Veðjar á að ÍBV landi titlinum: „Þetta verður svakaleg viðureign“ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 12:01 Ísak Rafnsson mætir sínu gamla liði FH í undanúrslitarimmu sem gæti teygt sig í fimm leiki. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Eyjamenn líta virkilega vel út og ef ég ætti að veðja á eitthvað lið til að vinna titilinn þá myndi ég veðja á ÍBV, en þetta verður svakaleg viðureign,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram, sem rýndi í undanúrslitarimmurnar í Olís-deild karla í handbolta. Eftir langt hlé vegna landsleikja verður þráðurinn tekinn upp á ný í Olís-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti ÍBV í afar forvitnilegum slag. Á morgun hefst svo ekki síður spennandi rimma á milli Aftureldingar og Hauka sem slógu út ríkjandi meistara Vals í 8-liða úrslitunum. „Það kæmi mér ekki á óvart að þetta færi í fimm leiki,“ segir Einar um einvígi FH og ÍBV. En þrátt fyrir að FH-ingar hafi endað fyrir ofan Eyjamenn í deildinni telur Einar Hafnfirðinga ekki sigurstranglegri: „Mér finnst þeir ekki hafa sömu vopn og ÍBV, sérstaklega sóknarlega,“ segir Einar og bendir á mikilvægi Rúnars Kárasonar. En hvar liggja styrkleikar FH-inga? Mikið veltur á Phil Döhler „Mér finnst þeirra styrkur hvað mest hafa legið í markvörslu og varnarleik. Þeir keyra hraðaupphlaupin vel líka og eru agaðir sóknarlega, gera fá mistök. Þeir eru það lið sem er með hvað fæsta tæknifeila í deildinni í vetur. Þetta er það sem skilaði liðinu 2. sæti í deildinni. Þeir hafa verið mjög „solid“ í gegnum allt tímabilið og ef þeir halda því geta þeir alveg unnið ÍBV, engin spurning, en þetta hangir dálítið mikið á Phil Döhler. Hann er leikmaður sem getur klárað svona viðureign,“ segir Einar og tekur fram að ÍBV hafi ekki eins áreiðanlega markmenn í sínum röðum. „Bæði þessi lið geta spilað mjög öfluga vörn. Ef að ÍBV getur stillt upp öllum sínum mönnum er liðið með eina bestu vörnina í deildinni. Markmennirnir hafa verið svolítið brokkgengir og það er það sem hefur staðið þeim [Eyjamönnum] helst fyrir þrifum.“ Klippa: Einar Jóns um undanúrslitin sem hefjast í kvöld Á morgun hefst svo einvígi Aftureldingar og Hauka en Mosfellingar slógu út lærisveina Einars í Fram í 8-liða úrslitunum, á meðan að Haukar hreinlega völtuðu yfir Val. „Afturelding hefur verið mikið betra lið í vetur heldur en Haukar, og Haukar verið mjög brokkgengir. Það er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um hvernig Haukar mæta til leiks því að mínu mati var lítið að marka viðureign þeirra við Val í 8-liða úrslitum,“ segir Einar. „Afturelding leit mjög vel út á móti okkur [í Fram]. Varnarleikurinn var virkilega góður og þeir náðu að stjórna tempóinu vel. Þeir hafa ekki eins mikla breidd og Haukarnir en þetta verður mjög áhugaverð viðureign. Það er mjög erfitt að spá í þessa viðureign,“ bætir hann við en sjá má viðtalið við hann í myndskeiðinu hér að ofan. Olís-deild karla ÍBV Haukar Afturelding FH Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Eftir langt hlé vegna landsleikja verður þráðurinn tekinn upp á ný í Olís-deild karla í kvöld þegar FH tekur á móti ÍBV í afar forvitnilegum slag. Á morgun hefst svo ekki síður spennandi rimma á milli Aftureldingar og Hauka sem slógu út ríkjandi meistara Vals í 8-liða úrslitunum. „Það kæmi mér ekki á óvart að þetta færi í fimm leiki,“ segir Einar um einvígi FH og ÍBV. En þrátt fyrir að FH-ingar hafi endað fyrir ofan Eyjamenn í deildinni telur Einar Hafnfirðinga ekki sigurstranglegri: „Mér finnst þeir ekki hafa sömu vopn og ÍBV, sérstaklega sóknarlega,“ segir Einar og bendir á mikilvægi Rúnars Kárasonar. En hvar liggja styrkleikar FH-inga? Mikið veltur á Phil Döhler „Mér finnst þeirra styrkur hvað mest hafa legið í markvörslu og varnarleik. Þeir keyra hraðaupphlaupin vel líka og eru agaðir sóknarlega, gera fá mistök. Þeir eru það lið sem er með hvað fæsta tæknifeila í deildinni í vetur. Þetta er það sem skilaði liðinu 2. sæti í deildinni. Þeir hafa verið mjög „solid“ í gegnum allt tímabilið og ef þeir halda því geta þeir alveg unnið ÍBV, engin spurning, en þetta hangir dálítið mikið á Phil Döhler. Hann er leikmaður sem getur klárað svona viðureign,“ segir Einar og tekur fram að ÍBV hafi ekki eins áreiðanlega markmenn í sínum röðum. „Bæði þessi lið geta spilað mjög öfluga vörn. Ef að ÍBV getur stillt upp öllum sínum mönnum er liðið með eina bestu vörnina í deildinni. Markmennirnir hafa verið svolítið brokkgengir og það er það sem hefur staðið þeim [Eyjamönnum] helst fyrir þrifum.“ Klippa: Einar Jóns um undanúrslitin sem hefjast í kvöld Á morgun hefst svo einvígi Aftureldingar og Hauka en Mosfellingar slógu út lærisveina Einars í Fram í 8-liða úrslitunum, á meðan að Haukar hreinlega völtuðu yfir Val. „Afturelding hefur verið mikið betra lið í vetur heldur en Haukar, og Haukar verið mjög brokkgengir. Það er eiginlega ómögulegt að spá fyrir um hvernig Haukar mæta til leiks því að mínu mati var lítið að marka viðureign þeirra við Val í 8-liða úrslitum,“ segir Einar. „Afturelding leit mjög vel út á móti okkur [í Fram]. Varnarleikurinn var virkilega góður og þeir náðu að stjórna tempóinu vel. Þeir hafa ekki eins mikla breidd og Haukarnir en þetta verður mjög áhugaverð viðureign. Það er mjög erfitt að spá í þessa viðureign,“ bætir hann við en sjá má viðtalið við hann í myndskeiðinu hér að ofan.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Afturelding FH Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira