Glæstar vonir en gallað kerfi Apríl Auður Helgudóttir skrifar 11. maí 2023 07:00 Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu og forstöðumaður Stuðla eru sammála um að afeitrunardeildin gagnist lítið. Framkvæmdarstjóri geðsviðs segir Landspítalann hafa haft lítið um uppbyggingu deildarinnar að segja. Deildin sé sterkur hlekkur í meðferðarkeðjunni fyrir ólögráða ungmenni en keðjan þurfi einn hlekk í viðbót. Vísir Aðeins þrjú ungmenni hafa verið lögð inn á afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni á Landspítalanum síðasta eina og hálfa árið. Við opnun deildarinnar árið 2020 var hún sögð „framsækið“ úrræði sem myndi taka við þremur ungmennum á viku. Framkvæmdarstjóri Stuðla segir allt of flókið að leggja barn inn á deildina. Tæplega tveggja ára starfsemistölur gefa sterkar vísbendingar um að deildin gagnist lítið. Landspítalinn kynnti afeitrunardeildina til leiks í maí 2020 sem nýtt og framsækið úrræði fyrir ólögráða ungmenni. Hlutverk deildarinnar væri að sinna afeitrun barna og unglinga með vímuefnavanda og geðrænan vanda, sem þyrftu á tímabundinni innritun að halda. Gert var ráð fyrir þremur innlögnum á viku sem væru þá, samkvæmt þeirri spá, tæplega 500 innlagnir frá opnun til dagsins í dag. Reyndin er hins vegar allt önnur og framsækna úrræðið hefur aðeins tekið á móti 21 barni frá opnun, árið 2020. Hvers vegna? Á því eru skiptar skoðanir eftir því hver er spurður. Mynd tekin þegar deildin var fyrst opnuð 2020.Landspítalinn Kostnaður við opnun deildarinnar var 77,5 milljónir króna og inni í þeirri upphæð var hönnunarkostnaður, framkvæmdakostnaður við breytingar á húsnæði og kaup á tækjum og húsbúnaði. Afeitrunardeild inniheldur tvö meðferðarrými. Í hvoru rými er svefnherbergi, setustofa og baðherbergi.Landspítalinn Samkvæmt kostnaðarmati heilbrigðisráðuneytisins frá 5. desember 2021 var áætlaður rekstrarkostnaður 141 milljón krónur á ári. Fjöldi meðferðaraðila átti að koma að meðferð á deildinni, til að mynda félagsráðgjafar, stuðningsfulltrúar, geðlæknar, barna- og unglingageðlæknar og sálfræðingar. Deildin fær enn þá ákveðna upphæð á ári í rekstur. Fjárhæðin miðaðist við þrjár innlagnir á viku og að fjöldi meðferðaraðila komi að starfi á deildinni. Starfsfólk Barna- og fjölskyldustofu og kollegar þeirra á Stuðlum segja allt of flókið að koma barni inn á deildina. „Kerfin“, félagsleg úrræði og heilbrigðiskerfið, nái ekki að vinna saman og börnin falli á milli í þjónustukeðjunni. Erfitt frá upphafi Starfsfólk Barna- og fjölskyldustofu og Stuðla lýstu árið 2019 yfir miklum áhyggjum við forsvarsfólk Landspítalans yfir úrræðaleysi hjá börnum með vímuefnavanda sem kæmu í neyðarvistun á Stuðlum. Stuðlar er meðferðarheimili fyrir unglinga sem glíma við vanda, svo sem vímuefnavanda.Vísir/Vilhelm Neyðarvistun Stuðla er bráðaúrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu, fyrir börn og unglinga á aldrinum 12 til 18 ára. Vistun þar er ætlað að tryggja öryggi barna vegna alvarlegrar áfengis- og vímuefnaneyslu þeirra, hegðunarerfiðleika, óupplýstra afbrota, ofbeldis, útigangs eða stjórnleysis. Stuðlar eru félagslegt úrræði og hafa ekki allt sem til þarf þegar tekið er á móti börnum ef þau koma inn í mjög annarlegu ástandi. Stuðlar meðferðarheimiliVísir/ Vilhelm Áhyggjur Barna- og fjölskyldustofu fólust í því að börn sem kæmu í neyðarvistun gætu hreinlega dáið, til dæmis af ofskammti vímuefna eða alvarlegum fráhvörfum og aukaverkunum. Í upphafi árs 2019 mættu þau því ásamt forsvarsfólki Stuðla á fund með Landspítalanum og kröfðust viðeigandi þjónustu fyrir þessi börn. Á fundinum kom í ljós að forvinna á slíku úrræði var þegar hafin, þeim óafvitandi. Í febrúar sama ár hafði Landspítalinn nefnilega fengið verkefni frá heilbrigðisráðuneytinu. Opna skyldi úrræði fyrir börn með fíknivanda. Kerfin tala ekki saman Hugmyndir forsvarsfólks Stuðla sneru að bættu aðgengi að læknisþjónustu. Ekki að ný deild yrði opnuð á Landspítalanum. Eftir fundinn var þó ákveðið að vinna nánar að verkefninu með reglulegum samtölum við Barna- og fjölskyldustofu. Frá upphafi stönguðust ólík sjónarmið á og stofnanirnar voru ósammála um hver ætti að vera lykilþjónustuaðili þessara barna. Barna- og fjölskyldustofa taldi að úrræðið ætti að vera á þeirra vegum en forsvarsmenn Landspítalans voru ósammála og töldu að deildin þyrfti að tilheyra heilbrigðisstofnun frekar en félagslegu úrræði. Sameiginlegt rými fyrir einstaklinga sem leggjast inn á Stuðla meðferðarheimili. Á meðferðardeild eru rými fyrir sex ungmenni í senn. Almennt er gert ráð fyrir að meðferð standi yfir í um átta til tólf vikur. Í meðferðinni er stuðst við reglubundna dagskrá og atferlismótandi þrepa- og stigakerfi. Að öðru leyti er meðferðin löguð að þörfum hvers og eins.Vísir/Vilhelm Málefni barna með vímuefnavanda eru á borði tveggja ráðuneyta. Börnin hafa bæði þörf fyrir félagslega- og heilsufarslega aðstoð. Heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á heilbrigðisvanda þessara barna og félagsmálaráðuneytið ber ábyrgð á félagsþjónustunni. Raunveruleikinn er hins vegar sá að erfitt getur verið að greina með skýrum hætti á milli og verður þetta oft til þess að börnin falla á milli skips og bryggju. Viðvörunarbjöllur sem enginn heyrði í Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, var framkvæmdarstjóri Stuðla þegar forvinna hófst og þegar afeitrunardeildin, sem í daglegu tali er nefnd 33D, var opnuð. Funi Sigurðsson er framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Hann var forstöðumaður Stuðla þegar afeitrunardeild var opnuð.Vísir/Vilhelm Funi segist ásamt starfsfólki Barna- og fjölskyldustofu hafa hringt viðvörunarbjöllum við undirbúning