Logi gekk út úr miðju viðtali Ágúst Beinteinn Árnason skrifar 6. maí 2023 13:55 Logi Geirsson vildi ekki klára viðtalið á FM957. VÍSIR Handboltastjarnan Logi Geirsson rauk út í miðju viðtali á FM957 á dögunum. „Ég er ekki að fara svara þessu, ég veit alveg hvað þið eruð að fara að gera,“ sagði fjarþjálfarinn þegar hann gekk á dyr í kjölfar spurningaflóðs. Óhætt er að segja að mikið fát hafi komið á þáttastjórnendur Veislunnar eftir að Logi gekk út úr hljóðverinu þegar fara átti í dýpri og persónulegri spurningar. Í kjölfar spurninga um hjúskaparstöðu og eftirlætis kosti hjá kvenfólki sagðist Logi sjá í hvað stefndi og gekk út í miðri spurningu. Atvik sem varð til þess að þáttastjórnendur sprungu úr hlátri. Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á aðdragandann og svo þegar Logi gekk út úr viðtalinu. Klippa: Logi Geirs stormar út í miðju viðtali: Ég er ekki að fara svara þessu Rúmar tvær milljónir í eitt partí Fram að þessu hafði Logi farið um víðan völl með þáttastjórnendum Veislunnar. Logi ræddi til að mynda um partídaga síðasta áratugar sem voru að hans sögn afar veglegir. „Ég bókstaflega lokaði stöðunum. Ég hélt þrjú hundruð manna ball í Keiluhöllinni og lét Merzedes Club og þá alla hita upp fyrir mig,“ segir Logi er hann rifjar upp þegar íslenska handboltaliðið tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum 2012. „Ég var ekki einu sinni í liðinu - en hélt samt partíið. Það voru góðir peningar. Ég man að ég millifærði inn á Aron Pálma frá Þýskalandi til að borga gæjanum en það voru svona tvær og hálf kúla sem ég setti í þetta.” Eini leikarinn sem leikur sjálfan sig Logi situr ekki auðum höndum þessa dagana og segist ekki hafa mikinn tíma. „Ég er að leika í Aftureldingu. Nú eru síðustu og bestu þættirnir eftir og þá kem ég. Það eru allir að tala um þessa þætti og náttúrulega allir á Íslandi að leika í þessu en ég er held ég eini gaurinn í þáttunum sem leik sjálfan mig. Ég er bara ég,“ segir Logi. Ég leik í lokasenunni með Sögu Garðars, svo er ég að radda og eitthvað alls konar.“ Lét keyra sig um á limmósínu í þrjú ár Logi kom svo að sjálfsögðu inn á limmósínuævintýrið umtalaða. „Ég lét keyra mig um á limmu í þrjú ár. Ætlarðu ekki að nefna það? Hún passaði ekki í bílastæði, hún var svona ellefu metrar.“ Þá segir Logi að viðbrögðin hafi verið hörð. „Menn hristu bara hausinn. Hvað er að þessum manni? Þetta var fáránlegt sko. Boxarinn Oscar De La Hoya átti hana í Vegas og hún var flutt inn sem safngripur,“ segir hann. „Sem betur fer á ég ekki meiri pening.“ „Ég fann einhvern gaur í Keflavík til að skutla og lét skutla mér í Sjónvarpið og Sporthúsið og svona. Lét hann bíða með bílinn í gangi, það var vetur.“ Aðspurður um lifnaðarhætti Loga í dag segir hann að málið sé einfalt: „Strákar, ef ég ætti meiri pening þá væri þetta hryllingur. Þá gæti ég ekki búið á þessu landi. Sem betur fer á ég ekki meiri pening.“ Limmósínan fræga sem um ræðir.Twitter Hélt hann ætti sex íbúðir þegar hann átti ellefu Logi fór einnig yfir fjárfestingarverkefni sem runnu út í sandinn. „Ég keypti mér náttúrulega nítján íbúðir úti í Þýskalandi og kem heim með lán upp á þrjár milljónir evra,“ segir hann og bendir á að núvirði þeirra peninga sé töluvert meira. Markmið Loga var að skapa sér tekjulind til að reiða sig á eftir ferilinn en það tókst ekki. „Ég fór í svona fasteignadót og ætlaði að massa þetta en við vorum „scamaðir“ nokkrir leikmenn þannig ég þurfti að byggja þetta allt upp aftur.“ Logi segir að raunar hafi hann ekki verið alveg meðvitaður til fulls um fjárfestingarnar sínar: „Í stuttu máli hélt ég að ég ætti sex íbúðir þegar ég átti ellefu. Ég var í réttarsölum og var fjögur ár bara að komast út úr þessu.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Veisluna í heild sinni en viðtalið við Loga Geirsson hefst á mínútu 1:06:30. FM957 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Sjá meira
