„Hann sveik dálítið liðið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2023 15:01 Daníel Matthíasson og félagar í FH eru lentir 1-0 undir og næsti leikur er út í Eyjum. Vísir/Hulda Margrét FH-ingar misstu heimavallarréttinn í gær þegar þeir töpuðu fyrsta leik undanúrslitaeinvígis síns á móti ÍBV með fjögurra marka mun, 27-31. ÍBV er því komið í 1-0 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur og voru yfir í hálfleik í gær, 15-14, Eyjamenn voru miklu sterkari í seinni hálfleiknum. Seinni bylgjan fór yfir leikinn og sérfræðingarnir voru ekki allt of hrifnir af FH-liðinu í þessum mikilvæga leik. „Fyrir utan Ása þá var þetta ekki burðugt,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um FH-liðið. Ásbjörn Friðriksson skoraði tólf mörk úr aðeins sextán skotum í leiknum. „Hvað þurfa FH-ingar að gera út í Vestmannaeyjum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Hann nefndi að FH-liðið þarf að koma fleiri mönnum inn í þetta og svo voru þeir að fá á sig 31 mark. Það var auðvitað rautt spjald Jóns Bjarna Ólafssonar snemma leiks sem hafði mikil áhrif á varnarleik FH-liðsins. „Þeir missa lykilvarnarmann strax og þeir þurftu að endurskipuleggja sig eftir það. Væntanlega átti Gústi (Ágúst Birgisson) ekki að spila svona mikið. Fyrst og fremst myndi ég setjast niður með útileikmönnunum og vera reiður við Egil Magnússon: Hey, nú þarft þú að borga til baka. Við vitum ekki hvort hann verði áfram en þú getur ekki komið inn á og gert ekki neitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég yrði reiður við hann en svo myndi ég setjast rólega niður með Einari Braga og Jóhannesi Berg. Segja bara: Þetta var bara fyrsti leikur. Þú áttir fína kafla en svona er þetta og þetta verður erfitt. Reyna að hjálpa þeim aðeins. Einar Bragi byrjaði frábærlega en svo tekur reynsluleysið við og menn koðna niður. Fá óþægileg högg og það er stemmning í stúkunni. Þetta er allt öðruvísi batterí,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég held að þetta sé eini gallinn að vera með heimavallarréttinn. Að fara í leik tvö, vera búinn að tapa fyrsta leik. Þú getur kannski tapað fyrsta leik en þá áttu heimaleikinn í leik tvö. Ég er sammála Jóa að auðvitað er það rándýrt fyrir FH-inga að missa Jón Bjarna. Þetta var ekkert eðlilega mikið rautt spjald,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann sveik dálítið liðið, þetta var óþarfi,“ skaut Jóhann Gunnar inn í. Jón Bjarni Ólafsson fékk rautt spjald á ellefu. mínútu fyrir gróft brot á Arnóri Viðarssyni. Hann fór í andlitið á Arnóri og dómarar leiksins lyftu rauða spjaldinu eftir að hafa kíkt í skjáinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun sérfræðingana um FH-liðið. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað þarf FH að gera 1-0 undir á móti ÍBV? Olís-deild karla Seinni bylgjan FH ÍBV Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
ÍBV er því komið í 1-0 í einvíginu og næsti leikur fer fram í Vestmannaeyjum. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. FH-ingar unnu báða deildarleiki liðanna í vetur og voru yfir í hálfleik í gær, 15-14, Eyjamenn voru miklu sterkari í seinni hálfleiknum. Seinni bylgjan fór yfir leikinn og sérfræðingarnir voru ekki allt of hrifnir af FH-liðinu í þessum mikilvæga leik. „Fyrir utan Ása þá var þetta ekki burðugt,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, um FH-liðið. Ásbjörn Friðriksson skoraði tólf mörk úr aðeins sextán skotum í leiknum. „Hvað þurfa FH-ingar að gera út í Vestmannaeyjum,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Hann nefndi að FH-liðið þarf að koma fleiri mönnum inn í þetta og svo voru þeir að fá á sig 31 mark. Það var auðvitað rautt spjald Jóns Bjarna Ólafssonar snemma leiks sem hafði mikil áhrif á varnarleik FH-liðsins. „Þeir missa lykilvarnarmann strax og þeir þurftu að endurskipuleggja sig eftir það. Væntanlega átti Gústi (Ágúst Birgisson) ekki að spila svona mikið. Fyrst og fremst myndi ég setjast niður með útileikmönnunum og vera reiður við Egil Magnússon: Hey, nú þarft þú að borga til baka. Við vitum ekki hvort hann verði áfram en þú getur ekki komið inn á og gert ekki neitt,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég yrði reiður við hann en svo myndi ég setjast rólega niður með Einari Braga og Jóhannesi Berg. Segja bara: Þetta var bara fyrsti leikur. Þú áttir fína kafla en svona er þetta og þetta verður erfitt. Reyna að hjálpa þeim aðeins. Einar Bragi byrjaði frábærlega en svo tekur reynsluleysið við og menn koðna niður. Fá óþægileg högg og það er stemmning í stúkunni. Þetta er allt öðruvísi batterí,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ég held að þetta sé eini gallinn að vera með heimavallarréttinn. Að fara í leik tvö, vera búinn að tapa fyrsta leik. Þú getur kannski tapað fyrsta leik en þá áttu heimaleikinn í leik tvö. Ég er sammála Jóa að auðvitað er það rándýrt fyrir FH-inga að missa Jón Bjarna. Þetta var ekkert eðlilega mikið rautt spjald,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Hann sveik dálítið liðið, þetta var óþarfi,“ skaut Jóhann Gunnar inn í. Jón Bjarni Ólafsson fékk rautt spjald á ellefu. mínútu fyrir gróft brot á Arnóri Viðarssyni. Hann fór í andlitið á Arnóri og dómarar leiksins lyftu rauða spjaldinu eftir að hafa kíkt í skjáinn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun sérfræðingana um FH-liðið. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað þarf FH að gera 1-0 undir á móti ÍBV?
Olís-deild karla Seinni bylgjan FH ÍBV Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira