FCK í bikarúrslit eftir ótrúlegan markaleik en Silkeborg féll úr leik Smári Jökull Jónsson skrifar 4. maí 2023 21:34 Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK í dag. Vísir/Getty Íslendingalið FCK í Danmörku er komið í úrslit dönsku bikarkeppninnar eftir 5-3 sigur á Nordsjælland í undanúrslitum í kvöld. Stefán Teitur Þórðarson og félagar hans í Silkeborg eru hins vegar úr leik. Um var að ræða seinni leiki liðanna í undanúrslitum. Nordsjælland vann 3-2 sigur í fyrri leiknum og einvígið því galopið fyrir leikinn í dag. Og leikurinn fór heldur betur fjörlega af stað. Viktor Claesson kom FCK yfir strax á 7. mínútu með skallamarki eftir sendingu Mohammed Daramy en Ernest Nuamah jafnaði metin úr vítaspyrnu sex mínútum síðar. Claesson var svo aftur á ferðinni á 16. mínútu og kom FCK þá í 2-1 og fimm mínútum síðar skoraði Jordan Larsson þriðja mark FCK eftir sendingu Claesson. Staðan í hálfleik 3-1 og FCK í góðri stöðu. Þegar Denis Vavro kom FCK í 4-1 á 62. mínútu voru einhverjir búnir að afskrifa Nordsjælland. Þeir gáfust hins vegar ekki upp. Jacob Christiansen minnkaði muninn í 4-2 á 66. mínútu og Wahid Faghir skoraði svo þriðja mark gestanna á 71. mínútu og allt jafnt í einvíginu. Aðeins sjö mínútum síðar fékk FCK hins vegar víti. Á punktinn steig Diogo Goncalves og hann tryggði FCK sæti í úrslitaleiknum. Lokatölur 5-3 í frábærum markaleik. Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn í liði FCK og nældi sér í gult spjald í uppbótartíma. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á 86. mínútu. Í hinum leik liðanna var einvígið sömuleiðis galopið eftir 1-1 jafntefli Álaborgar og Silkeborg í fyrri leiknum. Álaborg vann hins vegar öruggan 4-1 sigur í dag og tryggði sér sæti í úrslitum. Gestirnir frá Silkeborg skoruðu reyndar fyrsta mark leiksins en heimaliðið svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé og leiddi 2-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik bættu leikmenn Álaborgar síðan við tveimur mörkum og unnu öruggan sigur og tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum gegn FCK en hann fer fram 18. maí. Danski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Um var að ræða seinni leiki liðanna í undanúrslitum. Nordsjælland vann 3-2 sigur í fyrri leiknum og einvígið því galopið fyrir leikinn í dag. Og leikurinn fór heldur betur fjörlega af stað. Viktor Claesson kom FCK yfir strax á 7. mínútu með skallamarki eftir sendingu Mohammed Daramy en Ernest Nuamah jafnaði metin úr vítaspyrnu sex mínútum síðar. Claesson var svo aftur á ferðinni á 16. mínútu og kom FCK þá í 2-1 og fimm mínútum síðar skoraði Jordan Larsson þriðja mark FCK eftir sendingu Claesson. Staðan í hálfleik 3-1 og FCK í góðri stöðu. Þegar Denis Vavro kom FCK í 4-1 á 62. mínútu voru einhverjir búnir að afskrifa Nordsjælland. Þeir gáfust hins vegar ekki upp. Jacob Christiansen minnkaði muninn í 4-2 á 66. mínútu og Wahid Faghir skoraði svo þriðja mark gestanna á 71. mínútu og allt jafnt í einvíginu. Aðeins sjö mínútum síðar fékk FCK hins vegar víti. Á punktinn steig Diogo Goncalves og hann tryggði FCK sæti í úrslitaleiknum. Lokatölur 5-3 í frábærum markaleik. Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn í liði FCK og nældi sér í gult spjald í uppbótartíma. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á 86. mínútu. Í hinum leik liðanna var einvígið sömuleiðis galopið eftir 1-1 jafntefli Álaborgar og Silkeborg í fyrri leiknum. Álaborg vann hins vegar öruggan 4-1 sigur í dag og tryggði sér sæti í úrslitum. Gestirnir frá Silkeborg skoruðu reyndar fyrsta mark leiksins en heimaliðið svaraði með tveimur mörkum fyrir hlé og leiddi 2-1 í hálfleik. Í síðari hálfleik bættu leikmenn Álaborgar síðan við tveimur mörkum og unnu öruggan sigur og tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum gegn FCK en hann fer fram 18. maí.
Danski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira