Lena Margrét: Engin ákvörðun komin um hvað gerist ef Selfoss fellur Andri Már Eggertsson skrifar 3. maí 2023 20:12 Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði 9 mörk í kvöld Vísir/Vilhelm Lena Margrét Valdimarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, var afar svekkt eftir eins marks tap gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar kvenna. Lena er búin að semja við Selfoss fyrir næsta tímabil en taldi það ekki vera truflandi í einvíginu gegn Val. „Þetta var mjög súrt. Ég hélt við værum komnar með þetta þegar við jöfnuðum en það tókst ekki alveg. Það er erfitt að lenda mörgum mörkum undir gegn svona liði. Ef við ætlum að vinna eitthvað meira þá verðum við að byrja leikina betur,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir eins marks tap gegn Val. Stjarnan lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik 11-3 en Lenu fannst ekki of mikil orka hafa fara í að vinna forskot Vals niður. „Mér fannst við alveg hafa orku undir lokin en þetta datt ekki með okkur. Þetta kostaði meiri orku heldur en við hefðum verið í jöfnum leik. Við byrjuðum allt of illa. Við byrjuðum að keyra illa til baka, vorum ekki að klára vörnina þar sem við vorum hægar að snúa og það var engin barátta í vörninni.“ „Í sókninni létum við boltann ekkert fljóta. Það var alltaf komið skot eftir tuttugu sekúndur á fjórar hendur í vörn og við spiluðum okkur ekki í gegn. Mér fannst þetta korter fara með leikinn.“ Spilamennska Stjörnunnar var töluvert betri í síðari hálfleik og Lena var ánægð með hvernig Stjarnan kom til baka. „Mér fannst vörnin koma og við fengum hraðaupphlaup. Sóknin var agaðri þar sem við komumst í gegn, fengum víti og spiluðum okkur í miklu betri færi.“ Lena Margrét hefur samið við Selfoss og mun spila með Selfyssingum á næsta tímabili. Selfoss er í umspili gegn ÍR um sæti í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. ÍR hefur unnið tvo leiki og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast í Olís-deildina. „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er. Ég ætla að leggja mig alla fram við að ná sem lengst.“ Mikið hefur verið fjallað um hvað leikmennirnir sem hafa samið við Selfoss fyrir næsta tímabil gera ef liðið fellur. Lena sagði að það væri ekki komin ákvörðun hvað hún muni gera ef Selfoss fellur. „Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir að lokum. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Stjarnan Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
„Þetta var mjög súrt. Ég hélt við værum komnar með þetta þegar við jöfnuðum en það tókst ekki alveg. Það er erfitt að lenda mörgum mörkum undir gegn svona liði. Ef við ætlum að vinna eitthvað meira þá verðum við að byrja leikina betur,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir eftir eins marks tap gegn Val. Stjarnan lenti átta mörkum undir í fyrri hálfleik 11-3 en Lenu fannst ekki of mikil orka hafa fara í að vinna forskot Vals niður. „Mér fannst við alveg hafa orku undir lokin en þetta datt ekki með okkur. Þetta kostaði meiri orku heldur en við hefðum verið í jöfnum leik. Við byrjuðum allt of illa. Við byrjuðum að keyra illa til baka, vorum ekki að klára vörnina þar sem við vorum hægar að snúa og það var engin barátta í vörninni.“ „Í sókninni létum við boltann ekkert fljóta. Það var alltaf komið skot eftir tuttugu sekúndur á fjórar hendur í vörn og við spiluðum okkur ekki í gegn. Mér fannst þetta korter fara með leikinn.“ Spilamennska Stjörnunnar var töluvert betri í síðari hálfleik og Lena var ánægð með hvernig Stjarnan kom til baka. „Mér fannst vörnin koma og við fengum hraðaupphlaup. Sóknin var agaðri þar sem við komumst í gegn, fengum víti og spiluðum okkur í miklu betri færi.“ Lena Margrét hefur samið við Selfoss og mun spila með Selfyssingum á næsta tímabili. Selfoss er í umspili gegn ÍR um sæti í Olís-deild kvenna á næsta tímabili. ÍR hefur unnið tvo leiki og þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast í Olís-deildina. „Ég er ekkert að pæla í því fyrr en það kemur í ljós hvað gerist þar. Ég er bara að einbeita mér að þessu einvígi eins og er. Ég ætla að leggja mig alla fram við að ná sem lengst.“ Mikið hefur verið fjallað um hvað leikmennirnir sem hafa samið við Selfoss fyrir næsta tímabil gera ef liðið fellur. Lena sagði að það væri ekki komin ákvörðun hvað hún muni gera ef Selfoss fellur. „Það er engin ákvörðun komin um það. Ég hef ekkert um það að segja,“ sagði Lena Margrét Valdimarsdóttir að lokum.
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Stjarnan Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira