Vekja Hringbraut upp frá dauðum með nýjum sjónvarpsþáttum Kjartan Kjartansson skrifar 4. maí 2023 14:50 Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, segir að til standi að setja þrjá til fjóra nýja þætti undir merkjum Hringbrautar á næstunni. Vísir/samsett Framleiðsla á sjónvarpsþáttum undir merkjum Hringbrautar hefst aftur um helgina, aðeins rúmum mánuði eftir að útsendingum samnefndrar sjónvarpsstöðvar var hætt við gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins. Þættirnir verða meðal annars aðgengilegir í sjónvarpi Símans. Útgáfu Fréttablaðsins var hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis þegar Torg ehf., móðurfélag þeirra, varð gjaldþrota í lok mars. Öllu starfsfólki miðlanna var sagt upp og sagt að sækja eftirstandandi launagreiðslur í ábyrgðarsjóð launa. Rekstur DV.is, Hringbrautar.is og Iceland Magazine var færður yfir í Fjölmiðatorgið ehf., annars eignarhaldsfélags sem Helgi Magnússon, stjórnarformaður Torgs, stofnaði síðasta haust. Helgi er eigandi Fjölmiðlatorgsins og Jón Þórisson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, stjórnarmaður þess. Nokkrir starfsmenn DV voru ráðnir til áframhaldandi starfa fyrir nýja félagið. Síðan þá hafa greinar haldið áfram að birtast á vefsíðu Hringbrautar. Engar upplýsingar eru um starfsmenn miðilsins á síðunni og greinar sem þar birtast eru ómerktar. Íþróttaþættir fyrstu skrefin í endurreisninni Nú á nýtt líf að færast í Hringbraut. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, segir farið verði af stað með vefsjónvarpsþætti sem birtist á vef Hringbrautar, DV og í Sjónvarpi Símans. Fyrsti þátturinn verður sýndur um helgina en það er „Íþróttavikan“, þáttur sem var áður á dagskrá á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Hann verður á dagskrá vikulega undir stjórn Helga Fannars Sigurðssonar af vefmiðlinum 433. Umfjöllun um Lengjudeildina, Íslandsmótið í knattspyrnu, er á næsta leiti. „Þetta eru svona fyrstu tvö skrefin í endurreisn Hringbrautar,“ segir Björn. Á næstu vikum er ætlunin að byrja á nokkrum þáttum til viðbótar undir merkjum Hringbrautar. Auk þess verða valdir þættir af eldra efni Hringbrautar aðgengilegir á sjónvarpi Símans. „Við ætlum ekki að gleypa heiminn í einum bita. Við ætlum að taka þetta í skrefum og kynna einhverja þætti á næstu vikum. Við ætlum örugglega að byrja á svona þremur, fjórum, allavegana til þess að byrja með,“ segir hann. Björn verður þó ekki sjálfur yfir dagskrá Hringbrautar. Umsjónarmenn hvers þáttar fyrir sig ráði efnistökum. Stórir hlutir að gerast. Hringbraut vaknar til lífsins og það eru nýjar stjörnur í húsinu @hrafnkellfreyr @helgifsig pic.twitter.com/RT7NtpwLvf— Hörður S Jónsson (@hoddi23) May 4, 2023 Keypti vörumerkin út úr Torgi Spurður að því hvort að endurreisn Hringbrautar undir fána nýs félags svo skömmu eftir gjaldþrot Torgs sé dæmi um kennitöluflakk bendir Björn á að Helgi Magnússon, eigandi Fjölmiðlatorgs og áður Torgs, hafi keypt vörumerkið fyrir nokkru síðan. Helgi sagði Heimildinni í síðasta mánuði að eignir tengdar fjölmiðlafyrirtækjunum hafi ekki verið inni í Torgi þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta. Hofgarðar, annað félag í hans eigu, hafi keypt vörumerki Hringbrautar, DV og Fréttablaðsins fyrir hátt í hálfan milljarð króna fyrir tveimur árum. Rökstuddi hann viðskiptin þannig að þeim hafi verið ætlað að styrkja lausafjárstöðu Torgs á þeim tíma. „Hann er í raun og veru að veita fjölmiðlafólki leyfi til þess að nota þessi vörumerki í sinn rekstur,“ segir Björn. Hópur verktaka sem starfaði fyrir Torg sagðist um helgina ætla að stefna Helga á þeim forsendum að félag hans hafi haldið áfram að taka við þjónustu þeirra jafnvel þótt hann hafi vitað að það væri ógjaldfært í aðdraganda gjaldþrotsins. Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. 3. maí 2023 08:53 Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. 