heita stuðningi við Úkraínu eins lengi og þurfi Leiðtogar Úkraínu og Norðurlandanna fimm ítrekuðu fordæmingar sínar á innrás Rússa í Úkraínu. Norðurlönd munu halda áfram stuðningi við Úkraínu í stríðinu sitt í hvoru lagi og á alþjóðavettvangi eins lengi og til þarf. Norðurlöndin heita því að styðja við enn frekari refsiaðgerðir gegn Rússum. 3. maí 2023 15:45
Nauðsynlegt að herða enn frekar á refsiaðgerðum Volodomír Selenskí Úkraínuforseti sagði nauðsynlegt að herða enn fremur á refsiaðgerðum Vesturlanda gagnvart Rússlandi á blaðamannafundi í Finnlandi í dag. 3. maí 2023 13:02
Saka Úkraínumenn um banatilræði gegn Pútín í morgun Rússnesk stjórnvöld hafa sakað Úkraínumenn um banatilræði gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Þau segja um að ræða skipulagða hryðjuverkaárás og segjast áskilja sér réttinn til að grípa til hefndaraðgerða hvar og hvenær sem er. 3. maí 2023 12:12