Hitnar undir Ágústi: „Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2023 11:30 Ágúst Gylfason var að hefja sitt annað tímabil sem þjálfari Stjörnunnar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég held að sætið sé í það minnsta heitt hjá Gústa,“ segir Albert Brynjar Ingason sem var einn af sérfræðingum Stúkunnar í gærkvöld á Stöð 2 Sport, þar sem rætt var um stöðu Stjörnunnar og Ágústs Gylfasonar, þjálfara liðsins. Stjörnumenn hafa spilað við fjögur efstu liðin í Bestu deildinni til þessa og aðeins uppskorið þrjú stig í fyrstu fimm umferðunum. Þau komu í sigri gegn nýliðum HK á heimavelli. Ágúst skilaði Stjörnunni í 5. sæti á síðustu leiktíð, þó reyndar sextán stigum frá Evrópusæti, á sinni fyrstu leiktíð með liðinu, eftir að hafa áður stýrt Gróttu, Breiðabliki og Fjölni. Nú er Stjarnan hins vegar í fallsæti. „Var ekki markmið Stjörnunnar að gera betur en á síðasta tímabili, og byggja ofan á það? Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt lengur, en þetta fer erfiðlega af stað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, þegar talið barst að Ágústi og Stjörnunni í „uppbótartíma“ þáttarins, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Stjörnuna og Ágúst þjálfara „Það átti að laga varnarleikinn, bæta stöðugleikann og „challenga“ um Evrópu. Auðvitað geta þeir það ennþá ef þeir ná sér á mjög gott strik en hvorki stöðugleiki né varnarleikur hefur verið betri en í fyrra,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson og benti á vandræði Stjörnunnar varðandi stöðu fremsta manns, til að mynda vegna meiðsla Emils Atlasonar. Fer tvennum sögum af Gibbs „En hvað er með Joey Gibbs? Er hann meiddur?“ spurði Lárus Orri en Gibbs kom til Stjörnunnar frá Keflavík í vetur. Guðmundur svaraði: „Það fer tvennum sögum af því. Önnur sagan segir að hann eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim lengur og hin sagan segir að hann sé eitthvað aðeins meiddur.“ Albert tók þá við boltanum og sagði um Gibbs: „Hann hefur alla vega ekki fundið sig þarna og leit ekki vel út í vetur, og maður heyrði það alveg að menn væru ekki ánægðir með hann. Ég gæti alveg trúað því að þeir væru að reyna að losa sig við hann.“ „En talandi um Stjörnuliðið þá er þetta ekki bara þetta tímabil, fjögur töp í fimm leikjum og tólf mörk fengin á sig. Í fyrra var markatalan í mínus og þeir fengu á sig 52 mörk. Þeir byrjuðu mótið þá af rosalegum krafti en ef við tökum síðustu sextán leiki hjá Gústa með þetta lið, í deildinni, þá eru þetta fjórir sigrar og tólf töp. Þeir geta ekki verið ánægðir með þetta. Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði. Og hvað verður um þetta lið ef Ísak Andri fer út?“ spurði Albert eins og sjá má í klippunni hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Stjarnan Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Stjörnumenn hafa spilað við fjögur efstu liðin í Bestu deildinni til þessa og aðeins uppskorið þrjú stig í fyrstu fimm umferðunum. Þau komu í sigri gegn nýliðum HK á heimavelli. Ágúst skilaði Stjörnunni í 5. sæti á síðustu leiktíð, þó reyndar sextán stigum frá Evrópusæti, á sinni fyrstu leiktíð með liðinu, eftir að hafa áður stýrt Gróttu, Breiðabliki og Fjölni. Nú er Stjarnan hins vegar í fallsæti. „Var ekki markmið Stjörnunnar að gera betur en á síðasta tímabili, og byggja ofan á það? Ég er ekki að segja að það sé ekki hægt lengur, en þetta fer erfiðlega af stað,“ sagði Guðmundur Benediktsson, þáttastjórnandi Stúkunnar, þegar talið barst að Ágústi og Stjörnunni í „uppbótartíma“ þáttarins, sem sjá má hér að neðan. Klippa: Stúkan: Umræða um Stjörnuna og Ágúst þjálfara „Það átti að laga varnarleikinn, bæta stöðugleikann og „challenga“ um Evrópu. Auðvitað geta þeir það ennþá ef þeir ná sér á mjög gott strik en hvorki stöðugleiki né varnarleikur hefur verið betri en í fyrra,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson og benti á vandræði Stjörnunnar varðandi stöðu fremsta manns, til að mynda vegna meiðsla Emils Atlasonar. Fer tvennum sögum af Gibbs „En hvað er með Joey Gibbs? Er hann meiddur?“ spurði Lárus Orri en Gibbs kom til Stjörnunnar frá Keflavík í vetur. Guðmundur svaraði: „Það fer tvennum sögum af því. Önnur sagan segir að hann eigi ekki lengur upp á pallborðið hjá þeim lengur og hin sagan segir að hann sé eitthvað aðeins meiddur.“ Albert tók þá við boltanum og sagði um Gibbs: „Hann hefur alla vega ekki fundið sig þarna og leit ekki vel út í vetur, og maður heyrði það alveg að menn væru ekki ánægðir með hann. Ég gæti alveg trúað því að þeir væru að reyna að losa sig við hann.“ „En talandi um Stjörnuliðið þá er þetta ekki bara þetta tímabil, fjögur töp í fimm leikjum og tólf mörk fengin á sig. Í fyrra var markatalan í mínus og þeir fengu á sig 52 mörk. Þeir byrjuðu mótið þá af rosalegum krafti en ef við tökum síðustu sextán leiki hjá Gústa með þetta lið, í deildinni, þá eru þetta fjórir sigrar og tólf töp. Þeir geta ekki verið ánægðir með þetta. Garðbæingar hljóta að vilja meira frá þessu liði. Og hvað verður um þetta lið ef Ísak Andri fer út?“ spurði Albert eins og sjá má í klippunni hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Mest lesið Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Körfubolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira