Maíspá Siggu Kling: Ljónið verður að hætta að slást við sjálft sig Sigga Kling skrifar 5. maí 2023 06:00 Elsku Ljónið mitt, þú ert fallegasta og sterkasta dýrið í skóginum og hefur yfir þér þann þokka að fólk beygir sig eða jafnvel getur ekki horft á þig. Þau stríð sem þú átt eftir að heyja á því tímabili sem þú ert að fara í eru aðallega bara við sjálft þig. Þú annað hvort rífur þig niður eða byggir þig upp og þarna vantar þig þann stöðugleika sem er nauðsynlegur fyrir fallega Ljónið. Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst. Þú ert með Júpíter í níunda húsi og er það alveg stórkostlegt, bæði í sambandi við tilfinningar, gjafir og gjöfulleika og þarna á móti er Satúrnus í sjöunda húsi og hann á það til að vera harður húsbóndi. Þér finnst ekkert þægilegt að láta einhvern stjórna þínum gjörðum, en mundu það í þessu tilviki þarftu að vera ansi slóttugt og kænt til þess að fá það sem þú vilt leiðrétt og skapa þér þá stöðu sem þú átt töluverða innistæðu fyrir. En til þess að það verði, þá verðurðu að hætta öllum slagsmálum við sjálft þig, það er lágmark að standa með sjálfum sér í þessu lífi. Þú getur skilið við kærastann eða kærustuna, vinnustaðinn og fjölskylduna, en þú vaknar og sofnar alltaf hjá sjálfum þér. Þú þarft að leita aftur til fortíðar og sjá á hvaða tímabili þér leið best og hverjir voru í kringum þig þá. Og þetta er líka í sambandi við það, að ef þú hefur haft sterkar tilfinningar til einhvers, alveg sama hversu langt er síðan, þá eyðast þær ekki heldur getur þú náð í þær og eflt þannig samband þitt, við hvern það var skiptir ekki öllu. Þú þarft að standa með fjölskyldunni eins og mafíósi og að hjálpa öllum sem þú mögulega getur í þeim tilfellum og í öllu þessu muntu öðlast sérstakan mátt. Næmni þín er að eflast og þú finnur á þér hlutina eins og spámaður væri, hlustaðu betur og horfðu inn á við, í því er blessunin fólgin. Knús og kossar, Sigga Kling Frægt fólk í Ljóninu. Daniel Radcliffe, leikari, 23. júlí Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, 24. júlí Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona, 28. júlí Meghan Markle, leikkona, 4. ágúst Joe Rogan, hlaðvarpsstjórnandi, 11. ágúst Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, 12. ágúst Madonna, söngkona, 16. ágúst Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira
Ljónið er frá 23. júlí til 22. ágúst. Þú ert með Júpíter í níunda húsi og er það alveg stórkostlegt, bæði í sambandi við tilfinningar, gjafir og gjöfulleika og þarna á móti er Satúrnus í sjöunda húsi og hann á það til að vera harður húsbóndi. Þér finnst ekkert þægilegt að láta einhvern stjórna þínum gjörðum, en mundu það í þessu tilviki þarftu að vera ansi slóttugt og kænt til þess að fá það sem þú vilt leiðrétt og skapa þér þá stöðu sem þú átt töluverða innistæðu fyrir. En til þess að það verði, þá verðurðu að hætta öllum slagsmálum við sjálft þig, það er lágmark að standa með sjálfum sér í þessu lífi. Þú getur skilið við kærastann eða kærustuna, vinnustaðinn og fjölskylduna, en þú vaknar og sofnar alltaf hjá sjálfum þér. Þú þarft að leita aftur til fortíðar og sjá á hvaða tímabili þér leið best og hverjir voru í kringum þig þá. Og þetta er líka í sambandi við það, að ef þú hefur haft sterkar tilfinningar til einhvers, alveg sama hversu langt er síðan, þá eyðast þær ekki heldur getur þú náð í þær og eflt þannig samband þitt, við hvern það var skiptir ekki öllu. Þú þarft að standa með fjölskyldunni eins og mafíósi og að hjálpa öllum sem þú mögulega getur í þeim tilfellum og í öllu þessu muntu öðlast sérstakan mátt. Næmni þín er að eflast og þú finnur á þér hlutina eins og spámaður væri, hlustaðu betur og horfðu inn á við, í því er blessunin fólgin. Knús og kossar, Sigga Kling Frægt fólk í Ljóninu. Daniel Radcliffe, leikari, 23. júlí Sigríður Beinteinsdóttir, söngkona, 24. júlí Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, söngkona, 28. júlí Meghan Markle, leikkona, 4. ágúst Joe Rogan, hlaðvarpsstjórnandi, 11. ágúst Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona, 12. ágúst Madonna, söngkona, 16. ágúst
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Bíó og sjónvarp Barnastjarna bráðkvödd Bíó og sjónvarp Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Gefa út endurbætta útgáfu af íslenskum leik Leikjavísir Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Lífið Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Matur Fleiri fréttir Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Sjá meira