30. apríl 2023 12:22 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Útgáfu Fréttablaðsins var hætt og útsendingum Hringbrautar sömuleiðis þegar Torg ehf., móðurfélag þeirra, varð gjaldþrota í lok mars. Öllu starfsfólki miðlanna var sagt upp og sagt að sækja eftirstandandi launagreiðslur í ábyrgðarsjóð launa. Rekstur DV.is, Hringbrautar.is og Iceland Magazine var færður yfir í Fjölmiðatorgið ehf., annars eignarhaldsfélags sem Helgi Magnússon, stjórnarformaður Torgs, stofnaði síðasta haust. Helgi er eigandi Fjölmiðlatorgsins og Jón Þórisson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, stjórnarmaður þess. Nokkrir starfsmenn DV voru ráðnir til áframhaldandi starfa fyrir nýja félagið. Síðan þá hafa greinar haldið áfram að birtast á vefsíðu Hringbrautar. Engar upplýsingar eru um starfsmenn miðilsins á síðunni og greinar sem þar birtast eru ómerktar. Íþróttaþættir fyrstu skrefin í endurreisninni Nú á nýtt líf að færast í Hringbraut. Björn Þorfinnsson, ritstjóri DV, segir farið verði af stað með vefsjónvarpsþætti sem birtist á vef Hringbrautar, DV og í Sjónvarpi Símans. Fyrsti þátturinn verður sýndur um helgina en það er „Íþróttavikan“, þáttur sem var áður á dagskrá á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Hann verður á dagskrá vikulega undir stjórn Helga Fannars Sigurðssonar af vefmiðlinum 433. Umfjöllun um Lengjudeildina, Íslandsmótið í knattspyrnu, er á næsta leiti. „Þetta eru svona fyrstu tvö skrefin í endurreisn Hringbrautar,“ segir Björn. Á næstu vikum er ætlunin að byrja á nokkrum þáttum til viðbótar undir merkjum Hringbrautar. Auk þess verða valdir þættir af eldra efni Hringbrautar aðgengilegir á sjónvarpi Símans. „Við ætlum ekki að gleypa heiminn í einum bita. Við ætlum að taka þetta í skrefum og kynna einhverja þætti á næstu vikum. Við ætlum örugglega að byrja á svona þremur, fjórum, allavegana til þess að byrja með,“ segir hann. Björn verður þó ekki sjálfur yfir dagskrá Hringbrautar. Umsjónarmenn hvers þáttar fyrir sig ráði efnistökum. Stórir hlutir að gerast. Hringbraut vaknar til lífsins og það eru nýjar stjörnur í húsinu @hrafnkellfreyr @helgifsig pic.twitter.com/RT7NtpwLvf— Hörður S Jónsson (@hoddi23) May 4, 2023 Keypti vörumerkin út úr Torgi Spurður að því hvort að endurreisn Hringbrautar undir fána nýs félags svo skömmu eftir gjaldþrot Torgs sé dæmi um kennitöluflakk bendir Björn á að Helgi Magnússon, eigandi Fjölmiðlatorgs og áður Torgs, hafi keypt vörumerkið fyrir nokkru síðan. Helgi sagði Heimildinni í síðasta mánuði að eignir tengdar fjölmiðlafyrirtækjunum hafi ekki verið inni í Torgi þegar það var tekið til gjaldþrotaskipta. Hofgarðar, annað félag í hans eigu, hafi keypt vörumerki Hringbrautar, DV og Fréttablaðsins fyrir hátt í hálfan milljarð króna fyrir tveimur árum. Rökstuddi hann viðskiptin þannig að þeim hafi verið ætlað að styrkja lausafjárstöðu Torgs á þeim tíma. „Hann er í raun og veru að veita fjölmiðlafólki leyfi til þess að nota þessi vörumerki í sinn rekstur,“ segir Björn. Hópur verktaka sem starfaði fyrir Torg sagðist um helgina ætla að stefna Helga á þeim forsendum að félag hans hafi haldið áfram að taka við þjónustu þeirra jafnvel þótt hann hafi vitað að það væri ógjaldfært í aðdraganda gjaldþrotsins.
Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Tengdar fréttir Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. 3. maí 2023 08:53 Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. 30. apríl 2023 12:22 Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Blendnar tilfinningar í erfi Fréttablaðsins Starfsmannafélag Fréttablaðsins hélt lokapartí skömmu fyrir síðustu helgi og svo var starfseminni slaufað. Ljósmyndari Vísis, gamall Fréttablaðsmaður, mætti með myndavélina sína. 3. maí 2023 08:53
Verktakar Fréttablaðsins hyggjast lögsækja Helga Magnússon Hátt á annan tug verktaka sem störfuðu hjá Fréttablaðinu hyggjast lögsækja fjárfestinn Helga Magnússon sem átti blaðið fyrir gjaldþrot. Kæran er byggð á að eigendur hefðu tekið við efni vitandi að félagið hafi verið ógjaldfært. 30. apríl 2023 12:22