„Mér finnst við eiga mikið inni“ Jón Már Ferro skrifar 3. maí 2023 23:53 Sigurður Egill lagði upp tvö og skoraði eitt í kvöld. vísir/bára Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals, var kátur eftir 1-6 sigur Vals á Fylki í kvöld. Hann skoraði eitt mark og lagði upp tvö í fjórða sigri Vals í Bestu deildinni. Með sigrinum komst liðið upp að hlið Víkings á toppi deildarinnar. „Þetta var kannski ekki alveg fullkominn leikur, en virkilega góður. Sérstaklega í fyrri hálfleik, þá vorum við að sundurspila þá og fengum fullt af færum, og ég legg upp tvö og skora eitt, þannig að ég er bara virkilega sáttur,“ sagði Sigurður Egill eftir leik. Valur var meira með boltann allan leikinn og sérstaklega í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara mjög þægilegur og við vorum virkilega góðir, spiluðum vel og áttum fullt af færum, en hefðum getað haldið betur í boltann í þeim seinni, en heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Sigurður Egill. Valur jafnaði Víking að stigum með sigrinum í kvöld, en Víkingar eiga þó leik til góða. „Mér finnst þetta bara flott byrjun á tímabilinu. Þetta eru tólf stig af fimmtán mögulegum en mér finnst við eiga mikið inni. Við verðum bara betri og betri með hverjum leik, og ég er mjög bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Sigurður Egill. Valur hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk í kvöld en hefði að sama skapi getað fengið fleiri á sig. Á undirbúningstímabilinu fékk Valur varla á sig mark og varnarleikur þeirra var virkilega sterkur. Meiðsli Hólmars Arnars Eyjólfssonar og Elfars Freys Helgasonar hafa sett strik í reikninginn. „Við erum að skapa fullt af færum og halda vel í boltann. Við þurfum að passa betur upp á markið okkar eins og við gerðum í vetur,“ sagði Sigurður. Besta deild karla Valur Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé byrjunin á góðu gengi Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
„Þetta var kannski ekki alveg fullkominn leikur, en virkilega góður. Sérstaklega í fyrri hálfleik, þá vorum við að sundurspila þá og fengum fullt af færum, og ég legg upp tvö og skora eitt, þannig að ég er bara virkilega sáttur,“ sagði Sigurður Egill eftir leik. Valur var meira með boltann allan leikinn og sérstaklega í fyrri hálfleiknum. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara mjög þægilegur og við vorum virkilega góðir, spiluðum vel og áttum fullt af færum, en hefðum getað haldið betur í boltann í þeim seinni, en heilt yfir er ég mjög sáttur,“ sagði Sigurður Egill. Valur jafnaði Víking að stigum með sigrinum í kvöld, en Víkingar eiga þó leik til góða. „Mér finnst þetta bara flott byrjun á tímabilinu. Þetta eru tólf stig af fimmtán mögulegum en mér finnst við eiga mikið inni. Við verðum bara betri og betri með hverjum leik, og ég er mjög bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Sigurður Egill. Valur hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk í kvöld en hefði að sama skapi getað fengið fleiri á sig. Á undirbúningstímabilinu fékk Valur varla á sig mark og varnarleikur þeirra var virkilega sterkur. Meiðsli Hólmars Arnars Eyjólfssonar og Elfars Freys Helgasonar hafa sett strik í reikninginn. „Við erum að skapa fullt af færum og halda vel í boltann. Við þurfum að passa betur upp á markið okkar eins og við gerðum í vetur,“ sagði Sigurður.
Besta deild karla Valur Fylkir Tengdar fréttir Leik lokið: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10 Mest lesið Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Fleiri fréttir Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé byrjunin á góðu gengi Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Chelsea - Liverpool | Stórleikur á Brúnni Harry Kewell að taka við liði í Víetnam FHL - Þór/KA | Fallbaráttan búin en Forsetabikar í spilum Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Leik lokið: Fylkir - Valur 1-6 | Valsmenn gengu frá Árbæingum í fyrri hálfleik Valur vann 6-1 stórsigur á Fylki þegar liðin mættust í Árbænum í kvöld. Valsmenn gengu frá leiknum strax í fyrri hálfleik og var sigur þeirra aldrei í hættu. 3. maí 2023 22:10