afeitrunardeildar. Þau hafi ítrekað reynt að útskýra að deildin gæti ekki gengið upp og starfað sem skyldi. „Mörg samtöl voru tekin við Landspítalann sem báru engan árangur. Í upphafi höfðum við samband við þáverandi forstjóra Landspítalans,“ segir Funi. „Síðan verður erfiðara og erfiðara að tala við einhvern sem gat komið áhyggjum okkar á framfæri,“ segir hann. Hræddust að börn myndu deyja Funi segir að Barna- og fjölskyldustofu hafa kallað eftir því að spítalinn kæmi meira að mati á börnum sem leggjast inn á neyðarvistun Stuðla. Í því hafi ákall Barna- og fjölskyldustofu falist. „Við vorum orðin smeyk út frá þeirri neyslu sem var í gangi að það myndi einhver jafnvel bara deyja í vistun hjá okkur,“ segir Funi sem var á þeim tíma framkvæmdarstjóri Stuðla. Árið 2019 var fjöldi innlagna á neyðarvistun Stuðla 220 og árið 2020 voru þær 153 talsins eða um það bil þrjár innlagnir á viku. Umboðsmaður Alþingis benti á þetta vandamál í kerfinu í skýrslu sinni árið 2018 eftir heimsókn á Stuðla. Í skýrslunni kemur fram að Stuðlar séu ekki heilbrigðisstofnun og þar sé ekki veitt heilbrigðisþjónusta eða meðferð. Umboðsmaður beindi þeim athugasemdum til félags-og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra að heilsufarsmat þyrfti að vera hægt að framkvæma fyrir innlögn. Því þyrfti að koma í veg fyrir að almennir starfsmenn Stuðla væru látnir sinna störfum heilbrigðisstarfsfólks. Tvö útköll á viku á neyðarvistun Stuðla Stuðlar eru með þjónustusamning varðandi læknisþjónustu við SÁÁ. Læknirinn er ekki staðsettur á Stuðlum en alltaf er hægt að kalla eftir vakthafandi lækni sé þess þörf. Samkvæmt upplýsingum frá Stuðlum varðandi fjölda útkalla læknis SÁÁ á neyðarvistunina þá er fjöldinn u.þ.b. tvö útköll á viku. Þegar fjöldi útkalla læknis SÁÁ árið 2018 var skoðaður kom í ljós að skráð voru 99 tilfelli. Að auki voru tíu tilfelli þar sem fara þurfti með börnin á bráðamóttöku Landspítala og í fimm af þeim tilfellum var hringt á sjúkrabíl. Helstu ástæðurnar fyrir útköllunum voru líkamleg og andleg vanlíðan og fráhvörf. Börn sem nota vímuefni í æð eða eiga við ópíóíða fíkn að stríða eru einnig líklegri til þess að þurfa læknisþjónustu. Landspítali Háskólasjúkrahús Fossvogi þar sem börn þurfa að leita áður en þau leggjast inn á afeitrunardeild.Vísir/Vilhelm „Við förum á fund með Landspítalanum og lýsum þessum áhyggjum og hvaða vanda við stöndum frammi fyrir og mætum ágætis skilningi. Þá fara þau af stað og úr verður þessi afeitrunardeild, sem var í rauninni aldrei það sem við vorum að kalla eftir,“ segir Funi. „Við vorum meira að leitast eftir staðfestingu frá lækni og að gengið væri úr skugga um að barn væri ekki í lífshættu. En einhverra hluta vegna verður þetta niðurstaðan,“ segir hann. Samkvæmt honum hefur afeitrun barna farið fram í mörg ár á neyðarvistun Stuðla. Þar sem Stuðlar eru á vegum Barna- og fjölskyldustofu hefur úrræðið þvingunarheimild. Engar aðrar stofnanir á Íslandi hafa slíka heimild þegar kemur að börnum. Stuðlar eru ekki heilbrigðisstofnun og er því fagleg þekking, þegar kemur að því að meta ástand barns, ekki til staðar. „Barn sem þarf að komast undir læknishendur akút en neitar að leggjast inn á því hvergi heima í kerfinu.“ Geðþjónustan hafði lítið um málið að segja „Þetta var fyrsta verkefnið mitt sem framkvæmdastjóri geðþjónustu. Ákvörðunin var á vegum heilbrigðisráðuneytisins og við fengum skilaobð að úrræðið ætti að vera staðsett á geðþjónustunni í tengslum við fíknigeðdeild. Við höfðum ekki val en vönduðum til verksins og mikil vinna lögð í að gera þetta eins vel og hægt var,“ segir Nanna Briem, framkvæmdastjóri geðsviðs á Landspítalanum. Nanna Briem, framkvæmdastjóri geðsviðs á Landspítalanum.Vísir/Friðrik Þór „Geðþjónustan hafði aldrei neitt val, að gera tveggja rúma afeitrunardeild var verkefnið sem ég fékk upp í hendurnar. Í upphafi var haldin vinnustofa með öllum haghöfum, notendum og aðstandendum,“ segir Nanna. Hátt í hundrað aðilar tóku þátt í vinnustofunni en fulltrúar Barna- og fjölskyldustofa voru ekki viðstaddir. „Börn með vímuefnavanda koma daglega á bráðamóttöku Landspítalans. Foreldrar og forráðamenn leita þangað og óska eftir ráðleggingum, skimun eða lyfjaleit hjá ungmennum sem þeir hafa áhyggjur af,“ segir í skýrslu Landspítalans um opnun deildarinnar. „Flest börn og unglingar sem koma á bráðamóttöku í annarlegu ástandi koma þangað vegna meðvitundarskerðingar, krampa eða annarra taugaeinkenna. Við komu liggur ekki alltaf fyrir hvaða efni viðkomandi kann að hafa tekið. Sé breyting á meðvitund eða lífsmörkum er viðkomandi hafður í nánu eftirliti og fær viðeigandi meðferð eftir skoðun, sögu, einkennum og eftir niðurstöðum rannsókna. Mótefni eru gefin þegar það á við, sem er sjaldan.“ Að sögn Nönnu er meðferðartími á bráðamóttöku vegna barns í annarlegu ástandi langur og er sjaldan undir fjórum klukkustundum. Heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sjá að ástand barns fari ekki versnandi enda sé nær alltaf óljóst hvaða vímuefni voru notuð, í hvaða magni eða hvenær. Öll tilfelli þar sem börn reynast undir áhrifum eru tilkynnt til Barna-og fjölskyldustofu. Ágreiningur milli stofnanna Eins og fram hefur komið hófst undirbúningur og forvinna í lok febrúar 2019. Við upphaf verkefnis var stofnaður vinnuhópur sérfræðinga Landspítala í fíkniefnameðferð og meðferð barna með geð- og atferlisraskanir. Í honum voru meðal annars Sigurður Örn Hektorsson þáverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar og Maríanna Bernharðsdóttir hjúkrunardeildarstjóri fíknigeðdeildar. Í október sama ár kom út áfangaskýrsla frá vinnuhópi á Landspítalanum um þjónustu við börn með vímuefnavanda. Skýrslan fjallar um forvinnu á deildinni og vonir um deildina og störf hennar í framtíðinni. Í skýrslunni kemur fram að ljóst hafi verið frá upphafi að verkefnið yrði flókið þar sem vinna þyrfti þvert á nokkur svið Landspítala. Vinna þyrfti þvert á kerfi og stofnanir, heilbrigðisþjónustu annars vegar og félagsþjónustu hins vegar. Það reyndist raunin að þessi ólíku kerfi ættu erfitt með samstarf og virðast þau enn þá vera að flækjast fyrir störfum þeirra sem sinna börnum með fíknivanda. Sérhæfða úrræðið hefur ekki nýst sem skyldi og mun færri börn lögð þar inn en gert var ráð fyrir. Ósammála um flest Mikil forvinna fór fram áður en afeitrunardeild var stofnuð og strax frá upphafi var ágreiningur milli stofnanna. Barna- og Fjölskyldustofa og Landspítalinn voru ósammála um staðsetningu, hlutverk og verkefni deildarinnar. Einnig greinir skýrslan frá ágreiningi stofnanna um hverjum afeitrunardeildin ætti að tilheyra. „Í upphafi gætti nokkurs misskilnings hjá aðilum vinnuhópsins þar sem það var túlkun fulltrúa Barna- og fjölskyldustofu að verkefni Landspítala væri fyrst og fremst að tryggja líkamlegt öryggi barna sem dvelja á neyðarvistun Stuðla,“ segir í skýrslu vinnuhópsins. „Verkefni Landspítala er að stofna sérhæfða afeitrunardeild fyrir börn undir 18 ára aldri og veita þeim fráhvarfsmeðferð og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Þörfin fyrir slíka deild er alveg skýr en eftir stendur það verkefni hjá Barnaverndarstofu að tryggja öryggi og nauðsynlega læknisþjónustu þeirra barna á meðan þau sæta neyðarvistun.“ Afeitrunardeild hafi því verið svar við þörf innan samfélagsins fyrir afeitrunardeild en ekki við ákalli Stuðla um betra aðgengi að læknisfræðilegu mati barna sem leggjast þar inn. Starfsfólk Stuðla enn að sinna störfum heilbrigðisþjónustu Þörfin er því enn þá til staðar og almennir starfsmenn Stuðla enn þá látnir sinna störfum heilbrigðisstarfsfólks. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu og Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni segir að það sé bæði vandasamt og áhættusamt að halda úti þjónustu eins og neyðarvistun Stuðla. Þar komi inn illa stödd börn í viðkvæmri stöðu og séu flest barnanna í einhverri neyslu. Neyslan sé að öllum líkindum viðbragð við mikill vanlíðan, erfiðum heimilisaðstæðum og áfallasögu. Skýrslan minnist einnig á ákallið frá Barna- og fjölskyldunefnd og að þau hafi reglulega bent á að börnin séu ekki örugg á Stuðlum vegna neyslu vímuefna og mögulegar afleiðinga neyslunnar. Þá veltir vinnuhópurinn því upp hvort Barna- og fjölskyldustofa beri ekki ábyrgð á líkamlegri heilsu barnanna. Börnin sem leiti á neyðarvistun Stuðla séu öll í viðkvæmri stöðu og í 90 prósentum tilfella í neyslu. Eins og fram kom hér að ofan var það þó lagt í hendur Landspítalans að veita börnum í alvarlegri vímuefnaneyslu hjúkrun og umönnun. Veikt barn með mótþróa eigi hvergi heima í kerfinu „Upp koma allskonar hnökrar þegar 33D er tilbúin, vegna þess að lagaramminn leyfir ekki neina þvingun hjá þeim. Þá myndast stórt vandamál. Hvernig á spítalinn að geta verið með þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja kannski alls ekki fá þessa þjónustu?“ spyr Funi. Við forvinnu á stofnun 33D komst Barna- og fjölskyldustofa að því að spítalinn hafi búist við að fá þvingunarheimild frá Barna- og fjölskyldustofu. Stofan hafi þá bent á að ekki væri hægt að veita þvingunarheimild inn á úrræði sem skortir lagalegan grundvöll. Úr herbergjum afeitrunardeildar er útsýni yfir bílaplan Landspítalans við Hringbraut.Landspítalinn „Þetta var því nokkuð skrítin niðurstaða að spítalinn skyldi halda að hann gæti leyst þetta svona,“ segir Funi. Nanna segir að alla tíð hafi verið gott samstarf milli barnaverndarnefnda og spítalans. „Við gerum okkur grein fyrir því að það séu ekki sömu lagaheimildir sem gilda um börn og fullorðna. Barna-og fjölskyldustofa getur kyrrsett börn á sjúkrahúsinu á grundvelli Barnaverndarlaga ef læknisfræðilegt mat liggur fyrir um að öryggi barnsins sé í hættu án innlagnar. Þessari heimild hefur verið beitt á Barna og unglinga geðdeild og á fíknigeðdeildinni hér áður fyrr. En við bentum þeim á að læknisfræðilegt mat gæti gert þeim kleift að veita spítalanum þvingunarheimild og að auðvitað þurfa allir sem leggjast inn á spítala að fara ákveðna leið til að fá innlögn. Þannig er það bara,“ segir Nanna. Hún segir málið sorglegt og leitt að deildin hafi ekki nýst sem skyldi. „Í samstarfinu kom skýrt í ljós að Barna- og fjölskyldustofa var ósátt með úrræðið og taldi þörf fyrir úrræði á vegum félagsþjónustunnar. Þau höfðu áhyggjur af verkferlum spítalans og lagarammanum,“ segir Nanna. „Til þess að hægt sé að tryggja öryggi þessa hóps þurfi að gera mat á líkamlegu ástandi. Þá þarf þessi hópur, eins og allir aðrir sem eru í bráðu ástandi að fara í gegnum bráðamóttökuna og það ferli er ekkert flóknara fyrir þau en fyrir aðra sem koma á spítalann. Ef barnið er í slæmu líkamlegu ástandi þá er það hlutverk bráðamóttökunnar að stapilisera líkamlegt ástand áður en barnið leggst inn á afeitrunardeild. Til þess að tryggja öryggi þess." En af hverju gekk úrræðið þá ekki upp? „Deildin var vel undirbúin og vandað mjög til verka, úrræðið virtist vera góð lausn. Ég held að afeitrunardeild ólögráða ungmenna sé sterkur hlekkur í þjónustukeðjunni en það vantar enn þá hlekk upp á til þess að úrræðið gangi upp,“ segir Nanna. Innlögn flókin Landspítalinn er byggður þannig upp að sjúklingar verða að fara í gegnum bráðamóttökuna áður en þeir geta lagst inn. Börn sem þurfa að leggjast inn á 33D þurfa því að fara fyrst í gegn um bráðamóttöku. Funi útskýrir að neyðarvistun Stuðla sé til þess gerð að grípa inn í þegar um óvænt atvik sé að ræða. Ákvarðanir þurfi að vera teknar hratt og ekkert sé fyrirsjáanlegt. Því komi þetta flækjustig, að þurfa að fara fyrst í gegnum bráðamóttöku, sér illa. Úlfur Einarsson núverandi forstöðumaður Stuðla segir að eina leiðin inn á deildina sé löng, flókin og erfið. Nanna kannast þó ekki við að það sé flókið að koma börnum inn á deildina og það hafi aldrei borist neinar kvartanir frá Stuðlum eða barna og fjölskyldustofu. Þar sé tekið á móti þeim með opnum örmum þegar þau eru tilbúin að leggjast inn. Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla.Vísir/Vilhelm „Viðmótið á afeitrunardeild gagnvart okkur er undarlegt og fráhrindandi. Við erum kannski með barn sem við teljum verða að fara á afeitrunardeild. Við hringjum og fáum engar aðrar upplýsingar frá spítalanum en að koma upp á bráðamóttöku. Að mæta með barn sem þarf á afeitrunarmeðferð að halda og er jafnvel undir áhrifum er mjög flókið. Auðvitað gengur ekki að barn í annarlegu ástandi sé látið bíða á biðstofu jafnvel klukkutímum saman, “ segir Úlfur. „Við höfum meira að segja verið send á bráðamóttöku barna og það er alveg ljóst að það vill enginn hafa krakkann þar.“ Funi tekur undir með Úlfi. „Þetta er náttúrulega alveg gríðarlega þungt ferli. Við erum að tala um að meta börn gegn þeirra vilja inn á bráðamóttöku. Þar er auðvitað allskonar fólk. Amman sem rann í hálkunni eða lítið barn sem fékk gat á hausinn. Síðan þurfum við að mæta þangað með einhvern stálpaðan ungling í fráhvörfum eða undir áhrifum í erfiðu ástandi.“ Erfitt sé að skilja hvernig dæmið hafi átt að ganga upp. Gluggar og hurðar á 33D eru byggð upp með öryggi ungmenna efst í huga. Hér má sjá að gler í gluggum er varið.Landspítalinn „Kostnaður miðað við þjónustuna þarf að vera í samræmi. Miðað við að þetta sé úrræði sem sérhæfir sig í afeitrun þá finnst mér að börnin ættu að eiga greiðari leið þangað inn.“ Landspítalinn bjartsýnn í upphafi „Deildin er hluti af fíknigeðdeild geðþjónustu spítalans og mun veita fjölskyldumiðaða þjónustu sem byggir á hugmyndafræði tengslamiðaðrar nálgunar.“ Eitt af svefnherbergjum á afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni.Landspítalinn Þetta segir í kynningu á deildinni, sem birt var á vef Landspítalans í júní 2020. Auglýst var eftir hjúkrunarfræðingum og sagt að vel hefði gengið að ráða í störf á deildinni. Í fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar til heilbrigðisráðherra árið 2022 var óskað eftir upplýsingum um starfsemi deildarinnar eftir opnun. Í svari heilbrigðisráðherra segir að deildin hafi sinnt mun færri börnum en gert var ráð fyrir í upphafi. „Tæplega tveggja ára starfsemistölur gefa sterkar vísbendingar um að deildin gagnist lítið í þjónustukeðju við börn og ungmenni með alvarlegan fíknivanda eins og staðan er nú,“ segir í svari heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdottir þáverandi heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Fjöldi barna sem hafa lagst inn, frá opnun 2020 til 2022, koma einnig fram í svari fyrirspurnar: „Alls hafa sautján innlagnir verið á afeitrunardeild ólögráða ungmenna frá opnun deildarinnar í júní 2020. Þar af hafa fimmtán innlagnir verið bráðainnlagnir og tvær voru skipulagðar. Útskrifuðust ungmennin á eftirfarandi staði til eftirmeðferðar eða eftirfylgdar: Stuðla eða annað vistunarúrræði á vegum Barnaverndarstofu, Vinakot, göngudeild BUGL, Krýsuvík eða í meðferð hjá SÁÁ. Alls voru fimm innlagnir á deildina árið 2021, þar af voru fjórar bráðainnlagnir og ein skipulögð innlögn án biðlista.“ Hér sést glitta í sjónvarp en bæði rýmin á 33D innihalda sér setustofu. Þar er sjónvarp, sófi og skrifborð.Landspítalinn Samkvæmt Úlfi endurspegla þessar tölur ekki ástandið á Íslandi. Þó svo að vel geti verið að tilvikum hafi fækkað séu þrjár innlagnir á einu og hálfu ári allt of lítið. Miðað við fjölda innlagna á Stuðlum segi þessar tölur meira um kerfið en ástandið í samfélaginu. Ópíóíðar og 33D Úlfur segir að eina barnið sem Barna-og fjölskyldustofu hafi tekist að leggja inn á þessu ári hafi átt við ópíóíðafíkn að stríða. „Fyrir svona tveimur mánuðum tókst okkur loksins að koma barni inn á 33D og var það í fyrsta skipti í mjög langan tíma,“ segir Úlfur. „Alla vega komst barn inn á þeim forsendum. En það þurfti heilmikið átak bæði hjá Barnavernd Reykjavíkur og hjá vakthafandi lækni á Vogi til að koma barninu inn. Þessi einstaklingur þurfti sérhæfða afeitrunarmeðferð sem einungis var hægt að veita á sjúkrahúsi.“ Þar sem Stuðlar eru félagslegt úrræði þá er ekki hægt að sinna afeitrun einstaklings undir áhrifum ópíóða. Börn sem eru í mjög annarlegu ástandi verði því að fara í afeitrun á sjúkrahúsi. „Ef barn þarf lyfjameðferð þyrfti það að vera á spítala,“ segir Funi. „En þessi börn koma oft fyrst til okkar og svo eigum við að reyna að koma þeim inn á spítalann, á 33D, en eins og ég segi þá er það bara flókið,“ segir Úlfur. Samkvæmt Funa er ópíóíðabylgjan ekki farin að færast mjög mikið inn í barnahópinn. „Börnin fylgja fullorðnu neysluhegðuninni en hún kemur oftast fram seinna,“ segir hann. Næsta tillaga Barna- og fjölskyldustofu verði að leggja niður afeitrunardeildina. „Og Stuðlar fái brot af þessu fjármagni til að auka heilbrigðisþjónustu á Stuðlum. Svo hægt sé að taka á móti börnum og unglingum beint þangað og að það verði alltaf heilbrigðisstarfsmaður sem tæki á móti barni,“ segir Funi. „Sem er það sem við vorum að biðja um frá byrjun.“ Tengd skjöl Skýrsla_umboðsmannsPDF1.4MBSækja skjal Landspítalinn Geðheilbrigði Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Fréttaskýringar Málefni Stuðla Tengdar fréttir Opna deild fyrir afeitrun barna Landspítalinn mun opna nýja deild sem ætluð er börnum sem þurfa á afeitrun vegna fíkniefnanotkunar að halda. 16. apríl 2020 07:37 Búast við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda. 4. júní 2020 20:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Landspítalinn kynnti afeitrunardeildina til leiks í maí 2020 sem nýtt og framsækið úrræði fyrir ólögráða ungmenni. Hlutverk deildarinnar væri að sinna afeitrun barna og unglinga með vímuefnavanda og geðrænan vanda, sem þyrftu á tímabundinni innritun að halda. Gert var ráð fyrir þremur innlögnum á viku sem væru þá, samkvæmt þeirri spá, tæplega 500 innlagnir frá opnun til dagsins í dag. Reyndin er hins vegar allt önnur og framsækna úrræðið hefur aðeins tekið á móti 21 barni frá opnun, árið 2020. Hvers vegna? Á því eru skiptar skoðanir eftir því hver er spurður. Mynd tekin þegar deildin var fyrst opnuð 2020.Landspítalinn Kostnaður við opnun deildarinnar var 77,5 milljónir króna og inni í þeirri upphæð var hönnunarkostnaður, framkvæmdakostnaður við breytingar á húsnæði og kaup á tækjum og húsbúnaði. Afeitrunardeild inniheldur tvö meðferðarrými. Í hvoru rými er svefnherbergi, setustofa og baðherbergi.Landspítalinn Samkvæmt kostnaðarmati heilbrigðisráðuneytisins frá 5. desember 2021 var áætlaður rekstrarkostnaður 141 milljón krónur á ári. Fjöldi meðferðaraðila átti að koma að meðferð á deildinni, til að mynda félagsráðgjafar, stuðningsfulltrúar, geðlæknar, barna- og unglingageðlæknar og sálfræðingar. Deildin fær enn þá ákveðna upphæð á ári í rekstur. Fjárhæðin miðaðist við þrjár innlagnir á viku og að fjöldi meðferðaraðila komi að starfi á deildinni. Starfsfólk Barna- og fjölskyldustofu og kollegar þeirra á Stuðlum segja allt of flókið að koma barni inn á deildina. „Kerfin“, félagsleg úrræði og heilbrigðiskerfið, nái ekki að vinna saman og börnin falli á milli í þjónustukeðjunni. Erfitt frá upphafi Starfsfólk Barna- og fjölskyldustofu og Stuðla lýstu árið 2019 yfir miklum áhyggjum við forsvarsfólk Landspítalans yfir úrræðaleysi hjá börnum með vímuefnavanda sem kæmu í neyðarvistun á Stuðlum. Stuðlar er meðferðarheimili fyrir unglinga sem glíma við vanda, svo sem vímuefnavanda.Vísir/Vilhelm Neyðarvistun Stuðla er bráðaúrræði á vegum Barna- og fjölskyldustofu, fyrir börn og unglinga á aldrinum 12 til 18 ára. Vistun þar er ætlað að tryggja öryggi barna vegna alvarlegrar áfengis- og vímuefnaneyslu þeirra, hegðunarerfiðleika, óupplýstra afbrota, ofbeldis, útigangs eða stjórnleysis. Stuðlar eru félagslegt úrræði og hafa ekki allt sem til þarf þegar tekið er á móti börnum ef þau koma inn í mjög annarlegu ástandi. Stuðlar meðferðarheimiliVísir/ Vilhelm Áhyggjur Barna- og fjölskyldustofu fólust í því að börn sem kæmu í neyðarvistun gætu hreinlega dáið, til dæmis af ofskammti vímuefna eða alvarlegum fráhvörfum og aukaverkunum. Í upphafi árs 2019 mættu þau því ásamt forsvarsfólki Stuðla á fund með Landspítalanum og kröfðust viðeigandi þjónustu fyrir þessi börn. Á fundinum kom í ljós að forvinna á slíku úrræði var þegar hafin, þeim óafvitandi. Í febrúar sama ár hafði Landspítalinn nefnilega fengið verkefni frá heilbrigðisráðuneytinu. Opna skyldi úrræði fyrir börn með fíknivanda. Kerfin tala ekki saman Hugmyndir forsvarsfólks Stuðla sneru að bættu aðgengi að læknisþjónustu. Ekki að ný deild yrði opnuð á Landspítalanum. Eftir fundinn var þó ákveðið að vinna nánar að verkefninu með reglulegum samtölum við Barna- og fjölskyldustofu. Frá upphafi stönguðust ólík sjónarmið á og stofnanirnar voru ósammála um hver ætti að vera lykilþjónustuaðili þessara barna. Barna- og fjölskyldustofa taldi að úrræðið ætti að vera á þeirra vegum en forsvarsmenn Landspítalans voru ósammála og töldu að deildin þyrfti að tilheyra heilbrigðisstofnun frekar en félagslegu úrræði. Sameiginlegt rými fyrir einstaklinga sem leggjast inn á Stuðla meðferðarheimili. Á meðferðardeild eru rými fyrir sex ungmenni í senn. Almennt er gert ráð fyrir að meðferð standi yfir í um átta til tólf vikur. Í meðferðinni er stuðst við reglubundna dagskrá og atferlismótandi þrepa- og stigakerfi. Að öðru leyti er meðferðin löguð að þörfum hvers og eins.Vísir/Vilhelm Málefni barna með vímuefnavanda eru á borði tveggja ráðuneyta. Börnin hafa bæði þörf fyrir félagslega- og heilsufarslega aðstoð. Heilbrigðisráðuneytið ber ábyrgð á heilbrigðisvanda þessara barna og félagsmálaráðuneytið ber ábyrgð á félagsþjónustunni. Raunveruleikinn er hins vegar sá að erfitt getur verið að greina með skýrum hætti á milli og verður þetta oft til þess að börnin falla á milli skips og bryggju. Viðvörunarbjöllur sem enginn heyrði í Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu, var framkvæmdarstjóri Stuðla þegar forvinna hófst og þegar afeitrunardeildin, sem í daglegu tali er nefnd 33D, var opnuð. Funi Sigurðsson er framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu. Hann var forstöðumaður Stuðla þegar afeitrunardeild var opnuð.Vísir/Vilhelm Funi segist ásamt starfsfólki Barna- og fjölskyldustofu hafa hringt viðvörunarbjöllum við undirbúning afeitrunardeildar. Þau hafi ítrekað reynt að útskýra að deildin gæti ekki gengið upp og starfað sem skyldi. „Mörg samtöl voru tekin við Landspítalann sem báru engan árangur. Í upphafi höfðum við samband við þáverandi forstjóra Landspítalans,“ segir Funi. „Síðan verður erfiðara og erfiðara að tala við einhvern sem gat komið áhyggjum okkar á framfæri,“ segir hann. Hræddust að börn myndu deyja Funi segir að Barna- og fjölskyldustofu hafa kallað eftir því að spítalinn kæmi meira að mati á börnum sem leggjast inn á neyðarvistun Stuðla. Í því hafi ákall Barna- og fjölskyldustofu falist. „Við vorum orðin smeyk út frá þeirri neyslu sem var í gangi að það myndi einhver jafnvel bara deyja í vistun hjá okkur,“ segir Funi sem var á þeim tíma framkvæmdarstjóri Stuðla. Árið 2019 var fjöldi innlagna á neyðarvistun Stuðla 220 og árið 2020 voru þær 153 talsins eða um það bil þrjár innlagnir á viku. Umboðsmaður Alþingis benti á þetta vandamál í kerfinu í skýrslu sinni árið 2018 eftir heimsókn á Stuðla. Í skýrslunni kemur fram að Stuðlar séu ekki heilbrigðisstofnun og þar sé ekki veitt heilbrigðisþjónusta eða meðferð. Umboðsmaður beindi þeim athugasemdum til félags-og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra að heilsufarsmat þyrfti að vera hægt að framkvæma fyrir innlögn. Því þyrfti að koma í veg fyrir að almennir starfsmenn Stuðla væru látnir sinna störfum heilbrigðisstarfsfólks. Tvö útköll á viku á neyðarvistun Stuðla Stuðlar eru með þjónustusamning varðandi læknisþjónustu við SÁÁ. Læknirinn er ekki staðsettur á Stuðlum en alltaf er hægt að kalla eftir vakthafandi lækni sé þess þörf. Samkvæmt upplýsingum frá Stuðlum varðandi fjölda útkalla læknis SÁÁ á neyðarvistunina þá er fjöldinn u.þ.b. tvö útköll á viku. Þegar fjöldi útkalla læknis SÁÁ árið 2018 var skoðaður kom í ljós að skráð voru 99 tilfelli. Að auki voru tíu tilfelli þar sem fara þurfti með börnin á bráðamóttöku Landspítala og í fimm af þeim tilfellum var hringt á sjúkrabíl. Helstu ástæðurnar fyrir útköllunum voru líkamleg og andleg vanlíðan og fráhvörf. Börn sem nota vímuefni í æð eða eiga við ópíóíða fíkn að stríða eru einnig líklegri til þess að þurfa læknisþjónustu. Landspítali Háskólasjúkrahús Fossvogi þar sem börn þurfa að leita áður en þau leggjast inn á afeitrunardeild.Vísir/Vilhelm „Við förum á fund með Landspítalanum og lýsum þessum áhyggjum og hvaða vanda við stöndum frammi fyrir og mætum ágætis skilningi. Þá fara þau af stað og úr verður þessi afeitrunardeild, sem var í rauninni aldrei það sem við vorum að kalla eftir,“ segir Funi. „Við vorum meira að leitast eftir staðfestingu frá lækni og að gengið væri úr skugga um að barn væri ekki í lífshættu. En einhverra hluta vegna verður þetta niðurstaðan,“ segir hann. Samkvæmt honum hefur afeitrun barna farið fram í mörg ár á neyðarvistun Stuðla. Þar sem Stuðlar eru á vegum Barna- og fjölskyldustofu hefur úrræðið þvingunarheimild. Engar aðrar stofnanir á Íslandi hafa slíka heimild þegar kemur að börnum. Stuðlar eru ekki heilbrigðisstofnun og er því fagleg þekking, þegar kemur að því að meta ástand barns, ekki til staðar. „Barn sem þarf að komast undir læknishendur akút en neitar að leggjast inn á því hvergi heima í kerfinu.“ Geðþjónustan hafði lítið um málið að segja „Þetta var fyrsta verkefnið mitt sem framkvæmdastjóri geðþjónustu. Ákvörðunin var á vegum heilbrigðisráðuneytisins og við fengum skilaobð að úrræðið ætti að vera staðsett á geðþjónustunni í tengslum við fíknigeðdeild. Við höfðum ekki val en vönduðum til verksins og mikil vinna lögð í að gera þetta eins vel og hægt var,“ segir Nanna Briem, framkvæmdastjóri geðsviðs á Landspítalanum. Nanna Briem, framkvæmdastjóri geðsviðs á Landspítalanum.Vísir/Friðrik Þór „Geðþjónustan hafði aldrei neitt val, að gera tveggja rúma afeitrunardeild var verkefnið sem ég fékk upp í hendurnar. Í upphafi var haldin vinnustofa með öllum haghöfum, notendum og aðstandendum,“ segir Nanna. Hátt í hundrað aðilar tóku þátt í vinnustofunni en fulltrúar Barna- og fjölskyldustofa voru ekki viðstaddir. „Börn með vímuefnavanda koma daglega á bráðamóttöku Landspítalans. Foreldrar og forráðamenn leita þangað og óska eftir ráðleggingum, skimun eða lyfjaleit hjá ungmennum sem þeir hafa áhyggjur af,“ segir í skýrslu Landspítalans um opnun deildarinnar. „Flest börn og unglingar sem koma á bráðamóttöku í annarlegu ástandi koma þangað vegna meðvitundarskerðingar, krampa eða annarra taugaeinkenna. Við komu liggur ekki alltaf fyrir hvaða efni viðkomandi kann að hafa tekið. Sé breyting á meðvitund eða lífsmörkum er viðkomandi hafður í nánu eftirliti og fær viðeigandi meðferð eftir skoðun, sögu, einkennum og eftir niðurstöðum rannsókna. Mótefni eru gefin þegar það á við, sem er sjaldan.“ Að sögn Nönnu er meðferðartími á bráðamóttöku vegna barns í annarlegu ástandi langur og er sjaldan undir fjórum klukkustundum. Heilbrigðisstarfsfólk þurfi að sjá að ástand barns fari ekki versnandi enda sé nær alltaf óljóst hvaða vímuefni voru notuð, í hvaða magni eða hvenær. Öll tilfelli þar sem börn reynast undir áhrifum eru tilkynnt til Barna-og fjölskyldustofu. Ágreiningur milli stofnanna Eins og fram hefur komið hófst undirbúningur og forvinna í lok febrúar 2019. Við upphaf verkefnis var stofnaður vinnuhópur sérfræðinga Landspítala í fíkniefnameðferð og meðferð barna með geð- og atferlisraskanir. Í honum voru meðal annars Sigurður Örn Hektorsson þáverandi yfirlæknir fíknigeðdeildar og Maríanna Bernharðsdóttir hjúkrunardeildarstjóri fíknigeðdeildar. Í október sama ár kom út áfangaskýrsla frá vinnuhópi á Landspítalanum um þjónustu við börn með vímuefnavanda. Skýrslan fjallar um forvinnu á deildinni og vonir um deildina og störf hennar í framtíðinni. Í skýrslunni kemur fram að ljóst hafi verið frá upphafi að verkefnið yrði flókið þar sem vinna þyrfti þvert á nokkur svið Landspítala. Vinna þyrfti þvert á kerfi og stofnanir, heilbrigðisþjónustu annars vegar og félagsþjónustu hins vegar. Það reyndist raunin að þessi ólíku kerfi ættu erfitt með samstarf og virðast þau enn þá vera að flækjast fyrir störfum þeirra sem sinna börnum með fíknivanda. Sérhæfða úrræðið hefur ekki nýst sem skyldi og mun færri börn lögð þar inn en gert var ráð fyrir. Ósammála um flest Mikil forvinna fór fram áður en afeitrunardeild var stofnuð og strax frá upphafi var ágreiningur milli stofnanna. Barna- og Fjölskyldustofa og Landspítalinn voru ósammála um staðsetningu, hlutverk og verkefni deildarinnar. Einnig greinir skýrslan frá ágreiningi stofnanna um hverjum afeitrunardeildin ætti að tilheyra. „Í upphafi gætti nokkurs misskilnings hjá aðilum vinnuhópsins þar sem það var túlkun fulltrúa Barna- og fjölskyldustofu að verkefni Landspítala væri fyrst og fremst að tryggja líkamlegt öryggi barna sem dvelja á neyðarvistun Stuðla,“ segir í skýrslu vinnuhópsins. „Verkefni Landspítala er að stofna sérhæfða afeitrunardeild fyrir börn undir 18 ára aldri og veita þeim fráhvarfsmeðferð og sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Þörfin fyrir slíka deild er alveg skýr en eftir stendur það verkefni hjá Barnaverndarstofu að tryggja öryggi og nauðsynlega læknisþjónustu þeirra barna á meðan þau sæta neyðarvistun.“ Afeitrunardeild hafi því verið svar við þörf innan samfélagsins fyrir afeitrunardeild en ekki við ákalli Stuðla um betra aðgengi að læknisfræðilegu mati barna sem leggjast þar inn. Starfsfólk Stuðla enn að sinna störfum heilbrigðisþjónustu Þörfin er því enn þá til staðar og almennir starfsmenn Stuðla enn þá látnir sinna störfum heilbrigðisstarfsfólks. Funi Sigurðsson framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Barna- og fjölskyldustofu og Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla.Vísir/Vilhelm Í skýrslunni segir að það sé bæði vandasamt og áhættusamt að halda úti þjónustu eins og neyðarvistun Stuðla. Þar komi inn illa stödd börn í viðkvæmri stöðu og séu flest barnanna í einhverri neyslu. Neyslan sé að öllum líkindum viðbragð við mikill vanlíðan, erfiðum heimilisaðstæðum og áfallasögu. Skýrslan minnist einnig á ákallið frá Barna- og fjölskyldunefnd og að þau hafi reglulega bent á að börnin séu ekki örugg á Stuðlum vegna neyslu vímuefna og mögulegar afleiðinga neyslunnar. Þá veltir vinnuhópurinn því upp hvort Barna- og fjölskyldustofa beri ekki ábyrgð á líkamlegri heilsu barnanna. Börnin sem leiti á neyðarvistun Stuðla séu öll í viðkvæmri stöðu og í 90 prósentum tilfella í neyslu. Eins og fram kom hér að ofan var það þó lagt í hendur Landspítalans að veita börnum í alvarlegri vímuefnaneyslu hjúkrun og umönnun. Veikt barn með mótþróa eigi hvergi heima í kerfinu „Upp koma allskonar hnökrar þegar 33D er tilbúin, vegna þess að lagaramminn leyfir ekki neina þvingun hjá þeim. Þá myndast stórt vandamál. Hvernig á spítalinn að geta verið með þjónustu fyrir einstaklinga sem vilja kannski alls ekki fá þessa þjónustu?“ spyr Funi. Við forvinnu á stofnun 33D komst Barna- og fjölskyldustofa að því að spítalinn hafi búist við að fá þvingunarheimild frá Barna- og fjölskyldustofu. Stofan hafi þá bent á að ekki væri hægt að veita þvingunarheimild inn á úrræði sem skortir lagalegan grundvöll. Úr herbergjum afeitrunardeildar er útsýni yfir bílaplan Landspítalans við Hringbraut.Landspítalinn „Þetta var því nokkuð skrítin niðurstaða að spítalinn skyldi halda að hann gæti leyst þetta svona,“ segir Funi. Nanna segir að alla tíð hafi verið gott samstarf milli barnaverndarnefnda og spítalans. „Við gerum okkur grein fyrir því að það séu ekki sömu lagaheimildir sem gilda um börn og fullorðna. Barna-og fjölskyldustofa getur kyrrsett börn á sjúkrahúsinu á grundvelli Barnaverndarlaga ef læknisfræðilegt mat liggur fyrir um að öryggi barnsins sé í hættu án innlagnar. Þessari heimild hefur verið beitt á Barna og unglinga geðdeild og á fíknigeðdeildinni hér áður fyrr. En við bentum þeim á að læknisfræðilegt mat gæti gert þeim kleift að veita spítalanum þvingunarheimild og að auðvitað þurfa allir sem leggjast inn á spítala að fara ákveðna leið til að fá innlögn. Þannig er það bara,“ segir Nanna. Hún segir málið sorglegt og leitt að deildin hafi ekki nýst sem skyldi. „Í samstarfinu kom skýrt í ljós að Barna- og fjölskyldustofa var ósátt með úrræðið og taldi þörf fyrir úrræði á vegum félagsþjónustunnar. Þau höfðu áhyggjur af verkferlum spítalans og lagarammanum,“ segir Nanna. „Til þess að hægt sé að tryggja öryggi þessa hóps þurfi að gera mat á líkamlegu ástandi. Þá þarf þessi hópur, eins og allir aðrir sem eru í bráðu ástandi að fara í gegnum bráðamóttökuna og það ferli er ekkert flóknara fyrir þau en fyrir aðra sem koma á spítalann. Ef barnið er í slæmu líkamlegu ástandi þá er það hlutverk bráðamóttökunnar að stapilisera líkamlegt ástand áður en barnið leggst inn á afeitrunardeild. Til þess að tryggja öryggi þess." En af hverju gekk úrræðið þá ekki upp? „Deildin var vel undirbúin og vandað mjög til verka, úrræðið virtist vera góð lausn. Ég held að afeitrunardeild ólögráða ungmenna sé sterkur hlekkur í þjónustukeðjunni en það vantar enn þá hlekk upp á til þess að úrræðið gangi upp,“ segir Nanna. Innlögn flókin Landspítalinn er byggður þannig upp að sjúklingar verða að fara í gegnum bráðamóttökuna áður en þeir geta lagst inn. Börn sem þurfa að leggjast inn á 33D þurfa því að fara fyrst í gegn um bráðamóttöku. Funi útskýrir að neyðarvistun Stuðla sé til þess gerð að grípa inn í þegar um óvænt atvik sé að ræða. Ákvarðanir þurfi að vera teknar hratt og ekkert sé fyrirsjáanlegt. Því komi þetta flækjustig, að þurfa að fara fyrst í gegnum bráðamóttöku, sér illa. Úlfur Einarsson núverandi forstöðumaður Stuðla segir að eina leiðin inn á deildina sé löng, flókin og erfið. Nanna kannast þó ekki við að það sé flókið að koma börnum inn á deildina og það hafi aldrei borist neinar kvartanir frá Stuðlum eða barna og fjölskyldustofu. Þar sé tekið á móti þeim með opnum örmum þegar þau eru tilbúin að leggjast inn. Úlfur Einarsson forstöðumaður Stuðla.Vísir/Vilhelm „Viðmótið á afeitrunardeild gagnvart okkur er undarlegt og fráhrindandi. Við erum kannski með barn sem við teljum verða að fara á afeitrunardeild. Við hringjum og fáum engar aðrar upplýsingar frá spítalanum en að koma upp á bráðamóttöku. Að mæta með barn sem þarf á afeitrunarmeðferð að halda og er jafnvel undir áhrifum er mjög flókið. Auðvitað gengur ekki að barn í annarlegu ástandi sé látið bíða á biðstofu jafnvel klukkutímum saman, “ segir Úlfur. „Við höfum meira að segja verið send á bráðamóttöku barna og það er alveg ljóst að það vill enginn hafa krakkann þar.