Óhætt er að segja að mikið fát hafi komið á þáttastjórnendur Veislunnar eftir að Logi gekk út úr hljóðverinu þegar fara átti í dýpri og persónulegri spurningar. Í kjölfar spurninga um hjúskaparstöðu og eftirlætis kosti hjá kvenfólki sagðist Logi sjá í hvað stefndi og gekk út í miðri spurningu. Atvik sem varð til þess að þáttastjórnendur sprungu úr hlátri. Hér í spilaranum fyrir neðan má hlusta á aðdragandann og svo þegar Logi gekk út úr viðtalinu. Klippa: Logi Geirs stormar út í miðju viðtali: Ég er ekki að fara svara þessu Rúmar tvær milljónir í eitt partí Fram að þessu hafði Logi farið um víðan völl með þáttastjórnendum Veislunnar. Logi ræddi til að mynda um partídaga síðasta áratugar sem voru að hans sögn afar veglegir. „Ég bókstaflega lokaði stöðunum. Ég hélt þrjú hundruð manna ball í Keiluhöllinni og lét Merzedes Club og þá alla hita upp fyrir mig,“ segir Logi er hann rifjar upp þegar íslenska handboltaliðið tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum 2012. „Ég var ekki einu sinni í liðinu - en hélt samt partíið. Það voru góðir peningar. Ég man að ég millifærði inn á Aron Pálma frá Þýskalandi til að borga gæjanum en það voru svona tvær og hálf kúla sem ég setti í þetta.” Eini leikarinn sem leikur sjálfan sig Logi situr ekki auðum höndum þessa dagana og segist ekki hafa mikinn tíma. „Ég er að leika í Aftureldingu. Nú eru síðustu og bestu þættirnir eftir og þá kem ég. Það eru allir að tala um þessa þætti og náttúrulega allir á Íslandi að leika í þessu en ég er held ég eini gaurinn í þáttunum sem leik sjálfan mig. Ég er bara ég,“ segir Logi. Ég leik í lokasenunni með Sögu Garðars, svo er ég að radda og eitthvað alls konar.“ Lét keyra sig um á limmósínu í þrjú ár Logi kom svo að sjálfsögðu inn á limmósínuævintýrið umtalaða. „Ég lét keyra mig um á limmu í þrjú ár. Ætlarðu ekki að nefna það? Hún passaði ekki í bílastæði, hún var svona ellefu metrar.“ Þá segir Logi að viðbrögðin hafi verið hörð. „Menn hristu bara hausinn. Hvað er að þessum manni? Þetta var fáránlegt sko. Boxarinn Oscar De La Hoya átti hana í Vegas og hún var flutt inn sem safngripur,“ segir hann. „Sem betur fer á ég ekki meiri pening.“ „Ég fann einhvern gaur í Keflavík til að skutla og lét skutla mér í Sjónvarpið og Sporthúsið og svona. Lét hann bíða með bílinn í gangi, það var vetur.“ Aðspurður um lifnaðarhætti Loga í dag segir hann að málið sé einfalt: „Strákar, ef ég ætti meiri pening þá væri þetta hryllingur. Þá gæti ég ekki búið á þessu landi. Sem betur fer á ég ekki meiri pening.“ Limmósínan fræga sem um ræðir.Twitter Hélt hann ætti sex íbúðir þegar hann átti ellefu Logi fór einnig yfir fjárfestingarverkefni sem runnu út í sandinn. „Ég keypti mér náttúrulega nítján íbúðir úti í Þýskalandi og kem heim með lán upp á þrjár milljónir evra,“ segir hann og bendir á að núvirði þeirra peninga sé töluvert meira. Markmið Loga var að skapa sér tekjulind til að reiða sig á eftir ferilinn en það tókst ekki. „Ég fór í svona fasteignadót og ætlaði að massa þetta en við vorum „scamaðir“ nokkrir leikmenn þannig ég þurfti að byggja þetta allt upp aftur.“ Logi segir að raunar hafi hann ekki verið alveg meðvitaður til fulls um fjárfestingarnar sínar: „Í stuttu máli hélt ég að ég ætti sex íbúðir þegar ég átti ellefu. Ég var í réttarsölum og var fjögur ár bara að komast út úr þessu.“ Hér fyrir neðan má hlusta á Veisluna í heild sinni en viðtalið við Loga Geirsson hefst á mínútu 1:06:30.
FM957 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Tíska og hönnun Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Myndaveisla frá Írskum dögum - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Fleiri fréttir Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Sjá meira