Hótar að draga Wagner-liða frá Bakhmút Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2023 09:08 Merki rússneska málaliðahópsins Wagner Group. Liðsmenn hans hafa borið hitann og þungann af árás Rússa á borgina Bakhmút í Úkraínu. Vísir/EPA Leiðtogi Wagner-málaliðahópsins rússneska hótar því að draga hermenn sína frá borginni Bakhmút í austanverðri Úkraínu fyrir miðja næstu viku útvegi rússnesk stjórnvöld þeim ekki skotfæri. Hann skýtur föstum skotum á rússneska ráðamenn. Orrustan um Bakhmút er ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu til þessa. Hún hefur geisað í meira en níu mánuði. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa þar. Nú hótar Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-hópsins, að draga lið sitt frá Bahkmút fyrir miðvikudaginn 10. maí vegna deilna um skotfæri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann sást ganga innan um lík fallinna málaliða. Krafði hann varnarmálaráðherra Rússlands um meiri hergögn. „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu varnarmálaráðherra og Valeríj Gerasimov, yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði eftir Prigozhin í síðustu viku að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og að þá vantaði þúsundir byssukúlna. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, telur umkvartanir Prigozhin benda til þess að rússneska varnarmálaráðuneytið skammti nú skotfæri fyrir væntanlega gagnsókn Úkraínu. Ráðuneytið þurfi að hugsa um verja alla víglínu sínu en foringi málaliðahópsins hugsi aðeins um að taka Bakhmút. Wagner has long had a significant artillery advantage in Bakhmut and received preferential support. This is likely a reflection of the MoD rationing ammunition before Ukraine s counteroffensive. The MoD has to defend the whole front but Prigozhin only cares about taking Bakhmut. https://t.co/vpaSjzQ7NA— Rob Lee (@RALee85) May 5, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira
Orrustan um Bakhmút er ein sú langvinnasta og blóðugasta í innrás Rússa í Úkraínu til þessa. Hún hefur geisað í meira en níu mánuði. Málaliðar Wagner-hópsins hafa verið uppistaðan í árásarliði Rússa þar. Nú hótar Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi Wagner-hópsins, að draga lið sitt frá Bahkmút fyrir miðvikudaginn 10. maí vegna deilna um skotfæri, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann birti myndband af sér á samfélagsmiðlum þar sem hann sást ganga innan um lík fallinna málaliða. Krafði hann varnarmálaráðherra Rússlands um meiri hergögn. „Shoigu! Gerasimov! Hvar eru skotfærin? Þeir komu hingað sem sjálfboðaliðar og dóu fyrir ykkur þannig að þið gætuð hlaupið í spik á mahóníviðarskrifstofunum ykkar,“ sagði Prigozhin í myndbandinu og beindi orðum sínum að Sergei Shoigu varnarmálaráðherra og Valeríj Gerasimov, yfirhershöfðingja. Rússneskur stríðsbloggari hafði eftir Prigozhin í síðustu viku að Wagner-liðar væru á síðustu byssukúlunum og að þá vantaði þúsundir byssukúlna. Fengju þeir ekki nýja sendingu þyrftu þeir annað hvort að hörfa eða deyja. Rob Lee, bandarískur varnarmálasérfræðingur, telur umkvartanir Prigozhin benda til þess að rússneska varnarmálaráðuneytið skammti nú skotfæri fyrir væntanlega gagnsókn Úkraínu. Ráðuneytið þurfi að hugsa um verja alla víglínu sínu en foringi málaliðahópsins hugsi aðeins um að taka Bakhmút. Wagner has long had a significant artillery advantage in Bakhmut and received preferential support. This is likely a reflection of the MoD rationing ammunition before Ukraine s counteroffensive. The MoD has to defend the whole front but Prigozhin only cares about taking Bakhmut. https://t.co/vpaSjzQ7NA— Rob Lee (@RALee85) May 5, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Úkraína Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Sjá meira