“ Funi tekur undir með Úlfi. „Þetta er náttúrulega alveg gríðarlega þungt ferli. Við erum að tala um að meta börn gegn þeirra vilja inn á bráðamóttöku. Þar er auðvitað allskonar fólk. Amman sem rann í hálkunni eða lítið barn sem fékk gat á hausinn. Síðan þurfum við að mæta þangað með einhvern stálpaðan ungling í fráhvörfum eða undir áhrifum í erfiðu ástandi.“ Erfitt sé að skilja hvernig dæmið hafi átt að ganga upp. Gluggar og hurðar á 33D eru byggð upp með öryggi ungmenna efst í huga. Hér má sjá að gler í gluggum er varið.Landspítalinn „Kostnaður miðað við þjónustuna þarf að vera í samræmi. Miðað við að þetta sé úrræði sem sérhæfir sig í afeitrun þá finnst mér að börnin ættu að eiga greiðari leið þangað inn.“ Landspítalinn bjartsýnn í upphafi „Deildin er hluti af fíknigeðdeild geðþjónustu spítalans og mun veita fjölskyldumiðaða þjónustu sem byggir á hugmyndafræði tengslamiðaðrar nálgunar.“ Eitt af svefnherbergjum á afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni.Landspítalinn Þetta segir í kynningu á deildinni, sem birt var á vef Landspítalans í júní 2020. Auglýst var eftir hjúkrunarfræðingum og sagt að vel hefði gengið að ráða í störf á deildinni. Í fyrirspurn þingmanns Samfylkingarinnar til heilbrigðisráðherra árið 2022 var óskað eftir upplýsingum um starfsemi deildarinnar eftir opnun. Í svari heilbrigðisráðherra segir að deildin hafi sinnt mun færri börnum en gert var ráð fyrir í upphafi. „Tæplega tveggja ára starfsemistölur gefa sterkar vísbendingar um að deildin gagnist lítið í þjónustukeðju við börn og ungmenni með alvarlegan fíknivanda eins og staðan er nú,“ segir í svari heilbrigðisráðherra. Svandís Svavarsdottir þáverandi heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Fjöldi barna sem hafa lagst inn, frá opnun 2020 til 2022, koma einnig fram í svari fyrirspurnar: „Alls hafa sautján innlagnir verið á afeitrunardeild ólögráða ungmenna frá opnun deildarinnar í júní 2020. Þar af hafa fimmtán innlagnir verið bráðainnlagnir og tvær voru skipulagðar. Útskrifuðust ungmennin á eftirfarandi staði til eftirmeðferðar eða eftirfylgdar: Stuðla eða annað vistunarúrræði á vegum Barnaverndarstofu, Vinakot, göngudeild BUGL, Krýsuvík eða í meðferð hjá SÁÁ. Alls voru fimm innlagnir á deildina árið 2021, þar af voru fjórar bráðainnlagnir og ein skipulögð innlögn án biðlista.“ Hér sést glitta í sjónvarp en bæði rýmin á 33D innihalda sér setustofu. Þar er sjónvarp, sófi og skrifborð.Landspítalinn Samkvæmt Úlfi endurspegla þessar tölur ekki ástandið á Íslandi. Þó svo að vel geti verið að tilvikum hafi fækkað séu þrjár innlagnir á einu og hálfu ári allt of lítið. Miðað við fjölda innlagna á Stuðlum segi þessar tölur meira um kerfið en ástandið í samfélaginu. Ópíóíðar og 33D Úlfur segir að eina barnið sem Barna-og fjölskyldustofu hafi tekist að leggja inn á þessu ári hafi átt við ópíóíðafíkn að stríða. „Fyrir svona tveimur mánuðum tókst okkur loksins að koma barni inn á 33D og var það í fyrsta skipti í mjög langan tíma,“ segir Úlfur. „Alla vega komst barn inn á þeim forsendum. En það þurfti heilmikið átak bæði hjá Barnavernd Reykjavíkur og hjá vakthafandi lækni á Vogi til að koma barninu inn. Þessi einstaklingur þurfti sérhæfða afeitrunarmeðferð sem einungis var hægt að veita á sjúkrahúsi.“ Þar sem Stuðlar eru félagslegt úrræði þá er ekki hægt að sinna afeitrun einstaklings undir áhrifum ópíóða. Börn sem eru í mjög annarlegu ástandi verði því að fara í afeitrun á sjúkrahúsi. „Ef barn þarf lyfjameðferð þyrfti það að vera á spítala,“ segir Funi. „En þessi börn koma oft fyrst til okkar og svo eigum við að reyna að koma þeim inn á spítalann, á 33D, en eins og ég segi þá er það bara flókið,“ segir Úlfur. Samkvæmt Funa er ópíóíðabylgjan ekki farin að færast mjög mikið inn í barnahópinn. „Börnin fylgja fullorðnu neysluhegðuninni en hún kemur oftast fram seinna,“ segir hann. Næsta tillaga Barna- og fjölskyldustofu verði að leggja niður afeitrunardeildina. „Og Stuðlar fái brot af þessu fjármagni til að auka heilbrigðisþjónustu á Stuðlum. Svo hægt sé að taka á móti börnum og unglingum beint þangað og að það verði alltaf heilbrigðisstarfsmaður sem tæki á móti barni,“ segir Funi. „Sem er það sem við vorum að biðja um frá byrjun.“ Tengd skjöl Skýrsla_umboðsmannsPDF1.4MBSækja skjal
Landspítalinn Geðheilbrigði Félagsmál Fíkn Heilbrigðismál Fréttaskýringar Málefni Stuðla Tengdar fréttir Opna deild fyrir afeitrun barna Landspítalinn mun opna nýja deild sem ætluð er börnum sem þurfa á afeitrun vegna fíkniefnanotkunar að halda. 16. apríl 2020 07:37 Búast við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda. 4. júní 2020 20:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
Opna deild fyrir afeitrun barna Landspítalinn mun opna nýja deild sem ætluð er börnum sem þurfa á afeitrun vegna fíkniefnanotkunar að halda. 16. apríl 2020 07:37
Búast við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild Búist er við allt að þremur ungmennum á viku á nýja afeitrunardeild fyrir ólögráða ungmenni sem opnuð var á Landspítalanum í vikunni. Forstöðumaður geðþjónustu spítalans segir mikla þörf á að efla þjónustu við ungmenni með alvarlegan fíknivanda. 4. júní 2020 20:00